24.9.2009 | 12:50
Davíð og Haraldur ritstjórar Morgunblaðsins
Með þessum tilfærslum fylgja miklar uppsagnir. Þar fjúka margir af reyndustu starfsmönnum Morgunblaðsins í bland við þá sem hafa verið um skemmri tíma. Þetta eru umfangsmestu uppstokkanir á íslensku dagblaði árum saman. Það er greinilega verið að búa til nýtt blað í Hádegismóum með nýjum formerkjum.
![]() |
Uppsagnir hjá Árvakri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 00:29
Hafði Indriði trúnaðargögn fyrir allra augum?
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, þarf að skýra frá því hvort það sé rétt að hann hafi skrifað trúnaðarskjal um viðbrögð Breta og Hollendinga við Icesave á fartölvu í flugvél Icelandair. Bergur Ólafsson, háskólanemi í Osló, á hrós skilið fyrir að segja frá þessu á bloggi sínu. Skrif hans hafa vakið verðskuldaða athygli.
Bergur gerir gott betur en segja frá þessu, hann birtir mynd af Indriða að skrifa og hann mun eiga myndband ennfremur af þessu. Indriði þarf því að skýra sitt mál. Eðlilegt er að hann tjái sig um það hvort hann sem nánasti trúnaðarmaður eins valdamesta stjórnmálamanns landsins sé að vinna trúnaðargögn fyrir framan fjölda fólks í flugvél.
Eins og flestir muna sakaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, stjórnarandstöðuna í síðustu viku um að hafa lekið upplýsingum, eftir að svokölluð óformleg viðbrögð Breta og Hollendinga voru kynnt, sem um átti að ríkja trúnaður. Sé þetta rétt vissu flugfarþegar í kringum Indriða öll smáatriði málsins.
Indriði þarf að tjá sig. Sé frásögnin rétt, sem eðlilegt er að taka fullt mark á, þurfa leiðtogar stjórnarflokkanna að svara því hvort einhver trúnaður hafi verið um viðbrögð landanna, eða hvernig meðferð trúnaðarupplýsinga innan ríkisstjórnarinnar sé almennt háttað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 15:56
Forseti án jarðsambands
Ólafur Ragnar Grímsson hefur endanlega spilað rassinn úr buxunum með því að fullyrða sisvona að íslensku bankarnir hafi starfað samkvæmt reglum. Hvernig getur hann fullyrt þetta? Hverjar eru forsendur hans?
Er maðurinn orðinn galinn? Eða er hann bara að standa undir nafni sem guðfaðir hinnar misheppnuðu útrásar sem hefur sett Íslendinga á kaldan klaka í orðsins fyllstu merkingu?
Er ekki kominn tími til að þetta einsprósenta sameiningartákn.... sameiningartákn útrásarvíkinganna.... segi af sér?
Hann er algjörlega án jarðsambands.
![]() |
Íslensku bankarnir störfuðu samkvæmt reglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 15:53
Notaleg saga
Hugarfar þeirra sem vinna hefur nefnilega áhrif... sumir hafa spilað stórum vinningi úr höndum sér fljótt og farið illa með auðinn. En það skiptir máli að peningarnir fari á réttan stað og þar verði byggt skynsamlega úr auðæfunum.
![]() |
Einstæð móðir fékk lottóvinninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 01:40
Sofandi ríkisstjórn á vaktinni
Augljóst hefur verið að undanförnu að Bretar og Hollendingar hafa stýrt nær algjörlega vinnuferli IMF hvað varðar Ísland - alvarlegt mál er að tvær þjóðir geti ráðskast með samskipti IMF við annað land með beinum eða óbeinum hætti. Íslenska ríkisstjórnin hefur sætt sig við þetta verklag og lítið sem ekkert tekið á þeim málum... sætt sig við endalaust hik í samskiptum Íslands við IMF.
Af hverju hefur ríkisstjórnin ekki óskað eftir því að Dominique Strauss-Kahn komi til Íslands og tali við íslensk stjórnvöld? Af hverju talar hann ekki beint við Íslendinga? Þessi samskipti eða samskiptaleysi eru fyrir löngu orðin vandræðaleg og til mikilla vansa. Fáir búast við að Össur breyti einhverju í þeim efnum á einhverjum settlegum fundi, haldinn fyrir kurteisissakir.
Annars bar það til tíðinda í dag að vinstristjórnin skipaði ráðherranefnd með Jóhönnu, Steingrím og Gylfa innanborðs sem á að hafa eftirlit með framkvæmd efnahagsstefnunnar í samráði við aðra ráðherra, sjá um samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og alveg sérstaklega hyggja að framtíðaráformum í peningamálum.
Er þetta lið gjörsamlega úr sambandi? Af hverju er þetta fyrst gert núna.... í september? Þessi ríkisstjórn hefur setið í tæpa átta mánuði. Ekki eru þetta traustvekjandi vinnubrögð.
Ekki er svosem betra samskiptaleysi stjórnvalda við fjölmiðla sem tjáði sig aðeins í fáum stikkorðum í dag... lét pressuna bíða eftir sér í allan dag án þess að hafa eitthvað nýtt að segja.
Eina sem kom var að eitthvað ætti að gera fyrir heimilin í landinu fyrir áramót... já áramót en ekki mánaðarmót.
Á þetta að verða skemmtilegt kapphlaup fyrir þá sem þrauka þangað til stjórnin verður ársgömul?
![]() |
Átti fund með Strauss-Kahn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 18:13
Ráðleysi Jóhönnu - unnið til áramóta
Ráðaleysið á einum bæ....
![]() |
Lausn í Icesave í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 13:46
Vinstrimenn funda á Hilton-hótelinu
En ekki er hægt annað en dást að endalausri seinheppni þeirra sem ráða för í íslenskum stjórnmálum.
![]() |
Sameiginlegur þingflokksfundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009 | 20:52
Davíð Oddsson verður ritstjóri Morgunblaðsins
Auk þess þarf varla að undrast að nýir eigendur hafi leitað til Davíðs - bæði er hann traustur og leiftrandi penni. Hann lumar á ýmsum leyndarmálum sem eflaust munu síast út í blaðið á næstunni.
Þetta eru góðar fréttir fyrir dagblaðalesendur... búast má við líflegum leiðaraskrifum í Morgunblaðinu á næstunni og væntanlega verður engin lognmolla yfir þjóðmálaumræðunni.
Þegar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, varð ritstjóri Fréttablaðsins var mikið talað um að þungi leiðaraskrifanna og vigt þeirra hefði aukist til muna.
Ekki þarf að efast um það þegar Davíð Oddsson fer að skrifa úr ritstjórastóli í Hádegismóum.
![]() |
Ekki búið að ráða nýjan ritstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.9.2009 | 00:28
Atlaga vinstriaflanna að heimilunum í landinu
Fjölmargir sitja svo eftir í fangelsi heima hjá sér skuldum hlaðin og í fjötrum ástandsins. Þvílík framtíðarsýn í boði vinstriaflanna í landinu. Þetta eykur aðeins vanda fólksins í landinu og sligar heimilin, sem nógu illa voru stödd fyrir og í raun alveg á bjargbrúninni.
Þetta eru ekta vinstrisinnaðar lausnir, fyrst og fremst skólabókardæmi um hversu veruleikafirrt liðið er sem treyst var fyrir þjóðarskútunni. Gremja almennings er auðvitað mikil. Sumir töldu virkilega að vinstriöflin myndu bjarga heimilunum í landinu.
Ekki furða að varla var stafkrókur í stjórnarsáttmálanum um heimilin í landinu og aðgerðir til lausnar vandanum. Eina úrræðið er að auka vandann um allan helming. Þvílík vinnubrögð.
Nú sjáum við í raun hvað ríkisstjórnin meinti með skjaldborginni. Það voru auðvitað bara orðin tóm; frasi í kosningabaráttu og á fjölprentuð kosningaspjöld.
![]() |
Miklar skattahækkanir í farvatninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2009 | 12:40
Ögmundur bregður sér í böðulshlutverkið
Eflaust er það kaldhæðni örlaganna að Ögmundur Jónasson sé nú kominn í hlutverk böðulsins á St. Jósepsspítala, sem hann gagnrýndi hvað mest fyrir tæpu ári þegar Guðlaugur Þór Þórðarson ætlaði að skera niður þar. Ögmundur hélt sér eflaust inni á Alþingi með því að slá sig til riddara í Suðvesturkjördæmi með því að tala máli spítalans og eflaust kusu margir Ögmund til að "bjarga" spítalanum.
Nú er Ögmundur hægt og rólega að fara í þann farveg sem talað var um áður... hann er hægt og bítandi að taka upp sparnaðartillögur Guðlaugs Þórs. Eðlilegt að þeir sem voru frústreraðir með breytingar Guðlaugs Þórs ráðist nú að þeim sem ætlar að koma þeim í framkvæmd með eflaust enn meiri niðurskurði.
Ögmundur fær nú þessa gagnrýni yfir sig... eðlilega. Þeir sem eru sjálfum sér samkvæmir... vinstrimennirnir... hljóta nú að gagnrýna sitt fólk. Er það ekki annars?
![]() |
St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2009 | 20:30
Er lífið með lottóvinningi eintóm himnasæla?
Hef heyrt sögur af báðum tilfellum og það mjög svæsna sögu um hið síðarnefnda þar sem stór lottóvinningur fór úr höndunum á vinningshafa á skömmum tíma. Auðvitað er ánægjulegt að fólk sé heppið og fái tækifæri til auðfengins gróða með því að spila upp á heppnina.
Vona að þeir sem hafa unnið væna fúlgu fylgi ekki algjörlega eftir lífsstandard Lýðs Oddssonar, lottóvinningshafa í túlkun Jóns Gnarr, í auglýsingunum. Þó það sé ýktur veruleiki eru sumir sem blindast af slíkum auðæfum.
Enda hlýtur að þurfa sterka undirstöðu til að lifa með svo stórum vinningi, enda sannarlega dæmi um að fólk hafi illa getað höndlað svo mikla gæfu.
![]() |
Vann 35 milljónir í Lottói |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2009 | 13:43
Uppgjör Geirs - álagið á forsætisráðherrastóli
Augljóst er að Geir hélt sjó ótrúlega lengi í þessum átökum. Hann veiktist þegar mestu átökin riðu yfir - augljóst er að álagið hefur verið ómannúðlegt. Ég fæ aldrei skilið hvernig Geir gat haldið sjó átakadaginn mikla þegar ráðist var að bíl hans fyrir utan Stjórnarráðið og reynt að hefta för hans, sama daginn og hann greindist með illkynja mein í vélinda. Það þarf sterk bein til að þola þann ólgusjó. Slíkt álag er gríðarlegt.
Ég neita því ekki að ég var persónulega mjög ósáttur við margt sem gert var árið fyrir hrun og ekki síður þegar stjórnin með trausta þingmeirihlutann sligaðist. Hún þorði engar ákvarðanir að taka, hikaði og beið of lengi. Eftirmæli hennar eru að hafa sofið á verðinum. En stjórnmálamenn eru ekki vélmenni og álagið hefur verið bugandi og erfitt. Sá þáttur hlýtur að verða ofarlega í huga síðar meir.
Mér finnst það merkilegt að Geir velji frekar að veita sænskum spjallþætti svona viðtal. Hann hefur ekki veitt íslenskum fjölmiðlum viðtal svo mánuðum skiptir. Eflaust hefur hann tekið þar tilmælum margra sem töldu rétt að hann viki af sviðinu. Eftir margra mánaða álag vildi Geir eflaust veita öðrum sviðið, þeim sem tóku við völdum í landinu.
Geir mátti þó eiga það að hann talaði við þjóðina, mætti í viðtöl og talaði við erlendu pressuna þegar hann gegndi embætti. Eftirmaður Geirs hefur lokað sig af og virðist vera í fílabeinsturni. Er hún kannski að bugast vegna álagsins sem fylgir starfinu? Kannski má segja með sanni að það þurfi sterk bein til að þola álagið - slíkt er ekki öllum gefið.
Þeir sem gagnrýndu Geir fyrir að standa sig illa í álaginu síðasta vetur þegar hrunið skall á hljóta að velta fyrir sér hvar núverandi forsætisráðherra sé. Hún neitar að veita viðtöl og er fjarlæg íslensku þjóðinni - hún fjarar út frekar hratt þessa dagana.
Hvað er sá forsætisráðherra að spá þegar hún neitar frönskum fréttamanni sem talar reiprennandi íslensku um viðtal? Og neitar að mæta í Silfur Egils, spjallþátt númer eitt á Íslandi? Er hún kannski hrædd við þjóðina? Eða hefur álagið heltakið hana?
![]() |
Hefðu átt að minnka umsvifin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2009 | 13:28
Algjör sveppi
![]() |
Nakinn og til vandræða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2009 | 00:29
ESB-öfgar Moggans - ritstjóraþankar
Ég er sammála Birni Bjarnasyni um að Morgunblaðið fór of langt í ESB-öfgum í ritstjóratíð Ólafs Þ. Stephensens. En þetta var sannfæring hans í skrifum og tali, hans skoðun, og þannig var það bara. Eflaust hefur þó sú skoðun ráðið miklu um að vík var milli Ólafs og eigenda blaðsins. Eðlilegra að stokka til í blaðinu en hafa þau mál óuppgerð og í lausu lofti í blaðinu. Skrif Ólafs voru umdeild á ritstjórastóli - rétt eins og með Styrmi áður kölluðu þau fram ólíkar skoðanir. Gott mál vissulega.
Mikið er rætt um væntanlegan ritstjóra Morgunblaðsins. Eðlilegt er að nafn Davíðs Oddssonar sé rætt í þeim efnum. Davíð er á besta aldri til þess að gera, aðeins 61 árs, og fjarri því kominn á eftirlaunaár. Treysta má því að hann hafi skoðanir á öllum málum, er beittur penni og eflaust myndi verða fylgst með leiðaraskrifum Moggans með meiri áhuga ef hann færi í Hádegismóa og héldi þar um penna á ritstjórninni.
Björn Bjarnason slær sjálfur á ritstjórahugleiðingar hvað sig varðar. Að mínu mati hefði Björn verið tilvalinn í ritstjórastöðuna. Ekki vantar hann reynsluna hvað Moggann varðar, enda verið aðstoðarritstjóri og fréttastjórnandi þar um árabil - faðir hans var ritstjóri blaðsins auk þess árum saman. Björn er góður penni og hefur haldið úti bestu vefsíðu landsins í tæp fimmtán ár.
Nýlega hefur Björn hafið sjónvarpsþáttagerð á ÍNN. Hann er góður spyrill og ég er ekki í vafa um að þeir þættir muni vekja mikla athygli. Nýlegt viðtal Björns við Guðna Ágústsson var sérlega áhugavert. En eflaust stefnir Björn að því að rækta sína bújörð og taka því rólega eftir annasöm ár í pólitíkinni.
En eflaust er staðan öðruvísi með Davíð.
En vilji menn yngja upp aftur á Mogganum er eðlilegt að horfa til Ólafs Teits eða Péturs Blöndals - traustir menn þar á ferð.
![]() |
Ekki á leið í ritstjórastólinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 20:45
Jóhanna fjarlæg og einangruð í fílabeinsturni
Aum er sú smjörklípa Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að kenna stjórnarandstöðunni um að trúnaður stjórnarinnar við Breta og Hollendinga hélt ekki. Jóhanna hefur sjálf misst málið úr höndum sér... í gærkvöldi sagði hún hægt að afgreiða Icesave-breytingar í dag, framhjá þinginu. Veruleikafirring forsætisráðherrans var algjör þá - hverjum dettur í hug að hægt sé að keyra málið áfram framhjá þinginu sem hefur sett lög um fyrirvarana, sem heild, sem hafnað var.
Ég vorkenni Jóhönnu. Henni hefur algjörlega mistekist það verkefni sem henni var falið... að verða leiðtogi sem stappaði stálinu í þjóðina og tæki af skarið í mikilvægum málum. Í staðinn hefur hún hopað inn í skel sína og er umkringd örfáum spunakörlum og samstarfsmönnum sem ekkert umboð hafa.
Þjóðin bar eitt sinn mikið traust til Jóhönnu en það gengur hratt á þann stuðning þessa dagana. Ofrausn er að búast við að þjóðin sætti sig við verkstjórn hennar mikið lengur - hún er ekki á vetur setjandi.
![]() |
Trúnaðarbrestur stjórnarandstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 20:37
Burt með leyndina - hvar er gegnsæið?
Vil annars hrósa InDefence fyrir að hafa verið á vaktinni í mikilvægum málum að undanförnu, sérstaklega Icesave... þar sem full þörf var á samtökum sem þora að hafa skoðanir og eru skipuð fólki sem hugsar um hagsmuni Íslands og sættir sig ekki við leynd og bakherbergja vinnubrögð stjórnvalda í Icesave-málinu frá hruninu.
![]() |
Segja stjórnvöld leyna Icesave-gögnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 15:30
Ólafur rekinn af Mogganum - Davíð ritstjóri?
Hávær orðrómur er um að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verði ritstjóri Morgunblaðsins í kjölfarið. Talað hefur verið um það í mörg ár sem möguleika að hann tæki við blaðinu. Ekki er það ósennilegt eins og staðan er nú að hann snúi aftur, enda lipur og góður penni.
![]() |
Ólafur lætur af starfi ritstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 14:45
Borgarahreyfingin fuðrar upp á fimm mánuðum
Innan við fimm mánuðum eftir að Borgarahreyfingin náði fjórum mönnum á þing er hún orðin áhrifalaus - búin að missa þingmennina og öll tengsl inn á Alþingi. Þetta er mikið afrek, ein mesta sjálfstortímingarherferð í íslenskri stjórnmálasögu. Allir hafa lagt drjúga hönd á plóg í þessum endalokum. Egó þeirra sem tókust þar á var meira en hreyfingin gat þolað.... svo fór sem fór.
Þingmennirnir reyna nú að byggja upp nýja hreyfingu á bakvið sig - til að tryggja sér eitthvað pólitískt bakland í komandi verkefnum. Þar eru þau að mestu ein á báti og verða eflaust að hafa sig öll við til að halda velli lengur en kjörtímabilið, sem verður eflaust mjög stutt.
Fjórflokkurinn hefur aldrei staðið betur að vígi, tel ég. Í vor var árangur Borgarahreyfingarinnar talin boða stórtíðindi í íslenskri pólitík. Fimmti flokkurinn er gufaður upp og æ líklegra að þingmennirnir þrír endi í einum fjórflokkanna fyrr en síðar... ætli þau sér að halda þingsætunum lengur.
Þeir sem kusu Borgarahreyfinguna sem framtíðarafl eða tákn nýrra tíma hafa eflaust orðið fyrir vonbrigðum og sjá eftir að hafa kosið afl sem ekkert lím var í.
![]() |
Klofningur í Borgarahreyfingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 14:30
Auðvitað fer Icesave aftur inn í þingið
Mér finnst meira en lítið undarlegt að Steingrímur J. Sigfússon viðurkenni ekki sem staðreynd að Icesave-málið verði að fara aftur fyrir þingið. Fyrirvararnir voru festir í lög á Alþingi - allar breytingar verða að fara fyrir þingið til umræðu. Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að breyta þeim einhliða eða sveigja fyrirvarana eftir þeirra hentugleikum. Þingræðið hefur forgang.
Alveg er það kostulegt að það fólk sem talaði fjálglega um þingræðið og virðingu Alþingis tali með þeim hætti að líklegt sé að þetta fari fyrir þingið. Sumir töluðu reyndar þannig í gær að fjárlaganefnd ein gæti tekið málið fyrir. Sumir hafa ekkert lært.
![]() |
Það er kominn september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 00:50
Fyrirvörum hafnað - Icesave aftur til Alþingis
Alþingi var að störfum í allt sumar við að klára þetta mál. Þar tókst að breyta afleitum samningi Svavars Gestssonar umtalsvert - betrumbæta hann svo hugsað væri um íslenska hagsmuni. Þeir fyrirvarar voru lögfestir sem heild. Höfnun á einum eða fleiri lið laganna túlkast sem höfnun á íslenskum þingvilja. Með því fer málið auðvitað á upphafsreit, annað hvort fyrir þingið eða í nýjar samningaviðræður.
Ríkisstjórnin getur ekki túlkað sem smáatriði algjöra höfnun á einum veigamesta lið Icesave-málsins eins og það var samþykkt á Alþingi. Ártalið 2024 var traust skilaboð frá Alþingi um að málið yrði fest í allavega fimmtán ár, sem er allnokkur tími, og svo samið að nýju um það sem eftir stæði. Þetta var leið Alþingis til þess að koma í veg fyrir að Ísland yrði fest í skuldafangelsi áratugum saman.
Nú ræðst hvort ríkisstjórnin virðir þingviljann eða beygir hann algjörlega í duftið. Ekki á að gefa neinn afslátt í þessu máli. Látum ekki þessar þjóðir búllíast á okkur endalaust.
![]() |
Leggjast gegn fyrirvaranum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |