28.10.2008 | 00:05
Er Björgólfsvörnin í Kompási trúverðug?
Björgólfsfeðgarnir hefja vörn sína og uppgjör samstillt í fjölmiðlum landsins. Merkilegt er hvað hún hefst samt seint eftir allt sem á undan er gengið og miðað við það sem Björgólfur Thor hefur fram að færa. Eitthvað er enn í þessu sem vantar upp á til að þetta virki trúverðugt og heilsteypt. En kannski er gott að hver og einn tali út og segi sína hlið málsins og svo fari pressan yfir það.
Mér finnst samt mjög undarlegt að Björgólfur Thor, sem á víst nóg af peningum, kom ekki með þessar 200 milljónir punda, eitthvað um 30 milljarða króna, á borðið. Og hvers vegna hafa þeir beðið nær allan mánuðinn með vörn sína ef hún er svona borðleggjandi? Þetta kemur ekki heim og saman.
![]() |
Misráðin ákvörðun sem endaði með skelfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.10.2008 | 18:51
Auðmenn reyna að koma sér í mjúkinn aftur
En auðvitað verður áhugavert að sjá Kompás á eftir og hvað hann segir. Sá í fréttum Stöðvar 2 áðan að Hannes Smárason er kominn í leitirnar; birtist sem hinn iðrandi syndari að reyna að koma sér í mjúkinn hjá þjóðinni aftur. Give me a break sko... Vill einhver í alvöru fá þessa menn aftur og í forystu við að bjarga þjóðinni? Nje.
![]() |
Björgólfur segist standa við ummæli sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 17:29
Af hverju sagði Björgólfur Thor þetta ekki fyrr?
Orð er á móti orði í fullyrðingum Seðlabankans og Björgólfs Thors. Sá síðarnefndi gefur reyndar margt í skyn og virðist reyna að firra sig allri ábyrgð á stöðunni og koma sér í englaklæði til að mæta þjóðinni. Ég spyr þó; af hverju sagði Björgólfur Thor þetta ekki strax? Hvers vegna kom hann sér ekki í fjölmiðla með þessar upplýsingar þegar Landsbankinn var tekinn yfir af ríkinu og þegar milliríkjadeilan við Breta hófst?
Nóg tækifærin hafði hann. Hefði meira að segja getað sagt þetta í Morgunblaðinu, blaði sem faðir hans á stóran hlut í? Finnst þetta ekki sannfærandi. Er viss um að þetta hefði verið upplýst miklu fyrr ef þetta væri satt. Of langur tími er liðinn frá atburðarásinni og mjög margt gert. Hvers vegna þögðu feðgarnir og létu ekki sjá sig ef þeir höfðu þetta tromp á hendi?
Hitt er svo annað mál að ég tek ekki mark á orði af því sem kemur frá útrásarvíkingunum núna. Þeir hafa blaðrað nóga fjandans vitleysu í þessa þjóð.
![]() |
Seðlabanki andmælir Björgólfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.10.2008 | 14:14
Nýtt nafn á ónýtu vörumerki
Svo verður að ráðast hvort NBI eigi sér framtíð. Ég verð að viðurkenna að það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði nafnið var FBI, en það er nú önnur saga.
![]() |
Landsbankinn verður NBI hf. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 13:34
Morð á Dagvaktinni - grín eða alvara?
Dagvaktin hefur farið ágætlega af stað og verið fín í marga staði. Fleirum en mér hefur þó örugglega þótt kárna gamanið í gær þegar ljóst var að morð hafði verið framið í þættinum og meginhluti gamanþáttarins snerist um að koma líki fyrir svo það liti út eins og slys hefði átt sér stað en ekki morð. Ég veit ekki með ykkur en mér fannst frekar fátt fyndið við síðasta þáttinn. En kannski hefur ekkert morð verið framið og allt lauflétt, en frekar efast ég um það.
Greinilega er verið að undirbúa okkur fyrir dramatísk sögulok hjá þeim félögum Georg, Ólafi Ragnari og Daníel. Margt við þáttaröðina hefur samt verið allt annað en grín. Mér fannst frekar fátt fyndið við það þegar persónan Gugga nauðgaði Ólafi Ragnari. Samt var lítið talað um það. Ég er viss um að þetta hefði verið umtalaðra hefði kynjahlutverkum verið snúið við og farið svona með konu á kjörtíma í sjónvarpi og það í gamanþætti.
En fróðlegt verður að sjá hver sögulokin eru og hvort morðið og það sem það leiðir af sér verður sá örlagapunktur sem við erum búin undir, en fullyrt hefur verið að þetta sé síðasta serían og við fáum algjör sögulok hjá þeim félögum eftir fimm þætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.10.2008 | 01:07
Fer Valgerður í mótframboð gegn Guðna?
Mér finnst stefna í mikið uppgjör í Framsóknarflokknum. Kannski hefur það verið augljóst allt frá því Jón Sigurðsson varð að fara úr pólitík og Guðni varð formaður án þess að hljóta kjör á flokksþingi. Staða Framsóknarflokksins í könnunum er líka áhyggjuefni fyrir þann kjarna sem enn starfar í flokknum.
Valgerður er augljóslega að undirbúa sína atlögu og hún mun hafa mörg sóknarfæri. Eitt mun kannski veikja hana, en hún var viðskiptaráðherra útrásartímanna og mjög áberandi í lofræðunni fyrir útrásarvíkingana og einkavæddi bankana í sinni ráðherratíð.
En sennilega hefur Framsókn engan kost betri en Valgerður. Hún er hörkutól sem flokkurinn þarf á að halda til að endurheimta hina fornu frægð, eða í það minnsta það besta sem flokkurinn á í stöðunni. Hann er í útrýmingarhættu nú.
![]() |
Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 18:42
Hvers vegna þáði fólkið ekki læknisaðstoð?
Eitthvað er stórlega að þegar fólk afþakkar læknisaðstoð eftir að hafa orðið fyrir svo alvarlegri líkamsárás. Þeir sem afþökkuðu aðstoðina voru með áverka og skurði á baki og með brotnar tennur. Að baki þessu er eitthvað miður geðslegt. Veit ekki hvort manni á að vera mikið brugðið við þetta. Ekki er langt frá því að ráðist var á útlendinga í Breiðholtinu með bareflum og þeir barðir sundur og saman.
En eftir stendur samt spurningin hvers vegna fólkið þorir ekki að biðja um aðstoð og gerir ekkert. Er þetta fólk undir hælnum á einhverjum samlöndum sínum eða einhverjum öðrum?
![]() |
Handtekinn grunaður um árás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 18:16
Glæsilegt hjá stelpunum - EM-sætið í sjónmáli
Áfram stelpur!
![]() |
Ísland færðist skrefi nær EM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2008 | 13:58
Merkilega litlar breytingar í flokkalitrófinu
Ég verð að viðurkenna að ég átti von á mun meiri breytingum á fylgi flokkanna en fram kemur í könnun Fréttablaðsins í dag. Svo mikið hefur gerst að ég átti von á enn meiri fylgisaukningu stjórnarandstöðunnar og enn veikari stöðu ríkisstjórnarinnar. Stóru tíðindin eru þó hversu margir taka ekki afstöðu og eru hugsi yfir stöðunni. Enda er þetta erfið staða og eðlilegt að fólk hugsi sinn gang. Hinsvegar er mjög athyglisvert að stjórnarandstaðan bæti ekki meiru við sig - það sýnir að boðskapur þeirra sem þar eru er ekki nein töfralausn í stöðunni.
Framsóknarflokkurinn fær mikla útreið í þessari könnun. Enn er hann að mælast á sömu slóðum og undir lok stjórnarþátttöku sinnar og hefur aldrei náð flugi síðan. Mjög líklegt hlýtur að teljast að Guðni Ágústsson fái sparkið sem formaður Framsóknarflokksins ef fylgið fer ekki að hækka fljótlega. Honum hefur mistekist algjörlega að gera Framsóknarflokkinn að valkosti þeirra sem eru óánægðir með stöðuna. Þeir sitja hjá núna og taka enga afstöðu.
Varla þarf að eyða mörgum orðum á Frjálslynda flokkinn. Hann er sjálfum sér verstur og virðist vera að stimpla sig út af kortinu af eigin völdum. Stemmningin þar minnir einna helst á sakamálaleikrit eftir Agöthu Christie. Guðjón Arnar lítur út eins og Hercule Poirot að leita að morðingja Frjálslynda flokksins og hefur kallað á sal Kristin H, Jón Magnússon, Magnús Þór og Grétar Mar en allir benda hver á annan um hver hefur drepið flokkinn. Fyndið í besta falli.
Samfylkingin fær visst kredit í þessari könnun. En fjarri því er að Samfylkingin sé saklaus áhorfandi í því umróti sem á sér stað. Flokkurinn ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er, engu síður en Sjálfstæðisflokkurinn ef menn vilja finna sökudólga bankakreppunnar í þinginu. Samfylkingin hefur haft viðskiptaráðuneytið og helsti efnahagsráðgjafi Samfylkingarinnar er varaformaður bankaráðs Seðlabankans og formaður Fjármálaeftirlitsins.
Stóra niðurstaðan er sú að fólk bíður eftir því að rykið setjist og ætlar þá að sjá til. Margir eru mjög hugsi þessa dagana. Stóra niðurstaðan er sú að stjórnarandstaðan er ekki að taka forystuna við þessar aðstæður. Fylgistap innan hennar gefur til kynna að hún hefur engar töfralausnir. Stóra pælingin er hvort VG heldur fylgisaukningunni eða missa hana á örlagastundu, eins og fyrir síðustu kosningar.
![]() |
Minnihluti styður stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2008 | 13:36
Fólkið með skelfingarsvipinn í bönkunum
Annars er hálf raunalegt að koma í bankana eftir að þeir hrundu. Andlit bankanna eru oftast konurnar í gjaldkerastöðunum og sem þjónustufulltrúar. Fyrstu vikuna beindu allir reiði sinni þangað og réðust að röngum aðilum. Spilað var með þetta fólk eins og landsmenn alla og komið illa fram við það. Þangað á ekki að beina reiðinni.
Skelfingarsvipur þeirra sem fronta bankana í útibúunum og tala við almenning er sennilega enn nokkuð mikill. Óvissan er enn mjög mikil og óljóst hvernig fer að lokum. Þessu fólki hlýtur að líða illa eftir að því var sagt að ráðleggja fólki eitthvað sem reyndist rangt.
![]() |
Landsbanka lokað í Smáralindinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 22:48
Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum
Enn eru mótmælin í Reykjavík auglýst gegn einum manni. Sumir ætla aldrei að læra neitt. Fannst samt kostulegast að sjá Jón Baldvin Hannibalsson í hlutverk uppreisnarleiðtoga á gamals aldri. Var hann að mótmæla yfirstjórn Seðlabankans eða ríkisstjórninni í ræðu sinni? Varaformaður bankaráðs Seðlabankans og formaður Fjármálaeftirlitsins, sem svaf mest á verðinum, er einn nánasti samstarfsmaður Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum, Jón Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra. Vill hann að Jón axli þá einhverja ábyrgð og segi af sér?
Vill hann að Samfylkingin hrökklist úr ríkisstjórn fyrir að gera ekkert alla þessa mánuði sem hún hefur verið í ríkisstjórn og verið með ráðherra bankamála, sjálfan viðskiptaráðherra, á slíkum örlagatímum? Samfylkingin getur ekki firrt sig ábyrgð og bent á einn mann í Seðlabankanum þegar hún hefur haft svo mikil völd og leitt mál, einkum úr viðskiptaráðuneytinu og ætti að vera vakandi. En kannski talar Jón Baldvin bara til Jóns Sigurðssonar, efnahagsarkitekts Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.
En Jón Baldvin er lélegur uppreisnarleiðtogi, þykir mér. Er þetta ekki maðurinn sem keyrði í gegn EES-samninginn sem gerir það að verkum að þjóðin þarf væntanlega að borga fyrir Icesave-reikningana víða í Evrópu? Held að hann ætti að fara heim og leggja sig - oft er vont að kasta grjóti úr glerhúsi.
![]() |
Þögn ráðamanna mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 14:13
Ódýrar afsakanir í drottningarviðtali
Nú hefur stuttur útdráttur verið birtur úr viðtali Kompáss við Björgólf Thor. Þar segist hann vera meira en til í að hjálpa þjóðinni en er ekki til í að koma með peninga í skuldahítina sem eftir standa. Þetta hljómar eins og maður sem ég þekkti í gamla daga sem kallaði: "Eigum við ekki að halda partý í kvöld. Ég kem auðvitað ef þið skaffið búsið." Ég verð að segja eins og er að ég afþakka alveg áfallahjálp Björgólfs fyrir þjóðina ef hann ætlar ekki að leggja neitt af mörkum úr ríkidæmi sínu.
Þá getur hann og faðir hans haldið sig víðsfjarri og helst aldrei látið sjá sig aftur.
![]() |
Krónan stærsta vandamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 13:10
Fjölskylduharmleikur Jennifer Hudson
Jennifer Hudson hefur á skömmum tíma farið sigurför um allan heim og orðin stórstjarna. Hún hefur unnið öll helstu kvikmyndaverðlaun heimsins fyrir leik sinn í Dreamgirls og náði að stimpla sig á kortið með glans.
Hudson varð reyndar fyrst fræg sem þátttakandi í American Idol. Hún var eftirlæti dómaranna og þótti mjög sigurstrangleg. Flest stefndi í að hún kæmist mjög langt. Mörgum að óvörum féll Hudson úr keppni um mitt keppnistímabilið.
Svo fór síðar að Fantasia Barrino vann keppnina. Jennifer Hudson er nú orðin margfalt meiri stjarna en Fantasia og vann meira að segja samkeppni við hana um hlutverkið í Dreamgirls.
![]() |
Móðir og bróðir söngstjörnu skotin til bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2008 | 00:47
Snarvitlaust veður
Var að hugsa um að horfa á Key Largo á eftir - hún gerist í roki og leiðindaveðri og passar oft vel við í svona leiðindaveðri.
Passar vel að horfa á Bogart-mynd. Liðin í Útsvari í kvöld náðu ekki að svara rétt í spurningunni um Bogart. Svei svei.
![]() |
Skemmdir á mannvirkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 21:48
Útrásarvíkingarnir verða að axla ábyrgð
Ég fagna því að forystumenn stjórnmálanna tala afdráttarlaust og krefjast þess að auðmennirnir taki þátt í þessu verkefni.
![]() |
Geir skorar á íslenska auðmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 20:22
Sjálfsögð krafa að birta samtal Árna og Darling
Umræðan eftir að samtalið var opinberað hefur enda að mestu verið í þá átt að styrkja málstað Íslendinga. Bretar gengu fram mjög óeðlilega. Einu alvöru spurningarnar eftir samtalið snúast þó að því hvað viðskiptaráðherra sagði við flokksbróður sinn Darling í London fyrir tæpum tveim mánuðum.
Björgvin svaraði fyrir það áðan, en mér fannst mörgum spurningum satt best að segja enn ósvarað þar. Annar hvor þeirra er að ljúga um hvernig fundurinn var.
![]() |
Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 15:54
Afturhvarf til fortíðar
En týpískt að það sé Dani sem haldi á samningaferlinu. Brosti út í annað þegar ég sá það. En mikið vorkenndi ég annars aumingja manninum. Þvílíkt stam.
![]() |
Mjög erfiðir tímar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 15:27
Talað við þjóðina - þung skref fyrir Íslendinga
En vonandi birtir upp um síðir. Eins og staðan er orðin er þetta skref nauðsynlegt í uppbyggingarferlinu. Svo er bara að vona að við göngum ekki að öllum kröfum Bretanna. Sem betur fer hefur það ekki gerst í þessu ferli enn.
![]() |
Óska formlega eftir aðstoð IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 15:05
Óeðlileg framkoma Bretanna við Íslendinga
![]() |
Fullyrðingar Darlings dregnar í efa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 14:16
Neyðarkall úr norðri - óskað eftir aðstoð IMF
Ég hef aldrei verið sérstakur stuðningsmaður þess að leita til IMF. Í því felst viss uppgjöf fyrir vandanum og endastöð í miklum vanda. Við erum komin í þannig vanda og höfum ekki um annað að ræða. Nú er bara að vona að þessi neyðaraðstoð hafi strax víðtæk og traust áhrif við að koma landinu af stað aftur, enda er það bjargarlaust nú eftir útrásarfylleríið, hefur misst nær allt lánstraust og lykilstöðu sína.
Ég er ekki einn af þeim sem býst við því að við komumst úr óveðrinu mjög fljótlega. Við erum að horfast í augu við margra ára vanda væntanlega, því miður. En kannski mun þessi aðstoð, þó neyðarúrræði sé og síðasta hálmstrá þjóðar í vanda, hafa þau áhrif að hjól samfélagsins snúist að nýju. Svo þarf að gera upp við allt sukk fortíðarinnar og þá sem komu okkur í þessa neyðarstöðu.
![]() |
6 milljarða dala lánveiting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |