Færsluflokkur: Dægurmál
28.6.2008 | 09:30
Eldur í Myndlistarskólanum á Akureyri
Vinur minn, Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans, hefur unnið gott verk þar og staðið sig vel við að byggja upp vandaða og góða kennslu í sínum fræðum. Þetta er skóli sem nýtur mikillar virðingar og hefur t.d. nýlega unnið til verðlauna á erlendum vettvangi, svo eftir var tekið. Mikilvægt er að hlúa vel að því starfi.
En þarna fór vel miðað við allar aðstæður. Vonandi mun uppbyggingin ganga vel eftir þennan eldsvoða. Færi Helga og hans fólki bestu kveðjur, með von um að vel gangi á næstu mánuðum.
![]() |
Bruni í Myndlistarskólanum á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 21:18
Er það nú sumar....
Segi bara eins og Ríó Tríó forðum í góðu lagi: Er það nú sumar....
![]() |
Varað við snjókomu og hálku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2008 | 14:11
Urriði verður minkabani í Ljósavatni
Margar eru þær veiðisögurnar sem vekja athygli og sumir þeir sem veiða hreykja sér af veiðinni einum of, sumir sýna stærð laxanna með handabendingum og lengja þá örlítið meira en eðlilegt telst. Alltaf gaman af skemmtilegum veiðisögum. Held þó að þessi slái flestar aðrar út. Ekki aðeins er hún sönn, heldur ótrúlega sönn.
![]() |
Urriði át mink |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2008 | 01:18
Íslenskir fossar setja mark sitt á Austurá

Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hélt flotta ræðu til heiðurs Ólafi þegar fossarnir voru vígðir og talaði þar mikið um hinar dönsku og íslensku rætur listamannsins. Hann komst mjög vel að orði. Þetta er metnaðarfullt og flott verk og er kjörið til að vekja athygli og um þetta er fjallað í öllum fjölmiðlum vestanhafs í kvöld. Slær í gegn.
Alltaf gaman að sjá þegar Íslendingum gengur vel á erlendum vettvangi. Ólafur er að gera það gott og ánægjulegt að sjá hversu mikils metin list hans er. Hönnun hans á glerhjúpnum á Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu í Reykjavík er stórglæsileg og verður gaman að sjá hana lifna við er húsið rís.
![]() |
Fossar falla í Austurá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 23:31
Magga Blöndal stýrir hátíðarhöldum um versló

Með því að fá nýtt fólk að borðinu, með góð tengsl og nýjar hugmyndir, má reyna að læra af mistökum síðustu ára hvað varðar hátíðarhöld um versló og gera enn betur. Margt gott hefur verið gert í vinnu síðustu ára og enginn vafi leikur á því að Akureyri hefur verið með eina öflugustu og sterkustu hátíðina um þessa helgi síðustu ár og þangað hefur fjöldi fólks komið. Deilt hefur þó verið um umgjörð hátíðarhaldanna af miklum krafti og sitt sýnist hverjum.
Enginn vafi leikur á því að ríflegur meirihluti bæjarbúa vill hátíðarhöld á Akureyri um verslunarmannahelgina. Það sýna kannanir - virða á þann afgerandi vilja bæjarbúa. Það form af hátíðarhöldum og verið hefur síðustu ár er þó fjarri því heilagt og hægt að gera marga og spennandi hluti í þeim efnum. Treysti Möggu Blöndal vel til að taka á því og stýra því af krafti og ábyrgð. Bæjaryfirvöld og þeir sem hafa verið lykilbakhjarlar hátíðarhaldanna reyna nú að finna nýtt upphaf - skapa nýja og vel heppnaða umgjörð að versló á Akureyri - vonandi tekst það vel.
![]() |
Margrét Blöndal stýrir verslunarmannahelginni á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 01:18
Trúir virkilega einhver svona peningasvindli?
Varla líður sá mánuður, stundum enn skemmra jafnvel, að maður fái ekki einhvers konar svona skilaboð um peningasvindl í tölvupósti. Auðvitað hvarflar ekki að manni að taka mark á þessu rugli en vonandi eru aðrir orðnir meðvitaðir um að það er bara verið að hafa það að fífli. Þessi svikamylla með símaskilaboðum er þó nýtt, en vonandi fellur enginn fyrir þessu.
Skilaboðin eru giska einföld; föllum ekki flöt fyrir peningasvindlinu.
![]() |
Varað við SMS skilaboðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2008 | 00:33
Er hvolpaeigandinn sjálfur hundaníðingurinn?
Mikilvægt er að þetta mál verði upplýst að fullu og tekið á því. Sá sem ætlaði að kviksetja hundinn verður að horfast í augu við gjörðir sína og taka út refsingu fyrir það. Annað er eiginlega ekki í stöðunni. Finn vel að mikil reiði er vegna málsins og ólga í þeim sem skrifa um það. Finnst það eðlilegt. Þetta var grimmilegur verknaður, alveg skelfilegur, og ekki undarlegt að fólk skrifi af tilfinningarhita í þeim efnum.
Sé að sumir líkja þessu máli við Lúkasarmálið fyrir ári. Þar var farið af stað með sögusagnir um hverf hunds og ýmislegt sagt í hita leiksins án þess að vita hvað væri rétt eða rangt. Þarna er talað um alvarlegt mál, þar sem átti að grafa hund lifandi. Finnst þetta ekki sambærilegt. Kannski er þetta líkt að því leyti að þarna er deilt um hunda, en lengra nær samanburðurinn ekki.
![]() |
„Allur að koma til“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 13:47
Brynja Ben

Sá margar sýningar sem Brynja leikstýrði. Þeirra eftirminnilegastar eru Uppreisn á Ísafirði eftir Ragnar Arnalds, fyrrum ráðherra, Endurbyggingin, verk Vaclav Havel, fyrrum forseta Tékklands og Tékkóslóvakíu, og svo auðvitað Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur. Þessar sýningar voru allar á síðari hluta níunda áratugarins. Algjörar toppsýningar.
Krafturinn í henni og Erlingi sást mjög vel þegar að þau opnuðu leikhús heima hjá sér á Laufásvegi. Þar sá ég Ormstungu með Benedikt, syni þeirra, og Halldóru Geirharðs. Frábær sýning og leikhúsið þeirra heima var vel heppnað.
Votta Erlingi og fjölskyldu Brynju mína innilegustu samúð.
![]() |
Andlát: Brynja Benediktsdóttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 12:21
Allt er þegar þrennt er á sumri ísbjarnanna

Eiginlega fannst mér nóg um að fá tvo ísbirni og átti ekki von á að þeir yrðu fleiri. Held að flestir hér séu orðnir þreyttir og leiðir á þessari ísbjarnarumræðu.
Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri Feykis, ritaði í dag flotta grein grein í Fréttablaðið um ísbjarnarmál sem ég vil benda á.
![]() |
Hvítabjörn á Skaga? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2008 | 00:51
Er búið að finna hundaníðinginn?
Ánægjulegt er að leit lögreglunnar að eiganda hundsins sem urðaður var lifandi hafi borið árangur og viðkomandi fundist, enda er mikilvægt að hundaníðingnum verði refsað og tekið á máli hans. Ekki er hægt að sætta sig við svo hrottalega meðferð á dýri og mikilvægt að opinbera nafn þess sem ætlaði að kviksetja hundinn.
Dýravinum öllum er brugðið vegna þessa máls - reiði alls almennings hefur komið vel fram. Eðlilegt er að fólk sýni reiði sína vegna svo hrottalegrar framkomu við dýr sem getur ekki varið sig. Þetta er ómannúðlegur og grimmilegur níðingsskapur af verstu sort.
Stóra spurningin er svo hvort hundurinn fari aftur til eiganda síns. Er hægt að sætta sig við það?
![]() |
Eigandi hvolpsins fundinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |