10.11.2009 | 14:22
Fá Bónusfeðgarnir Haga aftur á silfurfati?
Þetta eru víst allar breytingarnar sem kjósendur kusu yfir sig í vor. Við erum enn í sukkuðu samfélagi þar sem bankarnir haga sér eins og ekkert hafi gerst og stjórnvöld makka með í öllu saman.
Sjúkt og sorglegt.
![]() |
Kaupþing og 1998 formlega í eina sæng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2009 | 01:36
Últra-vinstristjórnin sýnir sitt rétta andlit
Últra vinstristjórnin er að sýna sitt rétta andlit þessa dagana með tillögum sínum, sem munu sliga heimili landsins, sem nógu illa stóðu fyrir. Þetta er ekki gáfuleg framtíðarsýn sem blasir við í boði vinstriflokkanna. Þetta er gargandi vinstristjórn, hagar sér og talar eins og hennar innra eðli er jafnan.
Þorgerður Katrín orðar þetta vel í klippunni hér að ofan.
![]() |
47% skattur á launatekjur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 20:05
Tveir áratugir frá falli Berlínarmúrsins
Tveir áratugir eru í dag liðnir frá falli Berlínarmúrsins. Má fullyrða að fall múrsins hafi verið ein mestu þáttaskil í sögu 20. aldarinnar - helsta tákn þess að kalda stríðið væri á enda og kommúnisminn í Evrópu væri að geispa golunni. Nokkrum dögum eftir fall múrsins féll A-þýska kommúnistastjórnin og hinar fylgdu síðar ein af annarri.
Endalok kommúnistastjórnanna urðu misjafnlega friðsamlegar í þessum löndum. Í A-Þýskalandi féll stjórnin með mjúkum hætti, ennfremur í Tékkóslóvakíu og Póllandi en t.d. í Rúmeníu kom til valdaskipta með harkalegum hætti og aftöku á forsetahjónum landsins, Nicolae og Elenu Ceausescu.
Múrinn var reistur árið 1961 til að koma í veg fyrir fólksflótta frá A-Þýskalandi til V-Berlínar og varð hann á þeim 28 árum sem hann stóð ein af allra helstu táknmyndum kalda stríðsins. Á þessum 28 árum og í kalda stríðinu voru rúmlega 1.000 A-Þjóðverjar drepnir á flótta til vesturs.
9. nóvember verður í sögubókunum ávallt dagur sem markar bæði sigur frelsis og lýðræðis í heiminum. Endalok Berlínarmúrsins markaði alheimsþáttaskil, fáum hefði órað fyrir að fall hans yrði með jafnrólegum hætti og raun bar vitni.
Fólkið vann sigur gegn einræðisherrum og einræði á þessum degi. Ég gleymi aldrei þessum degi og þáttaskilunum. Allir skynjuðu þáttaskilin, þó mörgum hafi ekki órað fyrir að allt myndi hrynja svo hratt og raun ber vitni. Hrunið varð algjört.
Svipmyndirnar af almenningi hamrandi með sleggjum og hömrum á múrnum gleymast aldrei. Eftirminnilegust er þó myndin af vinnuvélunum fella bita úr múrnum og þegar fólkið gekk yfir. Frelsið hafði náð til hinna þjáðu kommúnistaríkja.
Þetta voru að mínu mati hin stærstu þáttaskil endaloka kommúnismans. Einræðið var drepið þetta októberkvöld í Berlín. Slíkt augnablik gleymist að sjálfsögðu aldrei.
![]() |
Spáði falli múrsins á 21. öld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2009 | 13:31
Eldfim sýning
Alla tíð síðan Harry og Heimir urðu karakterar á Bylgjunni í útvarpsþáttum um miðjan níunda áratuginn hef ég haft gaman af þeim, einfaldur og traustur húmor sem er alveg tímalaus.
Hvet alla til að sjá þessa sýningu, hún er klárlega sú heitasta í dag.
![]() |
Í hita leiksins kviknaði í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2009 | 17:49
Viðbjóðsleg vinnubrögð
Þetta þarf svosem ekki að koma á óvart, eftir allt annað sem á undan er gengið, en er einn kaflinn í viðbót í þessa tragedíu þegar við héldum að hægt væri að eignast heiminn á lánum - eignast allt út á verðlausa pappíra. Allir fylgdu með í ruglinu.
Sumir kalla þetta gamla Ísland og það sem reynt er að byggja núna nýja Ísland. Innst inni vil ég hafa þetta hinsegin. Ég vil gamla Ísland aftur, Ísland þar sem unnið var heiðarlega í viðskiptum og kærleikurinn skipti einhverju máli.
