18.9.2009 | 00:20
Glæsilegt hjá stelpunum
Þetta lið getur staðið sig feiknarvel á góðum degi. Nú er bara að segja... áfram stelpur. Gangi ykkur vel!
![]() |
Fáheyrðir yfirburðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 18:20
Mun ríkisstjórnin breyta fyrirvörum án þingvilja?
Það ákvæði var eitt af þeim veigameiri sem tryggðu að málið gat farið í gegnum Alþingi. Ætlar stjórnin að lúffa með það ártal án þess að láta Alþingi ræða málið?Fyrirvararnir voru skýrir... annaðhvort fer málið í gegn óbreytt eða það fer fyrir þingið aftur til umræðu.
Á að keyra þetta í gegn eingöngu á fundi fjárlaganefndar? Eru það vinnubrögð sem við getum sætt okkur við?
Ég held ekki!
![]() |
Ekki afsláttur" af fyrirvörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.9.2009 | 18:18
Hvar er trúnaður ríkisstjórnarinnar við þjóðina?
Mér finnst það forkastanleg vinnubrögð að sætta sig við þetta, en þetta er samt ansi mikið í takt við vinnubrögð þeirra sem töluðu um gegnsæi og opin vinnubrögð en hafa svo gert allt annað.
![]() |
Óska eftir trúnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 17:00
Ósýnilegi forsætisráðherrann
Þetta er sláandi fall fyrir eina manneskju, sem hefur verið á þingi í yfir þrjá áratugi en hefur samt sem áður notið mikils trausts. En ég veit líka að margir væntu mikils af henni og hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hún er að sligast í þessu embætti og ekki bætir úr skák fælni hennar við fjölmiðla, sem gerir það að verkum að hún virkar einangruð og fjarlæg.
Varla er við því að búast að hún tolli lengi úr þessu í embætti ef hún tekur sig ekki á - fer að tala til þjóðarinnar og standi undir því umboði sem henni var veitt í síðustu þingkosningum.
![]() |
Steingrímur nýtur mest trausts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 15:08
Siðlaus verknaður - aðför að einkalífi fólks
Aðför að einkalífi fólks ber að fordæma. Hafi einhverjir eitthvað að athuga við verk þeirra sem ráðist er að er miklu betra að mótmæla með því að skrifa greinar gegn því sem þeir telja athugavert. Árás á húsnæði eins manns er árás á einkalíf hans, eiginkonu og börn. Þar er ekki bara ráðist að einni manneskju.
Þeir hafa veikan málstað fram að færa sem ráðast svona að fólki. Þetta er algjör aumingjaskapur... árás í skjóli nætur, árás frá fólki sem þorir ekki að standa við skoðanir sínar.
![]() |
Nágrönnum auðmanna líður illa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2009 | 02:38
Jón Ásgeir heldur dauðahaldi í síðustu leifarnar
Nú blasir við að verslunarveldi Baugsfeðga verði tekið upp í skuldir. Þetta eru óumflýjanleg endalok fyrir menn sem eiga ekkert nema skuldir og verða að gera upp sínar skuldir. Fjarstæða er að setja reksturinn hér heima út fyrir sviga og eðlilegt að spurt sé hvort þeir séu borgunarmenn fyrir skuldum. Nú reynir á það þegar kröfuhafar reyna að taka verslunarveldið til að fá upp í skuldir.
Jón Ásgeir virðist enn í afneitun yfir hruni viðskiptaveldisins - viðtalið við hann í kvöld vekur spurningar um hvort hann sé að grínast í þjóðinni eða sé hreinlega í algjörri veruleikafirringu. Ekki getur hann kennt Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum um þetta núna. Svona er það þegar menn missa andstæðinga sína... stundum sjá þeir eftir þeim.
Þetta er eðlilegur endir á flugi Baugsfeðga... allt tekur enda um síðir. Flóttinn frá skuldunum er dæmdur til að mistakast... þeir verða að taka skellinn á sig.
![]() |
Jón Ásgeir: Stenst enga skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.9.2009 | 13:29
Óánægja eykst með ESB-aðildarviðræður
Forðum sögðu mestu stuðningsmenn aðildar að aðildarviðræður einar og sér myndu styrkja krónuna og efla trú á henni. Auk þess myndu Íslendingar eiga auðveldar með að vinna úr sínum málum. Allir sjá að það hefur ekki gerst.
Samfylkingin virðist vera í vanda með þetta mál sitt. Fyrir nokkru var sagt að Samfylkingin væri aðeins að hugsa um tvennt: ESB og að tryggja Einari Karli atvinnu. Hið síðarnefnda virðist ganga vel en hitt ekki.
![]() |
Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 13:23
Forsetinn er algjörlega rúinn trausti
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er algjörlega rúinn trausti og ætti að hugleiða að segja af sér. Þjóðin ber enga virðingu fyrir honum lengur, né telur hann vera sameiningartákn eða leiðtoga í þessari erfiðu stöðu sem við blasir.
Eðlilegt væri að Ólafur Ragnar viki af forsetastóli og myndi gefa landsmönnum tækifæri til að velja nýjan þjóðhöfðingja sem er ótengdur útrásarvitleysunni sem Ólafur Ragnar var svo órjúfanlega tengdur.
Reyndar er það sennilega hámark niðurlægingarinnar fyrir þennan forseta að Davíð Oddsson sé metinn meira sameiningartákn Íslendinga en hann.
![]() |
Fáir telja forsetann sameiningartákn þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 00:24
Kemur skilnaðurinn í Krossinum okkur við?
Skilnaður er að mínu mati einkamál. Allt fólk er mannlegt. Ekki er sjálfgefið að tveir einstaklingar geti búið saman og elskað hvort annað alla tíð. Skilnaður og breytingar á lífi okkar eru eðlileg þegar tveir einstaklingar geta ekki lengur búið saman. Slíkt á ekki að vera stórtíðindi. En væntanlega samrýmist skilnaður illa í huga þeirra sem lifa eftir fornu regluverki kristinnar trúar, sem hafa predikað að hjónabandið sé heilagt og því geti í raun ekki lokið.
En þetta er svosem lífsins gangur.... sama hvað trúaráherslum í Krossinum líður.
![]() |
Forstöðuhjón Krossins að skilja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2009 | 11:09
Kanye West missir niður um sig á MTV
Rapparinn Kanye West fór yfir strikið með því að ræna Taylor Swift um augnablikið sitt á myndbandaverðlaunum MTV. Eflaust algjört career-sjálfsmorð fyrir rapparann að hafa stolið sviðsljósinu af Swift og úthúða henni. Enda er hann úthrópaður um öll Bandaríkin fyrir að vera ruddi og ekki húsum hæfur. Ætli þetta sé ekki í fyrsta skipti vestanhafs sem sigurvegari tónlistar- eða kvikmyndaverðlauna fær ekki að klára ræðuna sína vegna þess að einhver rústar augnablikinu?
![]() |
Kanye baðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2009 | 23:52
Allar upplýsingar upp á borðið
Hvað varð um allt gegnsæið og upplýsingamiðlunina sem stjórnvöld lofuðu forðum daga? Hafa þau algjörlega gleymt hverju þau lofuðu - þarna eru spurningar sem þarf að fá svör við.
![]() |
Vill fund um Landsbanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2009 | 16:55
Pínleg endalok Borgarahreyfingarinnar
Hreyfingin hrynur svo á mettíma vegna sundurlyndis og ólgu vegna þess að engin umgjörð er utan um - grasrótin er algjörlega ótengd við þingmennina sem vinna í nafni hreyfingarinnar. Þetta er nett tragedía - en miðað við deiluefnið í fréttumfjöllun í gær eru þetta helst egósentrískar erjur.
Borgarahreyfingin sem átti að vera upphaf á nýjum tímum í íslenskum stjórnmálum hefur á undraskömmum tíma fest hinn hefðbundna fjórflokk í sessi... hann er traustari en jafnan áður.
![]() |
Íhuga áframhald á samstarfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2009 | 12:30
Hörkutólið á vaktinni
Hún er traustur málsvari Íslands á þessum erfiðu tímum - allir kunna að meta framlag hennar með greinaskrifunum fyrir nokkrum vikum þegar hún þorði að rífa kjaft á alþjóðavettvangi meðan íslenskir ráðherrar sögðu ekki múkk þegar að landinu var sótt til að reyna að halda dyrum opnum hjá Evrópusambandinu. Hún þorði meðan aðrir lympuðust niður.
Hörkutólið á vaktinni hefur fyrst og fremst stuðning þjóðarinnar - við getum treyst henni til að gera rétt og þora að verja Ísland á alþjóðavettvangi.
![]() |
Bankahrun líkist máli Madoffs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2009 | 20:22
Magnús Árni víkur - hvað varð um Sigmund?
Þetta er vandræðalegt mál fyrir Framsóknarflokkinn og hinn nýja formann. Hann átti að klára þetta mál sjálfur en ekki láta það dankast gegnum daginn og bíða eftir að Magnús Árni viki sjálfur með vandræðalegri tilkynningu sem viðurkennir ekki pínleg vinnubrögð hans og er í ásökunartón gagnvart fjölmiðlum.
Framsókn reynir að hreinsa sig af spillingarstimpli en er samt á bólakafi í svo pínlegu máli. Nýr formaður var hvergi sýnilegur í umræðunni við að klára það fumlaust og traust.
![]() |
Fer fram á lausn frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2009 | 18:10
Munu þingmennirnir yfirgefa Borgarahreyfinguna?
Í raun má segja að hreyfingin hafi liðið undir lok í deilumáli Margrétar og Þráins Bertelssonar fyrir nokkrum vikum - eftir það hefur hún varla verið starfhæf og óeiningin augljós bak við tjöldin. Þingmennirnir standa nú frammi fyrir því að vinna eftir lögum sem þau telja óaðgengileg eða fara ella úr hreyfingunni.
Fari þingmennirnir burt er hreyfingin í raun búin að vera enda hefur hún þá ekki lengur nein tengsl við þingið og stendur eftir sem hópur þeirra sem standa utan þingflokksins. Þetta eru kostuleg endalok á grasrótarframboðinu, sem fór úr tengslum við grasrótina á innan við hálfu ári.
![]() |
Tillaga þingmanna féll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2009 | 13:29
Sættir Framsókn sig við svona vinnubrögð?
Vandséð er hvernig Magnús Árni Skúlason geti setið áfram í bankaráði Seðlabankans eftir uppljóstranir um vinnubrögð hans. Nú reynir á hvernig hin nýja forysta Framsóknarflokksins tæklar svona vandræðalegt mál, hvort þeir sætta sig við verklagið eða taka á svona vandræðamáli ákveðið og fumlaust strax. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sem formaður Framsóknarflokksins í þeirri stöðu að verða að taka af skarið strax, af eða á með bankaráðsmanninn.
Fyrir nokkrum mánuðum var gerð tillaga um Magnús Árna í annað sætið á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður - Sigmundur Davíð stillti honum upp í sætið á eftir sér. Eins og flestir muna fór Alfreð Þorsteinsson þar í pontu og gerði út af við uppstillinguna með þeim orðum að óþarfi væri fyrir Framsókn að sækja inn spillingu í flokkinn. Magnús Árni dró framboðið til baka.
Þetta er vandræðaleg staða fyrir Framsóknarflokkinn - flokk sem hefur á bakinu gamlan spillingarstimpil og hefur reynt mjög ákveðið að hreinsa hann af sér, t.d. með kynslóðaskiptum í forystu og flestir forystumenn gömlu tímanna hafi vikið af sviðinu. Þarna reynir á hvort það var ekta eður ei.
![]() |
Gegn markmiðum Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 23:32
Af hverju sagði Anna Kristine þessa sögu ekki fyrr?
Hvernig stendur á því að þaulvanir fjölmiðlamenn sem hafa fréttanef og skynja stórfrétt þegar þeir komast á sporið þagna þegar annað eins mál gerist? Það er stórmál þegar einn banki lokar á viðskiptavin af engum sökum og reyna að koma henni í mikil vandræði, enda hefði hún verið handtekin með "stolið" kort hefði verslunarstjórinn ekki þekkt hana.
Hvernig er hægt að þaga yfir svona í yfir tvö ár?
![]() |
Anna Kristine var þjófkennd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 15:05
Tvíkynja afreks"kona" svipt gullverðlaunum
Ég get ekki séð hvernig Caster Semenya getur haldið gullverðlaunum sínum. Eftir rannsóknir á henni og niðurstöðu um að hún sé tvíkynja er öllum ljóst að hún stóð öllum öðrum í hlaupinu framar vegna yfirburða sinna og líkamsbyggingar - varla verður hægt að una þeirri niðurstöðu. Erfitt verður að átta sig á hvort hún sé í raun kona eða karlmaður... sennilega bæði.
Þetta minnir óneitanlega á mál ólympíuhafans Stellu Walsh - við andlát hennar árið 1980 kom í ljós að hún var engu síður karlmaður en kona... enn er deilt um hvort hún var í raun og hvort öll afrek hennar yrðu útmáð og strikað yfir að hún hafi unnið ólympíugullverðlaun sem kona.
En tímarnir eru aðrir - þessi niðurstaða leiðir til þess að tekið verði á umdeildum álitaefnum og varla séð að Caster hin suður-afríska geti hafa unnið þessi verðlaun sem kona eftir þessar uppljóstranir.
Umfjöllun um Stellu Walsh
![]() |
Fjölskylda Semenya bregst reið við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.9.2009 | 15:10
Barnalegar árásir Jóns Ásgeirs á Egil Helgason
Jón Ásgeir Jóhannesson fer mikinn í viðtalinu við Viðskiptablaðið. Barnalegar árásir hans á Egil Helgason eru frekar slappar. Held að það væri meiri sómi fyrir Jón Ásgeir að viðurkenna að hann talaði gegn betri vitund í Silfursviðtalinu um Tortola á sínum tíma og reyndi að afvegaleiða almenning á lokahring Baugshringekjunnar, sem tókst að teyma þorra þjóðarinnar allt of lengi með því að stýra fjölmiðlum og almenningsumræðunni með peningaaustri í allar áttir.
Jón Ásgeir talar mikið um hvað þetta hefði verið gott ef svona hefði verið gert og þetta verið gert öðruvísi. Þetta er uppgjör manns sem vissi fyrir löngu í hvað stefndi og hafði fullt vit á hvað var að gerast. Hann hélt samt hringekjunni áfram og reyndi að ráðast að öllum sem bentu honum á augljósar staðreyndir... sýndi engan áhuga á að gera upp ósómann og breyta rétt... hann er ekki rétti maðurinn til að gera upp eigin mistök og afglöp.
Ætlar kannski einhver að segja manni að þetta hafi allt hrunið yfir Jón og vini hans upp úr þurru? Partýið var búið löngu áður en allar veitingarnar kláruðust.
![]() |
Áttum að hætta árið 2005 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 15:04
Endurskipulagning í Valhöll
Varla var því að búast að allt yrði eins í starfsemi flokksins eftir úrslit þingkosninganna og full þörf á að breyta til. En breytingar af öllu tagi verða sjaldan sársaukalausar fyrir alla hlutaðeigandi. En fyrst og fremst tel ég lykilatriðið í þessum breytingum að þær efli bein tengsl við flokksmenn og skilvirkni verði meiri í flokksstarfinu.
Augljóst er að mikið verk er framundan fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þar skiptir mun meira máli hvernig hugað er að flokkskjarnanum frekar en skrifstofuhaldi.
![]() |
Starfsmönnum í Valhöll sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |