Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.8.2010 | 00:47
Gylfi kominn af fjöllum - sjónarspil feigrar stjórnar
Er staðan ekki einfaldlega sú að vinstristjórnin þolir ekki ráðherrahrókeringar? Hún er svo veikburða og illa stödd að hún má ekki við neinu róti og uppstokkun, þetta er ríkisstjórn á brauðfótum. Hún er bæði of veikburða til að taka ákvarðanir og taka á innri meinum sínum.
Þetta er raunaleg staða. Hvað er nú orðið af pólitísku siðferði þeirra siðapostula sem árum saman töluðu um pólitíska ábyrgð og menn yrðu að axla ábyrgð á mistökum sínum? Þvílíkt fíaskó að fylgjast með þessari vinstristjórn sem sameinast aðeins um að halda í völdin.
![]() |
Gylfi og Jóhanna töluðu saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2010 | 17:17
Ofbeldi slökkviliðsmanna
Slökkviliðsmenn skora mikið sjálfsmark með því að koma í veg fyrir innanlandsflug til Akureyar, með viðkomu á Húsavík. Þetta er ekkert annað en ofbeldi gegn fólki sem hefur ekkert til saka unnið. Þarna er verið að taka almenna borgara í gíslingu og nota þá sem vopn í verkfallsbaráttu.
Mér finnst þetta ómerkilegt og undrast þessi harka, enda munu þessi vopn snúast í höndum þeirra. Þetta er ekki leiðin til að tala upp kröfur sínar og málstað.
Er ekki kominn tími til að setja lög á þetta verkfall?
![]() |
Draumaferðin í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2010 | 14:08
Gylfi Magnússon á að segja af sér
Eftir situr ráðherrann í súpunni. Eftir afleita Kastljósframmistöðu er bakland hans búið og nú verða stjórnmálamenn sem völdu þennan ráðherra og veittu honum mikil völd án þess að hann hafi nokkru sinni hlotið kjör til að sinna þeim að svara þeirri spurningu hvort þau geti varið hann. Nýtur þessi ráðherra trausts? Ætla leiðtogar stjórnarflokkanna að verja það að ráðherra í þeirra umboði hafi sagt þingi og þjóð ósatt?
Kannski er það í lagi að þeirra mati þar sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, varð sjálf uppvís að því að ljúga að þingi og þjóð um launakjör og ráðningu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.
Þetta er samt skaðlegt í alla staði fyrir rikisstjórn sem lofaði gegnsæi og heiðarlegri vinnubrögðum en hefur algjörlega brugðist, sérstaklega þeim sem kusu vinstriflokkanna til valda og töldu með því betri tíð í vændum.
Raunalegt er að háskólamaðurinn Gylfi Magnússon, sá sem kallaði eftir skilvirkum og betri vinnubrögðum í stjórnsýslunni á mótmælafundi á Austurvelli fyrir tæpum tveimur árum, hafi algjörlega brugðist.
Hann á að sjá sóma sinn í að segja af sér.
![]() |
Upplýsti yfirmenn sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2010 | 23:21
Trúverðugleiki Gylfa í molum
Ég held að flestir geti verið sammála um að Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, hafi komið afleitlega út í Kastljósi kvöldsins. Get varla séð hvernig hann getur setið áfram í ríkisstjórn, hann er algjörlega landlaus og rúinn trausti eftir nýjustu vendingar.
Þetta eru raunaleg endalok hjá utanþingsráðherranum sem sóttur var sérstaklega í viðskiptaráðuneytið til að ljá vinstristjórninni trúverðugleika og vera henni akkeri á þeim vettvangi þar sem hún væri veikust fyrir.
Nú er Gylfi orðinn dragbítur á löskuðu vinstristjórnina. Get ekki séð hvernig hann getur varið sig með útúrsnúningum öllu lengur. Hann var lengi meðhöndlaður með silkihönskum en þeir dagar eru sannarlega liðnir.
Nema að vinstriflokkarnir ætli að verja lengur ráðherrann umboðslausa sem situr í þeirra umboði. Spurning hvort þeir leggi í það eins og komið er málum. Efa það.
![]() |
Mátti ekki dreifa minnisblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2010 | 14:45
Spaugstofan hættir - stofnun í svelti
En endalokin koma ekki að óvörum. Ríkisútvarpið er í miklu peningasvelti og þar er horft í hverja krónu, þó deila megi hvort allt sé skynsamlegt í ákvörðun yfirstjórnarinnar þar. Sú ákvörðun að slátra svæðisstöðvunum, eyðileggja þar með áratugastarf í miðlun fréttaefnis af landsbyggðinni, og kippa eina fréttaskýringarþættinum í sjónvarpi úr sambandi var umdeild, enda röng og afleit. Mun betra hefði verið að kippa Rás 2 úr sambandi, stöð sem hefur litla sem enga sérstöðu.
Spaugstofan lifir áfram, hvort sem hún fær nýjan stað í sjónvarpi eða verður til í öðru formi gamantúlkunar. Hún hefur markað sér sess í huga þjóðarinnar.
![]() |
Spaugstofan lifir áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2010 | 01:23
Vissi Gylfi ekki hvað gerðist í ráðuneyti hans?
Eftir að hafa setið í ráðuneytinu í eitt og hálft ár eru flestir farnir að efast um sérfræðiþekkinguna sem þótti svo mikilvægt fararnesti og trúverðugleikinn er svo gott sem farinn. Eftir stendur strípaður utanþingsráðherra með ekkert bakland. Hann er orðinn algjört rekald í því lánlausa hrói sem þessi vinstristjórn er.
Hver getur trúað því að viðskiptaráðherra með svo mikla þekkingu á málum og þá yfirsýn sem skorti hjá Björgvini G. Sigurðssyni viti ekkert hvað er að gerast í hans húsi. Er það virkilega svo að hann sé svo sljór og slappur að hafa algjörlega brugðist eða er hann einfaldlega að ljúga að þjóðinni?
Pressan hlýtur að rekja þá slóð vilji hún standa undir nafni. Eða er Gylfi kannski jafn slappur viðskiptaráðherra og Björgvin greyið? Hver ætlar að bera ábyrgð á þessum landlausa ráðherra öllu lengur? Ætla VG og Samfylkingin að senda björgunarþyrluna eftir honum?
![]() |
Vissi ekki af áliti Seðlabankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2010 | 00:12
Er Jón Gnarr borgarstjóri eða trúður?
Ég hélt fyrst þegar ég sá Jón Gnarr, borgarstjóra, í draginu í kvöld að þarna væri Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mætt. Hún fannst loksins í flugi í dag og hafði verið ósýnileg dögum saman, meðan ein helsta vonarstjarna Samfylkingarinnar fuðraði upp, sem telst víst visst afrek í gúrkunni. Engum í pressunni datt í hug að leita að formanni Samfylkingarinnar. Segir allt sem segja þarf um stöðu hennar.
En hvað með það. Mér fannst þetta frekar hallærislegt hjá borgarstjóranum. Mér finnst það alltaf frekar kjánalegt þegar menn klæða sig upp í kvenmannsföt sem hafa ekki kenndir til þess að gera það. Þessi brandari Besta flokksins er farinn að verða ansi súr. Eru ekki nokkrir dagar síðan leitað var að þessum borgarstjóra til að efna kosningaloforð um hreinsunarátak í borginni en hann talaði um vinabæjarsamband við Múmíndal?
Ætla Reykvíkingar að hafa skemmtikraft á fullum borgarstjóralaunum í fjögur ár við að leika trúð? Eru ekki nóg önnur og brýnni verkefni á dagskrá?
![]() |
Óvæntur gestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010 | 19:21
Botnlaust klúður Árna Páls
Runólfi hefur með yfirlýsingu sinni tekist að magna hitann undir Árna Páli og er alls óvíst um að hann bjargi ráðherrastólnum. Draumurinn um formennsku Samfylkingarinnar virðist úti og gott betur en það.
Nú er spurning hvort ráðherranum tekst með hundakúnstum að bjarga sér frá pólitískri glötun. Þar skiptir mestu pólitískur stuðningur þingflokks og formannsins, forsætisráðherrans ósýnilega.
En hvernig er það, ætlar enginn að bera ábyrgð á þessu klúðri? Hefur ekki Samfó alltaf talað um pólitíska ábyrgð?
Þetta er lánlaust lið, ekki annað hægt að vorkenna pínkupons þeim sem geta klúðrað svona massíft æ ofan í æ.
![]() |
Ástu boðið starfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2010 | 20:28
Árni Páll losar sig við Runólf
Engu að síður hefur Árni Páll veikst mjög í sessi vegna þessa máls og er mjög skaddaður pólitískt. Sterk ímynd hans eftir leiðtogasigurinn í Kraganum og hafa fengið tækifærið til að fara í lykilráðuneyti eftir hrun er í molum. Fjarri því er hann vonarstjarna lengur fyrir Samfylkinguna. Þeir dagar eru liðnir eftir þetta fíaskó.
Reyndar er að verða fátt um fína drætti í leiðtogaspekúleringum Samfó. Flokkurinn er leiðtogalaus og hefur fáa á hliðarlínunni sem hafa sterka stöðu, enginn þeirra hefur styrkst í þessu lánlausa stjórnarsamstarfi. Ætli Gutti sé sá eini sem hefur stöðu í leiðtogahlutverk vegna þess að hann er á hliðarlínunni?
En hvað með það: raunalegt var að sjá Runólf í Kastljósi barma sér yfir því að ráðherrann hafi ekki haft manndóm til að standa með sér og fara svo beint í að verja fjármálasukkið honum tengt. Hann var enn staddur á árinu 2007 í að réttlæta ruglið sem hann var í.
![]() |
Umboðsmaður skuldara hættur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2010 | 13:41
Dýrkeypt einkavinavæðing
Hann kom illa út úr blaðamannafundi í morgun og vísaði til þess að hafa ekki vitað um skuldaskil og þess háttar. Afar klaufalegt og subbaleg afneitun á staðreyndum. Þetta mál á eftir að skaða Samfylkinguna mjög mikið verði ekki klippt á þetta mjög fljótlega.
Pressan stendur sig vel og þjarmar vel að ráðherranum, spyr spurninganna sem allir spyrja sig. Kominn tími til að hún standi sig vel og sinni sínu hlutverki. Mjög vel gert og spurningarnar sem ráðherrann fær eru góðar og hann á í vök að verjast.
Annað hvort mun ráðherrann fórna pólitískum ferli sínum eða losa sig við Runólf.
![]() |
Vissi að Runólfur tapaði fé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)