Að mörgu leyti var sukktíminn nýji tíminn, tíminn þar sem allir tóku snúning og misstu fótanna í taumlausri græðgi og vemmulegu partýi þar sem allt var til sölu og hægt að kaupa hvern sem er.
Verst af öllu er að fáir voru heilsteyptir til að taka ekki þátt í þessu rugli, of margir létu spila með sig. Þetta er versta staðreyndin af þeim öllum nú. En við lærum vonandi af þessu okkar lexíu!
![]() |
Skulda milljarð út á jarðakaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2009 | 00:56
Undarleg ákvörðun á ÍNN
Báðum var boðið í þáttinn og upptöku seinkað allavega tvisvar svo hentaði bæjarstjóranum að ræða við þann sem skorar hana á hólm. Hví ætti að henda þættinum út af dagskrá vegna þess að Ásgerður mætti ekki?
Er undarlegt í meira lagi - þessi þáttur hefði verið ákjósanleg leið fyrir sjálfstæðismenn á Nesinu til að bera saman í sjónvarpi tvo leiðtogakandidata sem berjast um að leiða listann í stað Jónmundar Guðmarssonar.
En gott er að þátturinn sé birtur á vef stöðvarinnar, eflaust munu margir horfa á hann og meta frammistöðu Guðmundar, þó betra hefði verið að Ásgerður hefði mætt.
![]() |
Þátturinn tekinn af dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.11.2009 | 00:04
ESB-útreið Samfylkingar - Jóhanna niðurlægð
Vinstristjórnin hefur með verkum sínum og forystu síðustu mánuði sýnt svo ekki verður um villst að henni er ekki treystandi fyrir því að verja hagsmuni Íslands og berjast fyrir þeim í viðræðum við erlend ríki. Hún hefur runnið á rassinn í hverju málinu eftir öðru og hefur orðið sér að athlægi með sleifarlegum vinnubrögðum og almennu forystuleysi.
Jóhanna Sigurðardóttir, ósýnilegi forsætisráðherrann á vaktinni, hefur verið niðurlögð svo fá dæmi eru um af starfsbræðrum hennar í Bretlandi og Hollandi. Brown og Balkanende láta ekki einu sinni svo lítið að svara bréfum hennar, virða hana ekki viðlits frekar en hún væri ekki til. Þvílík lítilsvirðing, en þarf þetta nokkuð að koma á óvart?
Hélt Jóhanna að með bréfaskriftum yrði komið á viðræðum við þessa menn og stjórnir þessara ríkja sem hafa níðst á Íslandi æ ofan í æ undanfarna mánuði - og komist upp með það! Jóhanna hefur ekki einu sinni þorað að fara út - með túlk auðvitað - og taka slaginn við mennina, ræða allavega við þá augliti til auglitis. Alveg lágmark!
Jóhanna hefur verið algjört flopp sem forsætisráðherra. Erlendu starfsbræður hennar bera enga virðingu fyrir henni, enda komist upp með að valta yfir hana aftur og aftur - og ekki átt erfitt með það. Enginn hefur varið hagsmuni Íslands með kjafti og kló. Þessari ríkisstjórn er ekki treystandi fyrir því verkefni altént.
![]() |
29% vilja ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2009 | 12:21
Vanhugsuð vitleysa
Með því að strjúka gerir hún svo væntanlega út af við alla möguleika á að fá landvistarleyfi. Væntanlega hefur hún viljað reyna allt að koma til landsins, en ekki alveg reiknað dæmið til enda hvað þá hugleitt það rökrétt. Stundum er betra að pæla aðeins í málunum áður en farið er af stað.
![]() |
Linda Björk komin aftur í varðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2009 | 17:01
Stuldurinn á Fangavaktinni
Þessi barátta kom vel fram áður með Torrent-síðuna. Þegar að fólk er orðið vant því að geta hlaðið niður efni vill það meira, þannig er það víst bara. Þetta er því erfið barátta, sumpart vonlaus. En nú reynir á málið fyrir dómstólum. Ekki fyrsta málið það tengt niðurhali á netinu. Þessi rimma verður varla minna spennandi en hinar.
En hvað varðar Fangavaktina sjálfa hefur hún allavega hlotið verðskuldaða athygli, hvort sem er meðal þeirra sem hala þáttunum af netinu, eða borga fyrir það með áskrift að Stöð 2. Fangavaktin er eins og fyrri Vaktarseríur vönduð og góð þáttaröð sem fylgir vel eftir fyrri ævintýrum Georgs, Ólafs Ragnars og Daníels.
Stjarna seríunnar er þó að mínu mati enginn þremenninganna heldur Björn Thors, sem á sannkallaðan stórleik í hlutverki Kenneths Mána, eða Ketils Mána eins og kommúnistinn sannkristni Georg Bjarnfreðarson kallar hann og hefur afskrifað hann sem Bandaríkjamann í ofanálag. Brill frammistaða.
Samt er ekki annað hægt en njóta snilldar Jóns Gnarr sem slær ekki feilnótu í túlkun sinni. Georg verður sífellt aumari tragedíupersóna eftir því sem kafað er dýpra í hann. Þessi karakter er einn af þeim sem allir elska að pirrast á, en er samt meistaralega skrifaður og Jón Gnarr fer á kostum.
![]() |
Fangavaktinni stolið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2009 | 07:33
Ætlar Kaupþing að senda þjóðinni fingurinn?
Vinnubrögðin í bönkunum vekja spurningar um hvort við höfum virkilega ekkert komist áleiðis á þessu ári - kosningar og rannsókn mála hafi ekki skilað sér í bankana. Breytingin er ekki sjáanleg - yfirlýsingar af því tagi sem Finnur Sveinbjörnsson kemur með vekja aðeins þann illa grun að við séum á sama reit og þegar allt hrundi.
Eitt er þó ljóst: þjóðinni verður misboðið ef á að bjóða upp á þau málalok að Jón Ásgeir haldi 60% eignarhluta í Högum og bankinn taki 40% - skuldunum verði svo skutlað mishratt af borðinu og öllu haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Annars átti Spaugstofan góðan leik um helgina með gríni sínu um félagsmálaráðherrann sem skutlaði skuldaklyfjum Jóns Ásgeirs yfir á strípaðan meðaljóninn með hókus pókus aðferðum. JÁJ stóð eftir fínpússaður og glansandi.
Kaldhæðnin náði þó hámarki þegar gert var grín af Hamrinum og þar kominn skyggni strákurinn sem spurði Jón Ásgeir sem sat úti í haga hvað hafi orðið um skuldirnar sem hann hafði verið með.
![]() |
Tugmilljarða afskriftir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2009 | 15:43
Hugrökk yfirlýsing hjá Lilju Mósesdóttur
Lilja gerir þetta með miklum sóma. Þeir sem hafa verið andvígir því að taka Icesave á sig hljóta að líta á Lilju sem hetju fyrir að þora að tala hreint út. Þessi yfirlýsing var afdráttarlaus, einkum hvað varðaði að hún ætlar ekki að láta valta yfir sig. Svo verður að ráðast hvort meirihluti er til staðar, reyndar hefur hann aldrei verið algjör í þessu lykilmáli og stjórnin því völt í sessi.
Yfirlýsing Lilju veikir enn frekar þessa vinstristjórn, sem hefur aldrei sérstaklega traust verið. Ekki kemur að óvörum að stór hluti þjóðarinnar efist í könnun um að hún lifi kjörtímabilið af. Vinstristjórnir hafa ekki beinlínis verið vænlegar til árangurs í Íslandssögunni.
Lilja sló reyndar tvær flugur í einu höggi í dag, bæði Icesave og Jóhönnu, en það mátti skynja mikla undirliggjandi reiði hennar í garð Jóhönnu Sigurðardóttur og mátti skilja sem svo að þar sé margt geymt en ekki gleymt eftir átök síðustu vikna.
![]() |
Getur ekki samþykkt Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2009 | 02:48
Sjálfstæðisflokkurinn nær lykilstöðu á ný
Óánægja þeirra sem kusu vinstriflokkanna í vor leiðir til þess að þeir vilja treysta Sjálfstæðisflokknum til verka. Horft er til Sjálfstæðisflokksins sem forystuafls að nýju. Þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum sem vildu taka áhættuna á vinstrisveiflu.
Í sjálfu sér eru þetta engin stórtíðindi. Ávallt þegar vinstristjórn hefur tekið við völdum hefur liðið skammur tími þar til hún missir allt úr höndum eða fólkið í landinu áttar sig á því að það á völ á betri valkosti.
Hálfu ári eftir alþingiskosningar er Sjálfstæðisflokkurinn að ná lykilstöðu sinni að nýju, bæði í umræðunni og í pólitískum átökum. Vinstristjórnin veikist dag frá degi.
Svona er staðan. Óánægjan með vinstrið leiðir til þess að kjósendur vilja annan valkost. Allir sjá hver hann er.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |