22.8.2008 | 20:19
Íslensk þjóðhátíð - gullin gleðivíma

Þjóðhátíðarbragurinn, stoltið og krafturinn, hefur aldrei verið meiri hjá þjóðinni. Gerist ekki betra en þetta, held ég. Nema þá auðvitað ef strákunum tekst að vinna gullið. Veit satt best að segja ekki hvernig stemmningin yrði á sunnudag ef það gerist. Mun allt fara á hvolf af sæluvímu.
Hvernig er hægt að fagna eiginlega þegar þjóðhetjurnar koma heim? Er ekki málið að hafa allsherjar útihátíð með öllu sem til þarf. Við erum svo óvön að fagna alþjóðlegum sigrum og verðlaunum að reynsluna skortir allverulega. En nú er tækifærið að móta einhverja hefð í því. Enda er þetta auðvitað bara fyrsta alvöru hnossið í boltanum á alþjóðavettvangi.
Hvernig er það annars með Geir og Þorgerði. Ætla þau ekki að lýsa daginn sem strákarnir koma heim sem allsherjar frídegi landsmanna og skipuleggja samhenta þjóðargleði? Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að öskra af gleði og fagna af krafti er það nú.
![]() |
Sköpunarkraftur af öðrum heimi" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 17:38
Beðið eftir Obama - varaforsetaefnið kynnt í dag
Barack Obama mun svipta hulunni af varaforsetaefni sínu á næstu klukkustundum. Hann hefur tekið ákvörðun en lætur fjölmiðlana engjast í biðinni og nýtur sviðsljóssins. Pressan bíður spennt eftir því að valið verði opinberað, en svo mikil spenna er reyndar í loftinu að CNN hefur beina útsendingu frá heimilum allra líklegustu varaforsetaefnanna á vefsíðu sinni, þeir eru greinilega við öllu búnir þegar tilkynningin kemur.
Obama brýtur blað í bandarískri stjórnmálasögu með því að opinbera varaforsetavalið í tölvupósti til allra þeirra sem eru á póstlista hans, en ekki á kosningafundi í lykilríki í kosningabaráttunni, nú þegar rúmir 70 dagar eru til kjördags. Þetta er til marks um hina nýju tíma þar sem netið skiptir öllu máli, mun frekar en gamaldags trix baráttu fyrri tíma. Nýstárlegt og flott - segir allt sem segja þarf um hvort sé mikilvægara nú, netið eða gömlu góðu kosningafundirnir.
Fjölmiðlarnir vestanhafs velta helst fyrir sér Bayh, Biden og Kaine sem valkostum, rétt eins og ég gerði í pistli hér á vefnum í gær. Enda eru þeir traust veðmál. Eftir því sem liðið hefur á daginn hafa vangaveltur um Chet Edwards, fulltrúadeildarþingmann í Texas (reyndar fyrir heimahérað Bush forseta), hinsvegar aukist. Er sagður vera líklegur valkostur. Kemur fjölmörgum á óvart, enda Edwards fjarri því þekktur og gæti orðið áhugavert val einkum vegna þess. Auðvitað verða það stórtíðindi ef hann verður valinn, umfram þremenningana.
Obama hefur þegar hringt í alla sem komið hafa til greina á síðustu vikum og tilkynnt þeim niðurstöðuna. Þrátt fyrir það hafa Biden, Kaine og Bayh verið eins og pókerfés og látið á engu bera, þó þeir viti niðurstöðuna. Fannst þó Bayh brosa ansi breitt reyndar, veit ekki hvort það bendir til þess að hann verði varaforsetaefnið.
Skráði mig áðan á þennan margfræga póstlista og bíð því eftir niðurstöðunni eins og aðrir. Verður áhugavert að sjá hvað Obama gerir eftir biðina löngu, hvern hann velur. En mikil verður nú sæla fjölmiðlanna þegar að þeir losna úr þessari spennu sem hefur verið svo áberandi í allri umfjöllun þeirra síðustu daga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2008 | 15:22
Heillandi Dorrit - stórasta landið í öllum heiminum
Flott hjá Dorrit.
![]() |
Þegar Dorrit veifaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2008 | 14:28
Traustur sigur strákanna - gullna stundin í augsýn

Landsliðið hefur með glæsilegri framgöngu sinni í Peking sýnt okkur að allt er hægt og ekki er útilokað að ná ólympíugullinu. Á góðum degi eigum við alveg að geta skellt Frökkum. Annars er mér svosem sama. Þetta er þegar orðin sögulegur árangur, einn sá glæsilegasti í sögu íslenskra íþrótta og allt er að vinna. Ekki er hægt að verða fyrir neinum skelli úr þessu.
Guðmundur þjálfari og strákarnir hafa fært þjóðinni ógleymanlega sæludaga á síðsumri. Fyrir mótið voru svo margir vissir um að þetta yrði enn einn bömmerinn og allt færi á versta veg. Í dag rústuðum við Spánverjunum og hefðum getað tekið þetta með tólf til þrettán mörkum. Spánverjar áttu aldrei vonarneista í þessum leik. Íslenska landsliðið var með þetta í hendi sér og var of gott fyrir bronsleikinn.
Nú er hægt að fara alla leið... vonandi tekst strákunum það. En sama hvað gerist á sunnudag, þetta er gullið augnablik. Þetta eru miklar hetjur. Þjóðin fylgir þeim alla leið og þeir verða hylltir sem sannar þjóðhetjur þegar þeir koma með gullið eða silfrið eftir helgina heim.
![]() |
Ein stærsta stund í íslenskri íþróttasögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 13:14
Þvílík spenna í Peking - medalía í sjónmáli

Leikmennirnir hafa staðið sig vel í leiknum og gott að vera yfir í hálfleik. Gott veganesti fyrir síðari hálfleikinn. Strákarnir geta alveg tekið þetta ef þeir virkilega vilja og hungrar í árangur. Þetta er allt í seilingarfjarlægð og nú veltur á þeim hvort þeir halda þetta út.
En þjóðin er klárlega með strákunum. Man ekki eftir þjóðinni svona samstilltri að fylgjast með íþróttaviðburð í háa herrans tíð. Í dag eru allir handboltaáhugamenn par excellance, þó þeir hafi kannski aldrei haldið út að horfa á heilan handboltaleik. Magnað augnablik.
Áfram strákar!
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2008 | 12:11
Gott skref tekið í Ramses-málinu
Held að Ramses-málið sé dæmi um mál þar sem almenningur rís upp og tjáir sína skoðun og stjórnmálamenn hlusta á. Ekkert nema gott um það að segja að Ramses fái annað tækifæri í kerfinu.
![]() |
Mál Ramses tekið fyrir á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 10:01
Kommarnir í Peking hrósa Ólafi Ragnari

Ég skil ekki hvað Ólafur Ragnar er að gera í Peking, í sannleika sagt, annað en njóta sviðsljóssins. Forseti Íslands hefur aldrei áður farið á Ólympíuleika og tekið þátt í þeim, en nú velur íslenska forsetaembættið Peking-leikana sem þá fyrstu og setur furðulegt fordæmi, hvað svo sem síðar verður. Annars verður fróðlegt að sjá hvort eftirmaður Ólafs Ragnars eftir fjögur ár muni fara á leikana í London.
Mér finnst þetta vafasöm tenging við umdeild stjórnvöld og undrast ákvörðun Ólafs Ragnars um að fara. En kannski vildi hann fá þessi lofsorð ráðamannanna í Peking, hver veit.
![]() |
Forsetar Íslands og Kína á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 01:52
Er hið rökréttasta sanna lausnin á ráðgátunni?

Veit ekki hvort að þessar uppljóstranir rannsóknaraðila slá svosem nokkuð á alla þá aðila á veraldarvísu sem hafa ekki hugsað um annað í mörg ár en hvað hafi gerst og reynt að gera allar skynsamlegar raddir um atburðarásina ótrúverðugar og sá efasemdum og tortryggni. En verður nokkru sinni hægt að sameinast öll sem eitt um atburðarás þess sem gerðist þennan dag sama hversu augljósar staðreyndirnar eru?
Man eftir því að ég lenti einu sinni í afmælisveislu fyrir nokkrum árum þar sem þetta var liggur við eina umræðuefnið. Þvílíkt augnablik. Ég var orðinn ringlaðri en stuðningsmenn F-listans þegar samræðunum lauk, auðvitað án niðurstöðu. En ég held að þarna sé nú hægt að finna skynsamlegan flöt á niðurstöðu.
En munu þeir sem hafa eytt sjö árum í að kynda undir absúrd-veruleika tengdum 11. september 2001 hætta að velta þessu fyrir sér nú? Sennilega er það jafnlíklegt og þeir Ólafur F. og Jón Magnússon mæti saman í Kvöldgesti hjá Jónasi.
![]() |
Ráðgátan leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 00:14
Frábær frammistaða hjá Hönnu Birnu í kvöld
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, stóð sig mjög vel í spjallþáttum kvöldsins, talaði af myndugleika, skýrt og án nokkurra málalenginga sem einkennt hefur síðustu borgarstjóra. Sérstaklega fannst mér hún eiga frábæra frammistöðu í Kastljósi. Þorfinnur og Helgi komu báðir með erfiðar spurningar og ætluðu að sækja að henni en höfðu ekki erindi sem erfiði í því.
Hanna Birna er hörkutól, ákveðin og einbeitt og það sást vel í þessum viðtölum að hún ætlar hvergi að hika. Talar mannamál. Auðvitað hefur vantað í borgarmálunum að hafa fókusinn einbeittan. Málefnin hafa horfið í skuggann á öllum sviptingunum en ég er þess fullviss að þegar rykið sest og farið verður að vinna eftir þeim málefnum sem mikilvægust eru muni meirihlutinn verða traustur og hann sitji út kjörtímabilið.
Stóra spurningin er hvort Hanna Birna muni festa sig í sessi sem borgarstjóri út kjörtímabilið og verða sterkur leiðtogi sjálfstæðismanna í aðdraganda næstu kosninga. Ef hún heldur áfram af sama krafti og einkenndi viðtölin í kvöld held ég að sjálfstæðismenn nái að fóta sig að nýju eftir vandræðaganginn í leiðtogatíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og eiga sér nýtt upphaf þrátt fyrir allt.
Enn er mjög langt til kosninga og erfitt að spá nokkru um hvað 20 mánuðir í pólitík bera í skauti sér. Það miklar sviptingar hafa orðið á tíu mánuðum að vonlaust er að segja til um hvernig landið liggur eftir 20 mánuði. En hinsvegar held ég að Hanna Birna muni standa sig. Með myndun nýs meirihluta hefur hún markað sjálfri sér stöðu á eigin forsendum og virðist ætla að vinna sín verk af krafti.
![]() |
Lyklaskipti í Ráðhúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2008 | 21:24
Hvern velur Barack Obama sem varaforsetaefni?

Tilkynnt var síðdegis að Obama hefði tekið ákvörðun um valið en það yrði ekki gert opinbert strax. Bandarískir fjölmiðlar hafa fjallað það vel um valkosti Obama að þeir eru flestir orðnir vel kunnir, meira að segja þeim sem ekki þekkja vel til bandarískra stjórnmála. Þar hefur biðin verið löng og erfið og teygð í gegnum gúrkutíðina allt frá því Obama náði útnefningunni formlega í júníbyrjun. Hann hefur þó staðið allt tal fjölmiðlanna af sér og fikrað sig nær ákvörðun.
Eins og staðan er núna eru þrír taldir líklegri en aðrir til að ná útnefningunni. Mest er talað um Tim Kaine, ríkisstjóra í Virginíu, Joe Biden, öldungadeildarþingmann frá Delaware, og Evan Bayh, öldungadeildarþingmann frá Indiana. Traustustu veðmálin þar á ferð. Enn er þó hávær orðrómur um þann fjarlæga möguleika að Hillary Rodham Clinton, keppinautur Obama í hinni sögulegu forkosningabaráttu, verði fyrir valinu, á meðan margir sem vilja konu tala um Kathleen Sebelius, ríkisstjóra í Kansas.
Bayh, Biden og Kaine eru mjög ólíkir valkostir, hafa allir trausta styrkleika en líka áberandi veikleika í stöðunni fyrir Barack Obama. Förum yfir þá.

+ Með mikla og víðtæka þekkingu, einkum í utanríkismálum, er formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar og komið til greina sem utanríkisráðherra fyrir demókrata. Verið þingmaður í öldungadeildinni fyrir Delaware síðan Obama var tólf ára, árið 1973. Enginn efast um víðtæka reynslu hans og á hann er hlustað. Er þungavigtarmaður sem myndi færa Obama styrkleika í lykilmálaflokkum, sem honum vantar sárlega.
- Verið mjög lengi hluti af valdakerfinu í Washington, verið þar í innsta hring í hálfan fjórða áratug, síðan í forsetatíð Richards Nixon, og talinn táknmynd liðinna tíma af sumum, þó hann sé traustur að mörgu leyti. Gæti skaðað boðskap Obama um breytingar í DC. Er talinn lausmáll og gæti gefið höggstað á sér og framboðinu. Delaware hefur aðeins þrjá kjörmenn og skiptir ekki máli í kjörmannapælingum. Hefur ekki unnið undir stjórn annarra í marga áratugi. Er sex árum yngri en McCain, 66 ára síðar á árinu.

+ Traustur valkostur í tæpri baráttu, unglegur og myndarlegur en samt hokinn af reynslu; verið í öldungadeildinni frá 1997 en þar áður ríkisstjóri í Indiana tvö tímabil. Studdi Hillary í forkosningaferlinu og tryggði henni nauman sigur í Indiana og gæti leikið lykilhlutverk í að græða sárin milli fylkinganna, sem enn eru til staðar. Með trausta stöðu í miðvesturríkjunum sem munu jafnvel ráða úrslitum. Gæti fært Obama sigur í Indiana, ellefu kjörmanna fylki sem repúblikanar hafa unnið í öllum kosningum frá 1936, nema einum, auk þess leikið lykilhlutverk í Ohio og Iowa. Myndi ekki skyggja á Obama.
- Studdi innrásina í Írak og allar helstu ákvarðanir Bush-stjórnarinnar í hinu umdeilda stríði áður en það hófst og á fyrstu stigum þess. Hefur ekki gengið í takt með Obama í málefnum Írak allt frá upphafi og gæti valið á honum vakið spurningar um hvort þeir séu samstíga og sammála í utanríkismálum. Gæti talist litlaus þrátt fyrir stjörnusjarmann og einum of fyrirsjáanlegur kerfiskarl. Verið í öldungadeildinni í rúman áratug og myndi fúnkera illa með breytingamaskínu Obama.

+ Er ekki hluti af innsta valdakerfinu í Washington og myndi tóna vel með Obama sem upphafsmaður nýrra tíma í höfuðborginni, myndi ljá breytingamaskínu Obama nýjan og leiftrandi kraft. Sem ríkisstjóri Virginíu gæti hann fært Obama sigur í fylkinu, sem demókrati hefur ekki unnið síðan Lyndon B. Johnson var kjörinn árið 1964 og hefur verið traust vígi repúblikana áratugum saman. Var fyrsti ríkisstjórinn sem lýsti yfir stuðningi við Obama utan Illinois.
- Situr sitt fyrsta kjörtímabil sem ríkisstjóri og hefur því litla pólitíska reynslu líkt og Obama. Hefur jafnan verið talið mikið veikleikamerki í bandarískum stjórnmálum að í forsetaframboði saman séu tveir menn á fyrsta tímabili. Hann gæti veikt framboðið í miðvesturríkjunum jafnmikið og hann myndi styrkja það í Virginíu, einu því mikilvægasta. Of lítið þekkt andlit til að fara með lítt reyndum forsetaframbjóðanda alla leið á sjötíu mikilvægum dögum.
Fínt að velta þessu fyrir sér. Hef verið viss um það frá upphafi að Obama myndi velja Bayh eða Biden. Þeir eru það traustir valkostir að það liggur beinast við. Sérstaklega er mjög áberandi hvað Bayh er traustur valkostur, varla er veikan blett á honum að finna. Hann hefur svo margt sem Obama vantar í þessum kosningum, auk þess þann sjarma og kraft sem honum vantar án þess þó að skyggja á hann.
Enn er talað um Hillary, skiljanlega. Kannanir sýna að rök hennar í baráttunni fyrir stuðningi ofurfulltrúanna í forkosningaslagnum eru að verða napur veruleiki. Obama var ekki sá draumavalkostur sem talið var lengstan part vetrarins og hann hefur mikla veikleika. Auk þess er blaðran sprungin og hann er ekki eins öflugur Messías eins og í byrjun ársins, áður en Wright-málið skall á. Allt sem Hillary sagði gegn honum hefur ræst og gott betur en það.
Auðvitað væri það traustast fyrir Obama að velja Hillary. Hún myndi færa honum fylgi sem sárlega vantar, með því yrði samstaða flokksins tryggð og Obama fengi trausta uppsveiflu. Hinsvegar myndi Hillary skyggja mjög á Obama, sem hefur veikst mjög í sumar, og gæti í raun tekið forystuhlutverk í framboðinu sem varaforsetaefni. Það er sem eitur í beinum Obama-hjónanna sem vilja upplifa sitt augnablik.
Svo tala sumir um Kathleen Sebelius. Það mun ekki gerast að hún verði valin, tel ég. Þá myndi Obama stuða allar konurnar sem börðust nótt og dag fyrir Hillary og hún yrði söguleg áminning um að vera konan sem fékk sess Hillary á þessu sögulega kosningaári. Er gjörsamlega dæmt til að mistakast og springa framan í Obama, eins frambærileg og Sebelius annars er.
Eitt er víst; Obama mun reyna að stuða sem fæsta með valinu, nógu veikur er hann nú samt. Því er langlíklegast að hann velji reyndan mann með sér og þar standa eftir aðeins Bayh og Biden. Finnst líklegra að hann velji Bayh. Hann er ungur og sjarmerandi en samt með mikla reynslu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2008 | 14:52
Umdeilt ársleyfi Gísla Marteins - rétt eða rangt

Gísli Marteinn verður að standa og falla með eigin ákvörðunum. Telji hann sig geta þetta verður á það að reyna. Mér finnst óeðlilegt að dæma hann fyrir þetta áður en sést hvort hann telur sig geta sinnt verkum samhliða þessu eða hann meti það ómögulegt. Engin reynsla kemur á það fyrr en reynir á almennilega. Ég velti því þó fyrir mér hvort þetta sé hægt, mikið verður að leggja á sig til að það gangi upp og ágætt að reynsla komi á það.
Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fór í nám til Englands fyrir fjórum árum sat hún sem borgarfulltrúi. Hún kallaði ekki til varamann nema þrisvar á því tímabili held ég, en hún var oddaatkvæði meirihluta R-listans og hagaði þessu eins og henni þótti rétt. Mér finnst það svolítið sérstakt að heyra þá sem vörðu, eða fannst ekkert að því, námsleyfi Ingibjargar Sólrúnar ráðast að Gísla Marteini vegna þess hins sama. Borgarfulltrúar hafa setið á þingi samhliða þeim verkefnum sem þeir sinna á vettvangi borgarinnar og dæmi um að þeir sinni öðrum verkefnum úti í bæ með.
Kannski er ágætt að fá þessa umræðu upp á yfirborðið, burtséð frá því hvað okkur þykir um Gísla Martein sem persónu eða stjórnmálamann. Enginn getur metið þetta nema sá sem um ræðir. Gísli Marteinn er ofarlega á lista Sjálfstæðisflokksins og sóttist eftir leiðtogastöðunni fyrir síðustu kosningar. Mér finnst ekki óeðlilegt að hann sé annar varaforseti borgarstjórnar mæti hann á fundina yfir höfuð. Það leiðir af sjálfu sér að fyrst hann situr fundina gefur hann kost á sér til verkefna á fundinum.
Hinsvegar má spyrja sig að þeirri spurningu hvort sveitarstjórnarmenn eða þingmenn eigi aðeins að festa sig í því sem þeir gera á þeim stað og setja eigi einhver afgerandi mörk á setu kjörinna fulltrúa. Námsleyfi myndi þýða fjarveru að öllu leyti á þeim tíma. Þá myndu fleiri en Gísli Marteinn finna fyrir því, svo mikið er víst.
![]() |
Gísli Marteinn fær launahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.8.2008 | 12:58
Til hamingju Hanna Birna

Ég hef verið sannfærður um það síðan ólgan hófst um REI-málið síðasta haust að Hanna Birna ætti að verða borgarstjóri og taka við forystu Sjálfstæðisflokksins. Betur hefði farið á því ef þau kaflaskipti hefðu orðið fyrr en raun bar vitni. Þá hefði margt farið á annan veg og þetta leiðinlega tímabil orðið mun styttra en varð.
En nú hefur Hanna Birna loksins tekið við borgarstjóraembættinu og ég tel að það muni allir taka eftir breytingunni þegar leiðtogi með traust pólitískt umboð og bakland tekur við. Ekki er hægt að bjóða borgarbúum upp á annað. Kjör Ólafs F. Magnússonar í janúar voru pólitísk mistök í boði forystu Sjálfstæðisflokksins.
Hef þekkt Hönnu Birnu lengi og veit hversu öflug hún er. Borgarbúar munu finna vel fyrir því á næstunni að nú hefjast nýir tímar.
![]() |
Hanna Birna kjörin borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.8.2008 | 10:56
Hverju eru ungliðarnir að mótmæla?

Fyrir 210 dögum, þegar Ólafur F. Magnússon var kjörinn borgarstjóri var talað um að maður án umboðs hefði hlotið kjör og það væri ábyrgðarhluti að framboð með 10% úr kosningum fengi embættið. Á þeim forsendum var mótmælt fyrst og fremst og púað á Ólaf F. og þá sem tryggðu honum kjör. Nú er Ólafur F. farinn og greinilega minna púður í mótmælunum, enda eru allar aðstæður aðrar og staðan hefur breyst. Enda eru greinilega mun færri að mótmæla. Ekki er hægt að reyna þetta aftur.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, leiðtogi stærsta flokksins í borgarstjórn, tekur nú við embætti borgarstjóra. Hún og Ólafur F. eiga fátt sameiginlegt, enda hafði fráfarandi borgarstjóri ekkert traust pólitískt bakland. Umboð hennar er traust og afgerandi. Ekkert er eftir í mótmælunum nema sorrífílingur yfir því að hafa nú ekki náð völdum sjálfur. En fagna ekki flestir borgarstjóraskiptum og því að leiðtogi með traust pólitískt bakland taki við? Var ekki það sem mótmælendur vildu í janúar?
Ég veit ekki betur en klækjaspil minnihlutaflokkanna tveggja hafi verið algjört. Er nokkur orðinn hvítþveginn engill í þessum glundroða? Varla. Myndaður var meirihluti fyrir tíu mánuðum, þau komust til valda við aðstæður sem þau svo sjálf gagnrýndu síðar, og þau reyndu allt sem þau gátu í stöðunni til að hafa Óskar Bergsson með sér. Auðvitað vildu þau komast til valda, voru meira að segja til að mynda meirihluta með varamanni án þess að nokkuð væri ljóst um aðalmanninn. Farsinn var algjör.
Varla hefur nokkur geislabaugur verið yfir minnihlutanum í þessu spili öllu. Þar voru klækjastjórnmál á ferð. Enda er enginn heilagur í þessu tafli. Allir hafa verið við völd og ráðið ferðinni og flestir hafa náð að taka hringinn í loforðum og svikum. Enginn er saklaus af því. En auðvitað er sárt að hafa ekki náð völdum nú. Eflaust eru þau að mótmæla því að ekki tókst að halda í Óskar Bergsson.
![]() |
Mótmælt fyrir utan ráðhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 17:39
Spánverjar skulu það vera á föstudag

Þvílík handboltastemmning yfir þjóðfélaginu. Man ekki eftir öðru eins árum saman. Meira að segja helstu anti-sportistarnir eru farnir að velta fyrir sér handboltanum og vakna fyrir allar aldir til að horfa á handboltann, hverfa inn í kínverskan tíma. Frekar fyndið, en samt mjög skiljanlegt.
Allir vilja fylgjast með þegar vel gengur og nú er sannarlega blómatími í handboltanum - árangurinn fer ekki fram hjá neinum og allir vilja að sjálfsögðu taka þátt í því magnaða augnabliki.
![]() |
Íslendingar mæta Spánverjum í undanúrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.8.2008 | 14:50
Ferðalag í einræðið - á Þorgerður að fara til Kína?

Ef svo fer að við vinnum undanúrslitaleikinn og spilum um gullverðlaunin er það mikilvægt augnablik fyrir ráðamenn væntanlega að geta verið á svæðinu og hvatt liðið áfram. Ég sá að Ólafur Ragnar og Dorrit eru komin til Peking og þau böðuðu sig í sviðsljósinu með liðinu eftir sigurinn gegn Pólverjum í morgun. Væntanlega vill menntamálaráðherrann gera slíkt hið sama í leikjunum sem framundan eru á föstudag og sunnudag.
Mér finnst mannréttindaáherslur skipta miklu máli og var andsnúinn því að Þorgerður Katrín færi til Kína á setningarathöfnina. Finnst afleitt að Ólympíuleikarnir séu haldnir í einræðisríki og finnst mikilvægt að taka þá afstöðu og sýna hana í verki. Hvað varðar ferð til að fylgjast með þessum leikjum er ég eiginlega sama sinnis. Mér finnst hægt að senda liðinu góðar óskir og notalegheit án þess að vera á svæðinu.
Annars er þetta og verður matsatriði þeirra sem gegna embættum. Þó finnst mér Þorgerður Katrín eiga meira erindi á þessa leika sem ráðherra íþróttamála en forseti Íslands, en mér skilst að hann sameini ferðina á leikana för á einhverja loftslagsráðstefnu, en meira en hálf yfirlýsing hans um Ól-ferðina snerist um að segja hvað væri nú mikilvægt að fara á þá ráðstefnu.
Hitt er svo annað mál að afleitt er að koma málum svona fyrir með því að staðsetja mikilvægustu íþróttahátíð sögunnar í einræðisríki. Auðvitað á það ekki að geta gerst.
![]() |
Íhugar að fara aftur út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2008 | 10:18
Glæsilegur sigur á Pólverjum í Peking

Íslenska landsliðið vann heldur betur glæsilegan sigur á pólska liðinu í morgun og sýndi hvað það getur gert. Öll vorum við í vafa um hvað myndi gerast í leiknum eftir hinn slappa leik við Egyptana þar sem rétt marðist að ná jafntefli gegn botnliði riðilsins. En strákarnir slógu á allar vafaraddir og tóku þetta með glans í morgun.
Veit ekki hvort verðugt sé að gera sér miklar væntingar um medalíu á þessum Ólympíuleikum. Allt er þó hægt ef viljinn er fyrir hendi og séu strákarnir nógu hungraðir í árangur geta þeir þetta. Þeir hafa sýnt það með sigrinum á bæði Rússum og Þjóðverjum, sem voru undirstaða góðs árangurs, og sigrinum í morgun.
Í leiknum gegn Egyptum var vörnin í molum og liðið mjög brothætt. Í fyrri hálfleiknum í morgun fór liðið hinsvegar á kostum og brilleraði í sókn, vörn og markvörslu, sýndi mun betri takta og lagði grunn að sigrinum. Svona á að gera þetta, strákar.
Björtu dagar landsliðsins eru gleðidagar allrar þjóðarinnar. Við finnum það öll þegar gengur svona vel. Þá verður öll þjóðin mestu handboltaspekingar norðan alpafjalla. Mikið væri það nú gaman ef liðinu tekst að ná verðlaunasæti á Ólympíuleikunum, það sem mistókst í Barcelona 1992.
![]() |
Ísland í undanúrslit á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2008 | 22:13
Lottóvinningurinn fer á góðan stað
Óska vinningshafanum til hamingju og vona að þeim gangi vel að höndla vinningsupphæðina og það sem henni fylgir. Kannski er best að fagna slíku einn með sínum nánustu frekar en sleikja upp umfjöllun í öllum fjölmiðlum. Stundarfrægðin getur oft snúist upp í annað en hamingju.
![]() |
Milljónamæringar í Fellunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2008 | 15:07
Ólafur F. reynir að mynda pólitískt bakland

Alla borgarstjóratíð Ólafs F. háði það honum mjög að hafa ekkert traust pólitískt bakland, sem bakkaði hann upp í gegnum súrt og sætt. Enginn talaði hans máli í umræðunni, nema nefndadrottningin Ásta Þorleifsdóttir, aðstoðarmaðurinn Ólöf Guðný (á meðan hún var í náðinni hjá borgarstjóranum) og miðborgarstjórinn Jakob Frímann. Fáir aðrir voru sýnilegir í því. Fáir voru virkir talsmenn hans í ólgusjó óvinsældanna og reyndu að bæta erfiða stöðu hans. Hann var mjög einmana, var einn síns liðs á pólitískum berangri.
Velti reyndar fyrir mér hvað þeir segja um flokksfélagann í borgarmálunum, þeir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður flokksins, og Jón Magnússon, alþingismaður (eini alþingismaður frjálslyndra í borginni í sögu flokksins utan stofnandans Sverris Hermannssonar). Báðir voru þeir iðnir við þann kola að ráðast að Ólafi F. og voru sérstaklega áberandi í því meðan meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokksins var í burðarliðnum í janúar og fyrsta slagið á eftir. Síðan hefur minna heyrst.
Á reyndar eftir að sjá hvernig kosningabarátta það verður þegar Ólafur F. fer fram með hreinan flokkslista frjálslyndra og dassa af óháðum eftir allt sem gengið hefur á í samskiptum manna á kjörtímabilinu. Ekki minna verk verður að samstilla þann hóp heldur en að selja Ólaf F. Magnússon sem traustan frambjóðanda aftur eftir sólóspil hans og fjölmiðlayfirlýsingar á borgarstjórastóli. Hans ímynd þarf heldur betur á aðstoð sérfræðinga að halda.
Er reyndar viss um að Ólafur F. nær ekki endurkjöri nema hann hreinlega fái pólitískt kraftaverk upp í hendurnar. En kannski verður Jón Magnússon, þingmaðurinn hans Ólafs, hans kraftaverkamaður. Hver veit.
![]() |
Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2008 | 11:15
Sagan af hinum óþolandi flugdólgum
Var reyndar einu sinni í flugstöð á Bretlandi fyrir nokkrum árum og þar tók ég einmitt eftir einum manni sem lá greinilega mjög vel áfengismareneraður á bekkjarunu í bið eftir flugvél. Hann var þó ekki dauður eins og við segjum en það varð að benda honum nokkuð vel á að vélin væri að fara, þegar að kallið kom. Og hann staulaðist um borð, náði að redda því og fékk sér meira og svaf hinu værasta á leið til Íslands. Hann missti sig reyndar aðeins í vélinni og tók væn köst en bar sig að öðru leyti sig vel. En hann náði athygli allra um borð. Stjarna flugsins.
Varð loks rólegur og settlegur er Keflavík var í sjónmáli. Hef heyrt í mörgum sem hafa upplifað vissa dramatík í fluginu yfir Atlantshafi með þeim sem hafa gengið lengra. Frægust er sennilega sagan sem ég heyrði af einum í fluginu með tannlækninum sem tók vænt kast og allt varð vitlaust út af. Man mjög vel eftir viðtalinu við hann eftir á þar sem hann vildi skaðabætur frá flugfélaginu og alles. Reyndar ekki heyrt af málinu síðan, nema þá í fyndinni ferðasögu, sem viðstöddum fannst reyndar ekki fyndið meðan á henni stóð.
Held af lýsingum að dæma að þessir menn eigi ekkert erindi um borð í flugvél. Þeir hafa verið best geymdir á fjarlægum stað að sofa úr sér gleðivímuna og lætin.
![]() |
Tveir flugdólgar leiddir burt í járnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 14:58
Pólverjar skulu það vera á miðvikudag
Nú er bara að vona það besta. Liðið þarf að taka vörnina sína heldur betur í gegn eigi það að hafa séns á að komast áfram. En þetta lið hefur sýnt æ ofan í æ að það getur tekið erfiðustu leikina létt og runnið á rassinn í auðveldustu leikjunum.
Ekkert er útilokað. Nú er bara að halda uppteknum hætti og halda áfram að lifa eftir kínverskum handboltatíma með því að vakna snemma á miðvikudaginn.
![]() |
Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)