10.12.2009 | 01:49
Þjóðin vill eiga síðasta orðið um Icesave
Skilaboðin eru skýr. Forseti Íslands á erfitt verkefni fyrir höndum - hann verður að taka afstöðu til þess hvort þjóðin eigi að eiga síðasta orðið eða stjórnmálamenn. Sú afstaða ætti því varla að vera svo erfið þegar hann horfir til eigin orða í fjölmiðlamálinu árið 2004. Þá talaði hann skýrt til þjóðarinnar í yfirlýsingu frá Bessastöðum.
Hann hlýtur að vera sjálfum sér samkvæmur og horfa til eigin orða á þeim umbrotatímum þegar hann virkjaði sjálfur 26. greinina. Hann mótaði þá leikreglur sem hann getur ekki gleymt í þessu máli, þegar rúmlega 30.000 Íslendingar hafa krafist þjóðaratkvæðis um Icesave.
Augljóst er að gjá er milli þings og þjóðar í þessu risavaxna máli. Valkostir forsetans virðast einfaldir: vísa málinu til þjóðarinnar eða segja af sér embætti sé hann maður orða sinna, standi við eigin leikreglur frá árinu 2004.
Hann er algjörlega ómarktækur og gerir forsetaembættið ómerkilegt og óþarft á sinni forsetavakt ætli hann að reyna að skjóta sér undan eigin orðum frá árinu 2004.
![]() |
Meirihluti vill kjósa um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2009 | 13:27
Þráinn bjargar vinstristjórninni frá falli
Í raun má velta fyrir sér hversu sterkt umboð ríkisstjórnin hefur í Icesave-málinu eftir niðurstöðu gærdagsins þegar haldreipi hennar er óháður þingmaður framboðs sem lagðist gegn Icesave í kosningabaráttunni síðasta vor. Lífstrengur vinstristjórnarinnar er ekki sterkur þegar treysta þarf á minnihlutaþingmenn.
En þetta hefur svosem verið vitað mál mánuðum saman. Vinstristjórnin samdi um Icesave í júní án þess að hafa þingmeirihluta og hefur aldrei haft sterkt umboð í þinginu til verka. Atkvæðagreiðslur um málið þar sýna veikleikamerkin á verkstjórninni í málinu.
![]() |
Engin lokadagsetning í Icesave-málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2009 | 18:10
Ögmundur og Lilja fara gegn flokksaganum
Þau styrkjast pólitískt með því að standa í lappirnar meðan margir flokksfélagar þeirra þora því ekki. Þau fóru allavega ekki á hlýðninámskeiðið með Atla Gíslasyni, sem var sendur í frí til að þurfa ekki að kjósa um Icesave.
Lágkúrulegt.
![]() |
Meirihluti samþykkti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2009 | 03:03
Forsetinn stingur af frá Icesave
Augljós þjóðarvilji er fyrir því að stjórnmálamenn eigi ekki síðasta orðið í þessu máli. Þessi forseti sagði forðum að gjá væri milli þings og þjóðar. Hún er sannarlega til staðar í þessu umdeilda máli, mun frekar en í því máli sem hann talaði um. Þessi forseti er óttalega lítill karl ef hann er ekki samkvæmur sjálfum sér og tekur sömu afstöðu og fyrir fimm árum.
En sennilega er hann flúinn, stingur af frá Icesave - til þess að þurfa ekki að standa við fyrri yfirlýsingar um gjána margfrægu. Kannski er málið einmitt það að forsetinn er fallinn í gjána sjálfur.
![]() |
Ágreiningurinn leystur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2009 | 18:37
Var Atli Gíslason sendur á hlýðninámskeið?
Engu er líkara en Atli hafi verið sendur á hlýðninámskeið - svona til að hann færi nú ekki að gera einhverja vitleysu. Kannski er það líka eina leiðin til að greyið verði ráðherra eða fái einhverja bitlinga, en hann hefur hingað til setið hjá í þeim efnum.
Raunalegt fyrir alla hlutaðeigandi. Lítur út eins og karlgreyið hafi verið tekinn úr umferð meðan Icesave er rætt, er á viðkvæmum tímapunkti í þinginu.
![]() |
Atli í leyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.12.2009 | 01:13
Stöð 2 slær af Kryddsíldina og fréttaannálinn
Ég heyrði það í dag að fréttastofa Stöðvar 2 hefði ákveðið að slá af Kryddsíldina, áramótaþáttinn með formönnum stjórnmálaflokkanna, og fréttaannálinn, á gamlársdegi, að þessu sinni. Kryddsíldin var vettvangur mikilla láta fyrir tæpu ári þegar mótmælendur, sem ansi margir nefndu skríl, réðust á Hótel Borg til að reyna að klippa á þáttinn og komast inn í salinn til formannanna.
Sigmundur Ernir, sem þá var svo áhyggjufullur stjórnandi yfir borðhaldi með síld og bjór, varð á árinu þingmaður Samfylkingarinnar, eins og flestir muna og fjarri góðu gamni, en hann var stjórnandi þáttarins í fjöldamörg ár.
Þó kryddsíldin hafi verið umdeild fyrir ári hefur hún þó verið fastur liður í áramótauppgjörinu - flestir horfðu á þáttinn. Ekkert áramótauppgjör verður því á Hótel Borg á þessum gamlársdegi af hálfu Stöðvar 2.
Væntanlega er þetta bara sparnaður hjá illa stöddu fyrirtæki. Undarlegt er þó að fréttastofa hafi ekki meiri metnað en svo að slá bæði af áramótaþátt sinn og fréttannál á áramótum.
Ekki mikill metnaður á þeim bænum.
5.12.2009 | 23:58
Jólatöfrar
Uppáhaldsjólalagið mitt er lagið um hvítu jólin eftir Irving Berlin. Enginn syngur það eins fallega og söngvarinn Bing Crosby, sem söng það fyrst í kvikmyndinni Holiday Inn árið 1942 og síðar í samnefndri mynd árið 1954 og gerði það heimsfrægt.
Enn í dag er það vinsælasta lag sögunnar, mest selda lagið. Eina lagið sem hefur komist nærri því er Candle in the Wind - 1997-útgáfan til minningar um Díönu prinsessu.
Vel við hæfi að hlusta á Bing syngja eitt sitt frægasta og goðsagnakenndasta lag. Þetta ætti að koma öllum í jólaskapið, þetta eina og sanna.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2009 | 23:58
Sukkuð vinnubrögð - þarfar uppljóstranir
SMS-skilaboðin á milli Þorsteins Ingasonar og Finns Ingólfssonar, fyrrum ráðherra og seðlabankastjóra, eru merkilegt innlegg í umræðuna - gefa til kynna skjalafals á æðstu stöðum í Kaupþingi. Kannski ekki mesta uppljóstrun síðustu vikna, hvorki innan eða utan þessa vefs, en ágætis innsýn í vinnubrögðin bakvið tjöldin.
Efa ekki að brátt munu mikilvæg skjöl fara að leka. Öll bíðum við svo eftir rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem vonandi verður tappað af ólgunni og óánægjunni meðal landsmanna. Allir bíða eftir skýrslunni og vona að hún verði ekta uppgjör. Upphaf á nýjum tímum.
Án uppgjörs á fortíðinni verður erfitt að horfa til framtíðar og hugsa um nýja tíma í samfélaginu.
![]() |
SMS skilaboð til Finns birt á Wikileaks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2009 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2009 | 18:32
Sjúkur veruleiki
Sjúkt.
![]() |
Hátt skuldahlutfall hjá 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 12:14
Tvískinnungur Steingríms J. gagnvart lýðræðinu
Þennan afleita samning Svavars Gestssonar og vinstri grænna? Ekki virðist Steingrímur J. vilja leggja í þennan slag, kannski ekki undarlegt miðað við stöðuna þar sem málið er í sjálfheldu og engar líkur á að það komist í gegn nema með því að nauðga lýðræðinu.
Þetta er samt algjör tvískinnungur hjá Steingrími J. Sigfússyni. Hann hefur í þessu stjórnarsamstarfi breyst í pólitíska hryggðarmynd, stjórnmálamann sem hefur svikið öll sín loforð, allar sínar hugsjónir og pólitíska sannfæringu fyrir völdin - hann er orðinn valdagráðugt grey.
Sorglegt eintak af þeirri týpu sem hann gagnrýndi sjálfur áður. En það er svosem í takt við margt annað. En ein spurning: hvernig getur VG verið trúverðugt með leiðtoga sem er þegar farinn að vinna gegn sjálfkrafa kosningu um stórmál?
Væri ekki ágætt að þeir myndu sjálfir fara að standa við það sem þeir hafa gasprað um árum saman og sjálfir lagt á ráðin með? Þó ekki henti þeim pólitískt að láta reyna á lýðræðið.
En það er svona að andskotinn hittir stundum ömmu sína.
![]() |
Sum mál henta ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 08:23
Stjórnarandstaðan stendur vaktina gegn Icesave
Sumir tala um málþóf í þinginu. Ekki er óeðlilegt að stjórnarandstaðan standi vaktina sameinuð og taki slaginn. Enda eðlilegt að ræða málið fram og til baka, einkum þegar þingmenn stjórnarmeirihlutans vilja ekki eiga orðastað við stjórnarandstæðinga. Þá dugar ekkert annað en alvöru vinnubrögð í slíkri stöðu. Það gerist nú í þinginu. Enda á stjórnarandstaðan ekki að sitja og standa eins og stjórnarparið vill, þó það fari í taugarnar á Þorláki þreytta frá Gunnarsstöðum.
Reyndar er það skondið að þeir tali með hneykslan um málþóf sem staðið hafa í ræðustól klukkustundum saman og talað gegn stórum málum. Forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir á enn ræðumetið í þinginu, talaði klukkustundum saman gegn húsnæðislagafrumvarpi Páls Péturssonar fyrir rúmum áratug. Það met verður ekki slegið af þessari stjórnarandstöðu, enda komin ný þingsköp til sögunnar.
Vinstri grænir eru allt í einu orðnir settlegir og þægir - sú var tíðin að þeir börðust gegn núverandi þingsköpum því ekki mætti stytta ræðutíma stjórnarandstöðu, til að hún gæti veitt nauðsynlegt aðhald í þingumræðunni. Þau rök eru löngu gleymd, enda helstu kjaftaskarnir þar komnir með dúsu upp í sig á ráðherrabekkjunum eða eru orðnir eins og hundar nýsloppnir af tamninganámskeiði.
![]() |
Fundi frestað á sjötta tímanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 18:05
Mikilvægt að hreinsa út í bönkunum
Þrátt fyrir hrun, mótmæli og stjórnarskipti er eins og tíminn hafi staðið í stað í bönkunum. Sama spillingin og sukkið heldur áfram með nýjum yfirmönnum, eða oftar en ekki yfirmönnum sem voru millistjórnendur eða þátttakendur í gamla sukkinu. Hið nýja er ekki skárra, öðru nær.
Taka þarf til, trúverðugleikinn er löngu farinn og það þarf að gefa fólki trú og von um að nýjir tímar tákni ný vinnubrögð en ekki meira af gamla sukkinu.
![]() |
Finnur Sveinbjörnsson hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2009 | 00:59
Ómerkileg aðför Steingríms að þingræðinu
Engu líkara er en Steingrímur hafi snúist í marga hringi hjá Samfylkingunni, hann er eins og umsnúningur - skuggi þess háværa manns sem forðum var í stjórnarandstöðu. Prinsippin eru löngu gleymd og hvað varð um hugsjónirnar?
En svona orðaval um Alþingi eru til skammar. Þeir eru ósköp litlir karlar sem svona tala. Nær væri hinsvegar að velta fyrir sér hvort ríkisstjórnin sé vandanum vaxin. Hún er í tómu tjóni.
![]() |
Fjáraukalög rædd á þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |