Færsluflokkur: Dægurmál

Bloggfrí

Ætla að taka mér frí frá bloggskrifum næstu dagana, þar sem ég er að fara í leyfi næstu dagana. Kem aftur væntanlega síðla þessarar viku.


Charlotte mætir í nýjum kjól með nýtt lag og andlit

Charlotte Perelli Held að það sé alveg heiðarleg fullyrðing að Íslendingar hafi elskað að hata blondínubombuna Charlotte Nilsson Perelli síðan að hún sigraði Selmu í Jersúsalem fyrir níu árum. Nú er hún komin aftur í nýjum kjól með nýtt lag og þetta líka glænýja andlit. Svo nýtt að varla þekkir nokkur maður hana.

Eiginlega er það sláandi hvað sú Charlotte sem nú raular lagið Hero er ólík þeirri sem söng Take Me To Your Heaven í vínrauða dressinu forðum daga á meðan að við blótuðum henni í sand og ösku heima í stofu. Breytingin á henni er eiginlega sláandi. Hún er greinilega orðin andlit lýtaaðgerða.

Einn sem sá keppnina um daginn hélt reyndar að hún væri klæðskiptingur, enda vottar varla fyrir kvenlegum þokka í þessu andliti, miðað við það sem blasti við áhorfendum þegar að hún vann keppnina. Er engu líkara en andlitið hafi verið sett saman upp á nýtt.

Ætla rétt að vona að Charlotte vinni ekki keppnina í kvöld. Lagið hennar er ekkert spes og vindblásturinn er orðinn einum of þreyttur fyrir Svíana. Þetta er eins og blessunin hún Carola sem varla mátti taka lagið nema vera með vindinn í fangið.

Carola náði ekki að sigra keppnina þegar að hún ætlaði að eiga sér endurkomu fyrir tveim árum, eftir að hafa sigrað með Fangad av en Stormvind árið 1991. Ætla rétt að vona að hin sænska Charlotte nái ekki að landa öðrum sigrinum með nýja andlitinu sínu.

mbl.is „Fegin að Dustin datt út"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk hitabylgja í kortunum

SólinVeðurspáin fyrir næstu dagana er alveg yndisleg. Hitabylgja í kortunum og stefnir í grillpartý hér allsstaðar á morgun samhliða Eurovision, sýnist mér. Verður allavega stuð og gleði á morgun, þegar að úrslitakeppnin fer fram. Svona spá er allavega algjör bónus við stemmninguna og eiginlega gulls ígildi.

Er líka mjög gott að fá svona góða tíð eftir veturinn. Eigum þetta öll svo vel skilið. Verður fróðlegt að sjá hvort við fáum jafngott sumar og í fyrra. Þá var mikil sól og mjög þurrt allt sumarið. Man varla eftir þurrari sumri, enda voru bændurnir fúlir og rigningardagarnir hér á Akureyri voru allavega léttilega teljandi.

En þetta er kærkomið fyrir okkur öll, verður syngjandi sæla þessa Eurovision-helgi.

mbl.is Næstum óraunveruleg veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan af hinum óþolandi flugdólgum

Undir niðri er ekki hægt annað en hlæja að þessum flugdólgum, en mikið skelfilega er nú leiðinlegt að lenda í svona fólki sem kann fótum sínum ekki forráð með drykkju og áreitir farþega í flugvélum. Þetta er sem betur fer ekki daglegt brauð, en eflaust gerist það æði oft að fólk fær sér einum of mikið neðan í því í fluginu og sumir fá sér ágætis skammt fyrir flugið. Fólk er mjög misjafnt fullt og það er fátt ömurlegra en lenda í að sitja með fólki sem hefur fengið sér of mikið og veit ekki alveg hvað þá á að gera nema að eyðileggja flugferðina fyrir öðrum.

Var reyndar einu sinni í flugstöð á Bretlandi fyrir nokkrum árum og þar tók ég einmitt eftir einum manni sem lá greinilega mjög vel áfengismareneraður á bekkjarunu í bið eftir flugvél. Hann var þó ekki dauður eins og við segjum en það varð að benda honum nokkuð vel á að vélin væri að fara, þegar að kallið kom. Og hann staulaðist um borð, náði að redda því og fékk sér meira og svaf hinu værasta á leið til Íslands. Hann missti sig reyndar aðeins í vélinni og tók væn köst en bar sig að öðru leyti sig vel. En hann náði athygli allra um borð. Stjarna flugsins.

Varð loks rólegur og settlegur er Keflavík var í sjónmáli. Hef heyrt í mörgum sem hafa upplifað vissa dramatík í fluginu yfir Atlantshafi með þeim sem hafa gengið lengra. Frægust er sennilega sagan sem ég heyrði af einum í fluginu með tannlækninum sem tók vænt kast og allt varð vitlaust út af. Man mjög vel eftir viðtalinu við hann eftir á þar sem hann vildi skaðabætur frá flugfélaginu og alles. Reyndar ekki heyrt af málinu síðan, nema þá í fyndinni ferðasögu, sem viðstöddum fannst reyndar ekki fyndið meðan á henni stóð.

Held af lýsingum að dæma að þessi maður hafi ekki beint brosað framan í flugfreyjurnar í vélinni og sennilega best geymdur á fjarlægum stað að sofa úr sér gleðivímuna og lætin. En það er ekki á hverjum degi sem svona fréttir koma, sem betur fer segir maður bara. En alltaf komast blessaðir flugdólgarnir nú í fréttirnar.

mbl.is Áreitti farþega á leið til Toronto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengjan gerð óvirk - hvaðan kemur sprengjan?

Sprengjuhætta í KópavogiJæja, þá er búið að aftengja sprengjuna á svæði Snælandsskóla í Kópavogi sem svo mikið hefur verið talað um í dag. Í kjölfar skrifa minna áðan fékk ég póst frá manni sem hefur búið mjög lengi í Kópavogi sem sagði mér að engin merki væru um að hermenn hefðu verið þarna eða geymsla á þeirra vegum hafi verið þarna. Allavega engin söguleg merki þess efnis.

Þá er eðlilegt að spurt sé hvaðan þessi sprengja komi eiginlega, hvernig hún hafi endað þarna. Ef hermenn hafa ekki verið þarna eða geymsla af einhverju tagi er eðlilegt spurt sé hvort að mögulegt sé að hún hafi verið flutt þangað sérstaklega eða hafi endað þar fyrir slysni, jafnvel dottið úr flugvél þar sem þarna liggur aðflugslína að Reykjavíkurflugvelli.

Kannski er við hæfi að rifja upp þætti Helga H. Jónssonar um stríðsárin núna á næstunni - á þá einhversstaðar í safninu mínu. Þeir voru mjög vel gerðir og dekka vel þennan tíma og umsvif hersins hér. En allavega er stórmerkilegt ef engin aðstaða hermanna hefur verið þarna og því spurning um hvernig sprengjan endaði þar og var á skólasvæði á okkar tímum.

Enda getur varla verið að skóli og mannvirki hafi verið reist þarna nema þá að ganga úr skugga um að þarna væru ekki leifar af stríðsminjum, hafi verið vafi uppi um hvort þarna hafi verið eitthvað slíkt.

Allavega, stórmerkilegt mál að öllu leyti.


mbl.is Sprengja í Fossvogi gerð óvirk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pressan fær aldrei nóg af Britney Spears

Britney Spears Varla líður sá dagur að ekki sé fjallað um hina útslitnu glamúrgellu Britney Spears í fjölmiðlum. Held að ást pressunnar á henni sé að fara úr böndunum. Manneskjan má varla stíga eitt skref út úr húsi án þess að hún sé hundelt um allt. Þetta hlýtur að vera alveg gjörsamlega skelfilegt líf sem hún lifir. Frægðin getur verið mjög dýrkeypt, ætli að Britney sé ekki að verða fyrsta flokks dæmi um það.

Annars er það litla sem heitir orðið líf hjá Britney komið í rúst. Hún er búin að missa börnin vegna óreglu og glyðrulífernis og er á hraðferð að mér sýnist til glötunar. Það er varla stórfrétt að einhverjir hafi myndefni af henni og vilji gera sér pening úr því. Þessar stjörnur eiga fátt ef nokkuð prívat. Annars skilur maður ekki þennan endalausa áhuga, þetta er held ég að enda sem manía hin mesta.

Það verður eflaust áhugavert fyrir einhverja að sjá hvað gerist næst í lífi þessarar konu á þrítugsaldri, en ég vona að fólk leyfi henni að lifa sínu lífi bara í friði.

mbl.is Nýtt kynlífsmyndband með Britneyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðbankaþjófnaðir að komast í tísku

Peningar Greinilegt er að hraðbankaþjófnaðir eru að komast í tísku hér á Íslandi. Hafa verið þrjú eða fjögur mál að undanförnu þar sem gerð er tilraun til að ræna hraðbanka eða nota kortalesara til að komast yfir upplýsingar sem hægt er að nota síðar meir. Þetta er greinilega skipulagt alþjóðlegt ránsdæmi.

Frásögnin af þessum blessuðu ránum á alþjóðlega vísu sýnir vel hversu vel skipulagt dæmi þessi rán eru og greinilega allt reynt til að komast yfir peninga. Þeir sem eru með vel yfir 50 greiðslukort og eru að ræna með því eru engir nýgræðingar eða á eigin vegum. Þetta er stærra dæmi en svo að þetta sé bara gert hér af þessu fólki.

Gaman væri að vita hversu víðtækir í sínum bransa þessir voldugu hraðbankanotendur eru.

mbl.is Par frá Rúmeníu tekið með 60 fölsuð greiðslukort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu góð er samviska þeirra sem stela?

Þjófnaður er ávallt alvarlegt mál og ánægjulegt ef hægt er að ná þeim sem stela, þó ekki sé það oft merkilegt. Reyndar er ótrúlegt alveg hvað sumir leggjast lágt í að stela og taka jafnvel eigur þeirra sem það er í heimsókn hjá og gera að sínu. Finnst það eiginlega alveg botninn á öllu, eins og lýst er í fréttinni með þessu.

Þjófnaðir eru ekki alltaf saklausir, það er t.d. sláandi að sjá hvað eru margir öryggisverðir á ferð í verslunum þar sem hnuplað hefur verið. Oft er stolið mjög litlu, en samt leggur fólk það á sig að taka eitthvað, enda skilst manni að mjög miklu sé á ársbasis stolið í verslunum. Fólki líður varla vel með slíkt á samviskunni.

Fyrir nokkrum mánuðum var fullyrt í fréttum að íslenskt starfsfólk hefði stolið hefði stolið sjálft helmingi þess sem er hnuplað í verslunum. Veit þó ekki hversu áreiðanlegar þessar mælingar eru, en þetta var mjög eftirminnileg frétt og þessi fullyrðing vakti mikla umræðu einmitt hér í netheimum á sínum tíma.

Hef svosem heyrt margar sögur af fólki sem leggur mikið á sig til að stela. Stundum kemst það upp sem betur fer, en aðrir komast upp með það og hafa sennilega ekki góða samvisku yfir því. Eða hver veit?


mbl.is Gesturinn stal farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Regína Ósk og Frikki standa sig vel í Belgrad

Regína Ósk og Friðrik Ómar Regína Ósk og Friðrik Ómar eru að standa sig mjög vel í Belgrad. Eru pró og flott í kynningarstarfinu í aðdraganda söngvakeppninnar og koma súpervel út á sviðinu. Hef séð myndirnar af æfingum á YouTube og er ánægður með hvað þau eru að tækla þetta vel og greinilegt að stefnir í stórglæsilega frammistöðu hjá okkar fólki á fimmtudagskvöldið.

Þau eru stórglæsilegir fulltrúar okkar í keppninni svo sannarlega. Með valinu á þeim í febrúar vorum við að taka ákvörðun um að senda sannkallað fagfólk í tónlistinni, þau þekkja líka keppnina inn og út, miklir aðdáendur sögu hennar og það er hiklaust mikill plús að vera með band sem er séræft í að taka öll gömlu góðu lög keppninnar með This is My Life sem rúsínuna í pylsuendanum. Bæði hafa þau beðið nokkra stund eftir því að fara og þau eru að blómstra þarna úti, getum verið stolt af þeim.



Þetta verður heldur betur vika Eurovision-nördanna. Stefnir í þrjú Eurovision-partý hjá landsmönnum, undanúrslitakeppnirnar eru á þriðjudag og fimmtudag (þegar að Frikki og Regína keppa) og svo auðvitað á laugardaginn þegar að úrslitakeppnin verður. Stóra markmiðið fyrir okkur er að komast á úrslitakvöldið. Allt annað er plús. Þori eins og er ekki að vonast eftir meiru en komast loksins upp úr þessari fjárans undankeppni sem við höfum dúsað í alltof lengi, þrjú ár í röð.

En nú er bara að fara að undirbúa sig fyrir Eurovision-viku dauðans. Eins og við vitum annars öll eru þeir fyrstir að sjónvarpinu sem segjast ekki fíla keppnina. Það verða allir orðnir Eurovision-nördar eftir þrjú Eurovision-partý.

mbl.is Eurobandið í sveiflu í Belgrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi hegðun í grunnskóla

Mál kennarans í Borgaskóla hefur eðlilega verið mikið í umræðunni og flestum er misboðið hvernig komið er málum þegar kennarar sýna óviðeigandi hegðun gagnvart nemendum sínum. Finnst það mest sláandi í þessu máli að kennarinn hafði mynd af nemanda sínum sem skjámynd í tölvunni sinni. Þetta er auðvitað ekkert nema hreint ógeð og eðlilegt að spurt sé hvort að svona vandamál séu til staðar í öðrum skólum á landinu.

Þetta mál hefur staðið mánuðum saman án þess að um það hafi verið fjallað og reyndar var kennaranum gefið tækifæri til að bæta ráð sitt áður en kom að því að honum var vikið frá störfum. Hélt að svona mál væru almennt það alvarleg að engin málsvörn væri til staðar, hvað þá að kennarar hafi myndir af nemendum sínum í tölvunum sínum og noti þær með þessum hætti. Auðvitað býður fólki við svona.

Finnst orðið einum of mikið af þessum málum þar sem menn í virðingarstöðum, fólki sem treyst er fyrir að sjá um börn, er staðið að því að misnota það traust og sýni óviðeigandi hegðun, sem ekki er hægt að afsaka með neinu móti. Þetta er dapurlegur vandi og sérstaklega er slæmt ef ekki er hægt að treysta þeim sem vinna við að sjá um börn undir lögaldri í grunnstofnunum samfélagsins.

mbl.is Kennara vikið frá störfum í Borgaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband