Færsluflokkur: Dægurmál
11.6.2008 | 14:50
Enn eitt stóra fíkniefnamálið fyrir austan

Eflaust einhver merkileg saga þarna á bakvið. Þeir fyrir austan eru orðnir vanir svona stórum málum, Fáskrúðsfjarðarmálið fyrir ári og líkfundarmálið fyrir fjórum árum voru mikið í fréttum. Þetta sýnir okkur mjög vel hversu dópvandinn er mikill, sem við er að eiga. Mikilvægast er að góð gæsla sé og fylgst vel með og tekið á málum af þessu tagi.
Stóra spurningin sem yfirvöld fyrir austan verða að svara er hver sé saga þessa hollenska ferðamanns með þennan farangur - nú þegar er ljóst að þetta er frægur smyglari og fróðlegt að vita hverjir séu vitorðsmenn hans. Hrósa þeim fyrir austan hversu vel þeir stóðu sig í þessu máli, að koma upp um dópsmyglið.
![]() |
Ekki tilviljun að hass fannst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 20:54
Mikill heiður fyrir Margréti og Myndlistarskólann

Ég vil óska Margréti Lindquist, útskriftarnemanda í Myndlistarskólanum á Akureyri, innilega til hamingju með gullverðlaun samtaka fagfélaga grafískra hönnuða í Evrópu. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir hana og ekki síður Myndlistarskólann á Akureyri.
Þessi verðlaun er mikill og ánægjulegur áfangi fyrir skólann og verðlaunað það glæsilega verk sem vinur minn Helgi Vilberg, skólastjóri, hefur unnið með skólann allt frá því hann var stofnaður árið 1974. Ég fór um hvítasunnuhelgina í Myndlistarskólann á útskriftarsýningu nemenda þar. Var virkilega ánægjulegt að kynna sér verkin og það góða starf sem þar er unnið.
Sérstaklega er gott að vita að nemandi í þessum öfluga skóli hér norður á Akureyri fái slík verðlaun og segir meira en mörg orð um hversu góður skóli Myndlistarskólinn á Akureyri er og hversu vel Margrét hefur staðið sig í skólanum.
Hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að hlúa eigi vel að þessum skóla, enda hefur sést mjög vel að þar er vel unnið og hann nýtur virðingar. Margir mjög efnilegir listamenn hafa þar hafið feril sinn og hlotið mikilvæga reynslu og þekkingu á listabrautinni. Innilega til hamingju Margrét og Helgi.
![]() |
Hlaut viðurkenningu Evrópusamtaka grafískra hönnuða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 15:19
Níðingsleg framkoma við dýr
Ætla að vona að þessir ungu menn sem köstuðu grjóti í lömbin hugleiði á hvaða braut þeir eru. Þeir sem svona gera þurfa að hugsa sín mál vel. Þessi frétt sýnir hvað er mikið af sjúku fólki til, enda þarf verulega sjúkan huga til að koma svo ógeðslega fram við dýr.
![]() |
Köstuðu grjóti í ær og lömb |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2008 | 02:11
Þvílíkur óhugnaður
Ekki er annað hægt en fyllast óhug við að lesa það hvernig bandarísk kona myrti ófríska vinkonu sína, ófætt barn hennar og önnur börn. Ógeðfellt og sorglegt í senn. Eiginlega er það með ólíkindum að lesa svona fréttir og hversu mikil mannvonska er til. Hverskonar sturlun er það sem rekur einstakling í að drepa fólk með svo ógeðslegum hætti. Aðeins tilfinningalaus og sturluð manneskja getur drepið vini sína svona og í ofanálag að fela líkin í þvottavél og þurrkara.
Svona fréttir leiða til þess óneitanlega að hugsað er hversu mannskepnan er grimm. Eflaust eru morð algeng um allan heim, en einhvernveginn er þetta svo sorglegt, ekkert annað hægt að segja. Svona fréttir hafa áhrif á alla sem lesa, þó þetta gerist órafjarri okkar samfélagi.
![]() |
Lífstíðarfangelsi fyrir fjögur morð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 14:40
Konunglegt brúðkaup í Kjósinni

Hvort sem við þolum Bubba ekki eða dýrkum verður því ekki neitað að hann hefur markað sér sess í íslenskri tónlistarsögu og fáum dettur í hug að afneita, allavega ekki svo trúverðugt sé. Bubbi hefur líka verið eitt mesta yfirlýsingatröll síðustu áratuga, pólitískur og mannlegur í skotheldri blöndu, og nær enn athygli út á það, síðast sem yfirlýsingabloggarinn Ásbjörn sem fær alla til að hafa skoðun á sér, þó að allir fari þeir út í búð og kaupi nýjasta efnið hans. Hann hefur mikil áhrif út á það eitt og sér.
Bubbi er bara fínn. Hef ekki alltaf verið sammála honum. En ég er hrifinn af pólitíska tóninum í honum, yfirlýsingum um mann og annan. Þetta er bara hans stíll. Það væri stílbrot ef Bubbi færi að breyta sér á sextugsaldri fyrir einhverja besservissera úti í bæ. Þetta er Bubbi, hann var fílaður svona í denn og engin þörf á að breyta því á 21. öld.
Og enn kemur ný kona í líf hans. Platan Kona var samin til konunnar í lífi Bubba á níunda áratugnum. Og fyrir Brynju samdi Bubbi heila plötu í upphafi tíunda áratugarins þar sem rómantíkin varð aðalstefið. Flestir munu fylgjast vel með hvort gerð verði ný Konuplata fyrir fegurðardrottninguna Hrafnhildi.
![]() |
Bubbi Morthens gekk í það heilaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2008 | 02:20
Bloggarar lækkaðir í tign í Morgunblaðinu?
Síðan að leiðir skildu með Sigmund og okkar moggabloggarum á sömu síðu hafa orðið augljósar áherslubreytingar með birtingu á bloggskrifum. Breytingin var mjög áberandi og um leið sýndi vel að nýji ritstjórinn hafði aðrar áherslur. Get ekki betur séð en þær séu til hins góða. Finnst eiginlega umfjöllun um bloggið hafa aukist frá því sem var og orðið markvissari. Nú eru bloggfærslur birtar með fréttum, þar sem helstu skrif um tiltekið efni eru til umfjöllunar. Gott dæmi var um daginn þegar að ísbjörninn var drepinn í Skagafirði. Þá var bent á bloggfærslur, bæði með og á móti drápinu.
Finnst ekki felast stöðulækkun fyrir bloggara að færast um síðu á Mogganum. Um daginn var fjallað á miðopnu vel um sigur Barack Obama í forkosningum demókrata. Þar var fín fréttaskýring Karls Blöndals og auk þess vitnað í bloggskrif mín og Daggar Pálsdóttur um niðurstöðuna. Ekki lengur er bara birt viss skrif á einni síðu heldur oft víðar um blaðið vitnað í bloggara og farið eftir fréttum sem eru í gangi sérstaklega. Auk þess er viss bloggdálkur samhliða aðsendum greinum.
Finnst þetta lofa góðu bara og finnst með þessu sannast að Ólafur Stephensen, ritstjóri, ætlar að auka bloggumfjöllun blaðsins og hafa hana víðtækari en áður. Þeir sem spáðu því að minna yrði vitnað í moggabloggið með ritstjóraskiptum hafa því ekki orðið sannspáir og munu þess þá frekar lesa víðar vitnað í þá sem skrifa á bloggkerfinu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2008 | 12:20
Dúlluleg mótmæli - trúarhiti vegna símaauglýsinga
Bæði hefur Símanum tekist að tryggja sér umræðu og fengið jafnvel ókeypis auglýsingu með svo umdeildri framsetningu sem raun ber vitni. Ekki verður af þeim skafið hjá Símanum að þeir hafa náð fram ótrúlegri kynningu á kerfinu og fyrirtækinu á aðeins um sólarhring. Þeir eru fáir sem ekki hafa séð auglýsingarnar og umfang þeirra hefur tryggt að fólki langar til að kynna sér auglýsinguna. Þeim hjá Símanum hefur jafnan tekist að vera með áberandi auglýsingar sem hafa hitt í mark með einum hætti eða öðrum.
Enn tekst það, þó vissulega séu ekki allir á eitt sáttir með auglýsinguna og telji hana annaðhvort tæra snilld eða lúalega smekklausa útfærslu á síðustu kvöldmáltíðinni. Svo mikið er víst að Símanum tekst ætlunarverkið að komast í umræðuna, ná athygli og það massífri. En það var held ég öllum ljóst að þessi framsetning myndi kalla á skiptar skoðanir og deilur. Þetta er einfaldlega þannig efni sem gert er út á.
Á meðan að trúaðir taka sína rimma hlæja aðrir og þar með hefur Símanum tekist sitt. Varla munu þeir beygja af leið fyrir þennan hóp, en þessi mótmæli sýna vel hversu Símanum hefur tekist vel upp við að ná umræðu og skiptum skoðunum.
![]() |
Segja upp viðskiptum við Símann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2008 | 10:11
Manndrápsakstur í umferðinni
Enn og aftur berast fregnir af ökumönnum sem keyra um á manndrápshraða, keyra langt yfir hraðamörk og jafnvel í vímuástandi. Þessi var auk þess réttindalaus. Akstur á þessum hraða og við þessar aðstæður flokkast ekki undir neitt annað en hreinan háska, enda eru í senn bæði ökumaðurinn og þeir sem hann mætir í lífshættu vegna þess. Hvað er fólk að hugsa þegar að það keyrir á slíkum hraða eða hvað fer í gegnum huga þess á meðan? Eða sennilega hugsar það auðvitað ekki neitt, þeysir bara áfram hugsunarlaust.
Ætla að vona að við séum ekki komin í biðferli eftir banaslysi, þar sem ökumaður á háskahraða drepur jafnvel fjölda fólks með hugsunarleysi sínu og gerræðislegum ákvörðunum. Það er auðvitað mikið áhyggjuefni hversu alvarleg staðan er í umferðarmálum. Búið er að tala vel og reyndar mjög lengi um að úrbóta sé þörf - taka verði á þessum augljósa vanda. Fara þarf að gera eitthvað meira en bara tala. Auðvitað er það dapurlegt þegar fólk tekur þá ákvörðun að geisast áfram á kolólöglegum hraða og jafnvel í vímu.
Þeir sem keyra svona bera ekki einu sinni virðingu fyrir sjálfu sér og hvað þá þeim sem það mætir á leið sinni. Þetta hefur gerst of oft á síðustu mánuðum. Þetta hlýtur að fara að leiða til þess að horft verði út fyrir orð okkar allra sem tölum fyrir því að fólk hugsi sitt ráð og fari ekki undir stýri í annarlegu ástandi. Akstur í vímu, annaðhvort að völdum áfengis eða eiturlyfja, er vaxandi vandamál sem kristallast æ meir með atvikum að undanförnu.
Í sjálfu sér tel ég þetta orðið eitt mesta vandamálið í umferðinni í dag. Engin trygging er fyrir því þegar fólk sest undir stýri og heldur út í umferðina að það mæti ekki fólki undir áhrifum vímugjafa - út úr heiminum í sínu annarlega ástandi. Þetta er mikið áhyggjuefni sem full þörf er á að tala um með mjög áberandi hætti.
![]() |
Ölvaður á 171 km hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 17:58
Umdeildur lokatónn í skagfirskum Ísbjarnarblús
Um fátt hefur verið fjallað meira í dag en dauða ísbjarnarins í Skagafirði, lokatónn hins skagfirska Ísbjarnarblús er mjög umdeildur. Hef misst tölu á hversu margar myndir eru komnar á netið af dýrinu og sérstaklega virðist vinsælt að láta mynda tennur dýrsins og veiðimennirnir létu auðvitað mynda sig við ísbjarnarhræið.
Allar eru þessar myndir umdeildar, eins og sést hefur í bloggheimum í dag. Kemur kannski varla að óvörum að náttúrusinnar noti málið til að slá sér upp og tala gegn því að fella slík villidýr. En annað er um að tala en vera á staðnum og þurfa að taka ákvarðanir. Sérstaklega virðist reiðin beinast að Þórunni umhverfisráðherra, sem þó vill greinilega enga ábyrgð taka þó hún hafi veitt leyfi til verksins.
Eðlilegt er að velta því fyrir sér hvað hægt var að gera annað en skjóta dýrið. Ekki voru svefnlyf tiltæk og tómt mál um að tala að bíða til morguns með að fella dýrið eða þá ella taka aðra ákvörðun um framtíð þess. Held að ekkert annað hafi verið í stöðunni. En margt er afleitt í þessu máli. Sérstaklega er vont að vegurinn hafi ekki verið lokaður af og utanaðkomandi fólki hafi verið leyft að komast á svæðið meðan að dýrið var á lífi. Margt í þessu var gert með þeim hætti að umdeilt verður.
Vonandi læra allir á þessu. Mesta athygli vekur að engin áætlun er til staðar ef slíkt ástand kemur upp að ísbjörn, stórhættulegt villidýr, kemur til landsins og greinilegt að ekki eru svefnlyf til reiðu til að nota á slík dýr. Margt er því að og eflaust þarf að hugsa málin upp á nýtt. Dauði þessa dýrs vekur vonandi vangaveltur um hvað megi bæta og hvort eðlilegt sé að fella slík dýr, þegar að óljóst er hvað hægt sé að gera annað í stöðunni.
![]() |
Hefði átt að loka veginum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 12:51
Ísbjörninn felldur - hver tók ákvörðunina?
Væntanlega mun Þórunn með þessu fá bylgju af óánægju umhverfissinna vegna drápsins, rétt eins og Össur Skarphéðinsson fyrir 15 árum. Fór yfir það mál í morgun. Eðlilega er þegar farið að bera þessi tvö mál saman, þó eitt og annað sé ólíkt í þeim. Umhverfissinnar hjóluðu í Össur vegna málsins og fróðlegt verður að sjá hversu harkalega Þórunn verði dæmd vegna þessa máls nú.
Hér fylgir mynd af ísbirninum. Eins og vel sést er þetta stór og mikil skepna, sem ekki er fýsilegt að mæta og því skiljanlegt að þeir sem eru á vettvangi finnist réttast að fella dýrið. Þetta er grimmt villidýr sem við munum aldrei flokka sem aufúsugesti eða þau dýr sem við viljum hafa í kringum okkur. Því er eðlilegt að þeir sem eru á vettvangi líti öðruvísi á málið en umhverfissinnar hinumegin á landinu, sem flestir hafa aldrei horfst í augu við dýr af þessu tagi.
Sennilega spyrja sig allir núna hvað verði um dýrið. Húsdýragarðurinn var þegar búinn að óska eftir dýrinu áður en það var drepið og fróðlegt að sjá hvort að það verði stoppað upp og sett þangað og Þórunn umhverfisráðherra muni svo svipta hulunni af því þegar að það verður formlega sett þangað.
![]() |
Ísbjörninn felldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)