Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.11.2006 | 16:44
Hlutur sveitarfélaganna í Landsvirkjun seldur

Þetta hefur lengi verið í umræðunni og margoft munað litlu að saman næðist um samkomulag sem öllum aðilum líkaði. Ekki var hægt að skrifa undir viljayfirlýsingu í lok nóvember 2004 eins og að var stefnt fyrir starfslok Þórólfs Árnasonar, þáv. borgarstjóra, vegna ólgu innan R-listans. Bakland hans, sem var brostið áður, var ekki til staðar í þessu máli þá. Í febrúar 2005 undirrituðu Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir, Kristján Þór og Steinunn Valdís, þáv. borgarstjóri, svo loks viljayfirlýsinguna um kaup ríkisins. Þá ritaði ég þessa grein á vefritið íhald.is um málið og fór yfir stöðu þess.
Vinstri grænir stöðvuðu þetta alltaf innan R-listans skilst manni, en viðræður ríkisins við borgina og Akureyrarbæ hófust í valdatíð R-listans og þar var deilt um afstöðu til málsins margoft á bakvið tjöldin og Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn náðu málinu aldrei í gegn undir verkstjórn Steinunnar Valdísar og Þórólfs á síðasta kjörtímabili. Það er gott að þetta er komið á hreint, enda lengi verið í umræðunni. Nú fer þetta fyrir borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Akureyrar og þingið.
![]() |
Helmingshlutur í Landsvirkjun seldur á 30,25 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 14:12
Alvarlegar ásakanir í kjölfar prófkjörs
Mikið hefur verið rætt og ritað síðustu daga um nafnlaust bréf sem sent var til Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, Andra Óttarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Magnúsar L. Sveinssonar, formanns Varðar, þar sem sömu ásakanir komu fram. Það vekur athygli að umræðan sé nú komin á þetta stig og það gefur því meiri vigt og þunga að nafn og persóna sé þar á bakvið en var áður óneitanlega. Þetta er afleitt mál að öllu leyti í umræðunni, bæði fyrir flokksmenn um allt land og ekki síður þá sem eru í borginni.
Það er hiklaust mitt mat á þessu máli að það sé í senn gríðarlega mikilvægt og nauðsynlegt fyrir Guðlaug Þór Þórðarson að þetta mál verði leitt til lykta með þeim hætti að trúverðugleiki hans sem kjördæmaleiðtoga innan flokksins bíði ekki mikinn og varanlegan hnekki af. Það er að mínu mati ekki hægt að leiða mál til lykta með neinum öðrum hætti en þetta verði rannsakað til fulls og það af hlutlausum aðilum.
1.11.2006 | 14:08
Framboð Sigurjóns
Sigurjón Benediktsson er búinn að gefa kost á sér til þingframboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hér í kjördæminu. Mér líst mjög vel á það og er staðráðinn í að styðja hann í prófkjörinu þann 25. nóvember nk. Vil þakka honum fyrir góð komment hér í gestabókina mína nýlega. Sigurjón er tengdasonur Herdísar Þorvaldsdóttur, leikkonu, en hún er víst nokkuð skyld mér eftir því sem Íslendingabók segir mér. Þannig að ég er víst skyldur meistara Hrafni, sem gerði eðalmyndina Hrafninn flýgur.
Sigurjón hefur aldrei verið feiminn að segja sínar skoðanir og vakti athygli þegar að hann gaf kost á sér gegn Halldóri Blöndal í fyrsta sætið á kjördæmisþingi í aðdraganda kosninganna 1999. Þá var líf og fjör svo sannarlega. Sigurjón er maður sem hefur unnið vel í kjördæmastarfinu og nauðsynlegt að hafa hann með á lista að vori. Alltaf nauðsynlegt að hafa öfluga menn með skoðanir! Ég vona að hann fái góða útkomu í prófkjörinu.
![]() |
Sækist eftir þingsæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2006 | 11:19
Sæunn í framboð í Norðausturkjördæmi

Sæunn tók sæti á þingi í september við afsögn Halldórs Ásgrímssonar, nýs framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og fyrrum forsætisráðherra, og situr á þingi fyrir Reykjavík norður. Þar er ekki pláss fyrir hana svo að hún lítur nú á þingsæti Dagnýjar, vinkonu sinnar. Það styrkir stöðu Sæunnar gríðarlega að vera með fullan og óskoraðan stuðning DJ, Jóns Kristjánssonar, fyrrum heilbrigðis- og félagsmálaráðherra, en hún var aðstoðarmaður hans í báðum ráðuneytum, og ekki síður Valgerðar Sverrisdóttur, leiðtoga flokksins í kjördæminu, og ennfremur vera ritari Framsóknarflokksins og því yfir öllu innra starfi hans.

Það verður fróðlegt að sjá hverjir fara fram að hálfu Framsóknar, en framboðsfrestur rennur út 1. desember nk. og tvöfalt kjördæmisþing verður í janúarmánuði þar sem efstu menn verða valdir. Það er ekki furða að Akureyringar vilji þingmann, enda hafa framsóknarmenn á Akureyri ekki átt þingmann síðan að Ingvar Gíslason var þingmaður, en hann var menntamálaráðherra 1980-1983. Þetta verður því spennandi og gaman að sjá hvert Sæunn ritari sækir stuðning sinn til framboðs. En hún hefur greinilega víðtækan og öflugan stuðning lykilfólks.
Sæunn er allavega komin af stað og er nú á ferð um kjördæmið að funda og framboð ljóst hér að mati okkar sem hér erum. Öll teikn eru allavega á lofti í þessum efnum. Ennfremur er spurning hvernig að Birki Jóni muni ganga og hversu harður slagurinn um annað sætið verður. Þetta verða spennandi tímar hjá framsóknarmönnum og stefnir í endurnýjun og mjög breyttan lista framsóknarmanna að vori hér í NA.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 09:41
Kristján Þór og Þorvaldur opna á sama tíma

Það vekur mikla athygli flokksmanna að þeir ætla báðir að opna kosningaskrifstofur sínar á föstudaginn og það á nákvæmlega sama tíma, kl. 17:00. Kristján Þór verður með kosningaskrifstofu í göngugötunni í miðbænum, að Hafnarstræti 108, þar sem Bókabúð Jónasar var til húsa í áratugi, en hún lokaði fyrr á árinu. Það er mjög öflugt pláss og svo sannarlega á besta stað í hjarta bæjarins og segir allt sem segja þarf um þungann sem leggja á í baráttuna af Kristjáni og stuðningsmönnum hans.

Eins og sagði hér í gær hafa bæði Kristján Þór og Þorvaldur opnað heimasíður á netinu. Þær fara þó varla af stað af miklum þunga fyrr en á föstudag við opnun á kosningaskrifstofum þeirra á sömu stundinni. Kristján Þór verður með vefinn stjaniblai.is og Þorvaldur mun verða með heimasíðuna á slóðinni valdi.is. Stefnir því í lífleg og hressileg átök svo sannarlega. Fögnum við flokksfólk hér svosem öflugum og beittum slag, en þunginn í slagnum stefnir í að verða meiri en áður var talið. Það er svosem ekki verra fyrir okkur öll að hafa valkosti til þingframboðs.
Enn er spáð og spekúlerað í hvað Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, ætlar að gera í baráttunni, en þegar liggur fyrir að Ólöf Nordal verður með kosningaskrifstofu í Kaupvangsstræti 1, sama húsi og Ríkisútvarpið hefur aðstöðu í hér á Akureyri. Sýnir það vel að Ólöf sækir af krafti til Akureyringa og vill kynna framboð sitt hér með öflugum hætti, sem við kvörtum ekki yfir.
En það verður fróðlegt að rýna í föstudaginn og stöðu mála við opnun kosningaskrifstofanna hjá bæjarstjóranum og svo hjá formanni Sjálfstæðisfélags Akureyrar sem báðir berjast um leiðtogastólinn í sama öfluga slagnum og opna baráttuna á sömu stund á miðbæjarsvæðinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 01:53
Kvennapælingar Steinunnar Valdísar
Steinunn Valdís er farin að blogga aftur, enda í framboði. Mér fannst þó leitt að hún notaði ekkert vefinn eftir prófkjörið í febrúar fram að þessum prófkjörsslag. Ég skil þingframboð hennar vel, enda hlýtur hún að hafa metnað til að skipta um vettvang eftir borgarmálaprófkjörið. Henni er umhugað greinilega um stöðu kvenna í prófkjörum, skiljanlega eftir úrslitin í febrúar. Þetta kemur vel fram í pistli á vef hennar um helgina, þar sem hún fer yfir úrslit prófkjörs sjálfstæðismanna í borginni þar sem að þrjár konur urðu meðal tíu efstu, allt sæti sem eiga að vera örugg að vori, altént í huga okkar sjálfstæðismanna. Vonandi verða sætin þó fleiri auðvitað, öll viljum við helst Dögg eða Grazynu á þing!
Það vekur mikla athygli mína að hún hafi eftir þessi vefskrif ekki sest við tölvuna og hamrað á lyklaborðið nokkur vel valin orð um prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þar var einu þingkonu kjördæmisins, samfylkingarkonunni Önnu Kristínu Gunnarsdóttur hafnað, eftir fjögurra ára þingsetu og henni boðið varamannsframboð og að vera vísað til sætis á eftir heiðursmönnunum Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni. Formaður flokksins gat ekki leynt vonbrigðum sínum með hlutskipti Önnu Kristínar og hafði orð á því verandi á talningarstað á Akranesi.
Það er mjög merkilegt að Steinunn Valdís Óskarsdóttir sér enga ástæðu til að tala um þetta bakslag samfylkingarkvenna. Miðað við áhyggjur hennar af stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins þá hlýtur þessi fyrrnefnda niðurstaða í Norðvesturkjördæmi að vera henni og stallsystrum hennar það mikið áfall að vert sé að blogga um það, enda munu karlmenn verma bæði öruggu framboðssætin til Alþingis af hálfu flokksins í komandi kosningum.
Nú er bara að bíða og sjá hvort áhyggjur Steinunnar Valdísar af meintum kvennaskorti sjálfstæðismanna í Reykjavík nái bara til annarra flokka eða hvort hún sjái ástæðu til að fjalla um vanda Samfylkingarkvenna í norðvestri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 00:32
George W. Bush gagnrýnir John Kerry
George W. Bush og John Kerry voru keppinautar í forsetakosningunum 2004. Þar var tekist á af gríðarlegri hörku og öllum ráðum beitt. Átök þeirra náðu nýjum hæðum og þótti jafnvel beittari en í forsetakosningunum 2000 þegar að Bush tókst á við Al Gore um forsetaembættið. Sigur Bush á Kerry varð þó nokkuð tryggur er á hólminn kom, enda hlaut hann meirihluta greiddra atkvæða og nokkuð forskot. Þó var sigurinn ekki öruggari en það að Ohio réði því hvor væri forseti.
Það kemur því varla á óvart að núningur sé þeirra á milli enn. Nú hefur Bush enda gagnrýnt Kerry fyrir að láta þau ummæli falla að þeir sem standi sig ekki í námi í Bandaríkjunum "festist í Írak" og krafðist forsetinn þess að þingmaðurinn myndi biðja bandaríska hermenn í Írak afsökunar á þessum ummælum. Þeir Bush og Kerry hafa oft tekið rimmu um málin á kjörtímabilinu, og Kerry hefur verið óhræddur að taka snerrur við repúblikana, eftir tapið í kosningunum fyrir tveim árum. Engum hefur dulist hatur þeirra á hvor öðrum og svo er að sjá að það hafi lítt mildast eftir kosningarnar.
Orðrómur er meira að segja uppi um að Kerry vilji annan séns á Hvíta húsinu og sækjast eftir útnefningu flokksins sem forsetaefni í kosningunum árið 2008, þegar að Bush lætur af embætti. Það er reyndar svo að árið 2008 rennur tímabil hans í öldungadeildinni út. Fari hann í forsetaframboð verður hann að verja þingsæti sitt á sama árinu. Það er kannski svo að hann ætli ekki aftur í þingframboð. Verður fróðlegt að sjá hver staða hans er í útnefningaferli flokksins vilji hann fara fram aftur, einkum og sér í lagi hvort að suðurríkjademókratar sætti sig við norðurríkjaframbjóðanda eftir útkomuna í síðustu forsetakosningum.
Flestir demókratar líta væntanlega svo á að Kerry hafi fengið sinn séns til framboðs og fullreynt með hann. Enda má telja Hillary Rodham Clinton, John Edwards (varaforsetaefni Kerrys 2004) og Barack Obama ferskari kandidata. En lengi lifir svo sannarlega í gömlum glæðum átaka Bush og Kerrys. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Kerry gerir aðra atlögu í áttina að Hvíta húsinu þegar að Bush lætur af embætti og hvort hann hafi stuðning til framboðs fari svo að hann gefi kost á sér.
![]() |
Bush gagnrýnir John Kerry harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2006 | 17:34
Spennan vex í bandarísku þingkosningunum

Í þingkosningunum 2002 var það Bush, eiginkona hans, Laura Welch Bush, og varaforsetinn Dick Cheney sem fóru um landið og héldu kosningafundi með miklum þunga og tryggðu lykilsigra, bæði í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni - sigra sem skiptu forsetann máli til að byggja sig upp fyrir forsetakosningarnar 2004. Nú er stjórnmálaferli forsetans að ljúka, hann getur ekki farið aftur í kosningar og framtíð mála í valdatíð hans veltur á úrslitunum eftir viku. Mikið er svo sannarlega í húfi.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er nú í fréttatímum og á fréttavefum vestan hafs og segja að uppreisnarmenn í Írak hafi hert árásir sínar í landinu í því skyni að hafa áhrif á komandi þingkosningar í Bandaríkjunum. Eflaust er það rétt. En mun það styrkja stöðu repúblikana að beina kastljósinu til Íraks. Það gæti heppnast út frá varnarlegri umræðu, en gæti líka orðið hált vopn sem snýst gegn þeim í hita lokadaganna. Orð dagsins hjá Bush og Cheney í fréttum og kosningasamkomum er að demókrata skorti vilja til sigurs í Írak og hafi enga stefnu í málum þeim tengdum.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig lokaspretturinn stefnir fyrir flokkana. Mikið er í húfi. Kosið er um alla fulltrúadeildina og hluta öldungadeildarsæta. Úrslitin í fulltrúadeildinni munu því auðvitað hafa meiri yfirsýn að segja um stöðuna fyrir forsetakosningarnar 2008. Bush fer ekki fram þá, svo litlu skiptir fyrir hann hvernig sá slagur æxlast. Það sem skiptir hann máli nú eru næstu tvö ár, hann vill halda yfirráðum flokksins yfir þinginu og tryggja völd sín. Án þeirra verður hann valdaminni og einangraðri fyrir vikið.
Þetta verða spennandi kosningar og verður með þeim víða fylgst. Ég hef alla tíð verið mikill áhugamaður um bandarísk stjórnmál, svo ég mun skrifa reglulega um stöðu mála þar til yfir lýkur að viku liðinni og úrslitin taka að streyma inn.
![]() |
Aukin ofbeldisverk í Írak sögð tengjast kosningunum í Bandaríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2006 | 14:39
Kristján Þór og Þorvaldur opna heimasíður

Mikill kraftur mun vera á Kristjáni Þór og stuðningsmönnum hans og er mikil maskína að myndast utan um framboð hans, að því er manni skilst þessa dagana. Það er ljóst að sótt verður fram af krafti af hans hálfu. Hann er auðvitað bæjarstjóri með langan feril að baki og býður fram þá reynslu. Mikið er talað um framboð hans meðal bæjarbúa og sitt sýnist væntanlega hverjum, eins og venjulega. Kristján Þór hefur greinilega lagt vel drög að framboði sínu og þar á greinilega ekki að stíga nein feilspor.

Flestir bíða nú eftir því hvað Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, hyggst fyrir og hvernig hún mun kynna leiðtogaframboð sitt. Arnbjörg ætti að hafa mikið forskot á þessa menn, enda er hún þingflokksformaður og var alþingismaður 1995-2003 fyrir Austurlandið og frá 2004 fyrir Norðausturkjördæmi. Fyrirfram ætti hún því að hafa gríðarlegt start í prófkjörsbaráttunni sinni.
Væntanlega stefnir Arnbjörg að opnun heimasíðu og kosningaskrifstofu, en ég hef ekki mikið heyrt af því allavega. En greinilegt er að þetta verður mikill Akureyrarslagur milli Kristjáns Þórs og Þorvaldar - það stefnir altént mjög í það og það verður fróðlegt með að fylgjast, segi ég og skrifa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2006 | 13:29
Margir áhugasamir í Norðvestrinu

Þeir sem vilja fara fram eru: Adolf H. Berndsen, Ásdís Guðmundsdóttir, Bergþór Ólason, Birna Lárusdóttir, Borgar Þór Einarsson, Einar Kristinn Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Eygló Kristjánsdóttir, Herdís Þórðardóttir, Hjörtur Árnason, Jakob Falur Garðarsson, Óðinn Gestsson, Sturla Böðvarsson, Sunna Gestsdóttir, Örvar Már Marteinsson og Þórvör Embla Guðmundsdóttir.
Þetta er meiri áhugi til framboðs en sást allavega hjá okkur sjálfstæðismönnum í Norðausturkjördæmi, en þar höfðu aðeins níu einstaklingar áhuga.
![]() |
Sextán áhugasamir um framboð hjá Sjálfstæðisflokknum í NV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |