14.10.2008 | 18:11
Aðför Bretanna að Íslendingum
Ég er ánægður með greinaskrif Eiríks Bergmanns Einarssonar um bresk stjórnvöld og aðför þeirra að íslenskum hagsmunum. Hann fer þar af yfirvegun og yfirsýn yfir málið og kemur með góða greiningu á stöðunni og því sem Íslendingar eiga að gera vegna málsins. Auðvitað var þjóðin órétti beitt og ráðist að henni með ógeðfelldum hætti og beitt lögum sem eru í raun stríðsyfirlýsing á milli þjóða. Þeim hefði hið minnsta ekki átt að beita við þessar aðstæður.
Skrifin hafa vakið athygli og mikið um þau fjallað. Annars hef ég mikið heyrt í breskum vinum mínum síðustu dagana þar sem æ fleiri hafa áttað sig á því hvers vegna Gordon Brown greip til þessara aðgerða í fylgisleysi og pólitískri krísu sinni. Hann var þar aðeins að reyna að upphefja sjálfan sig á örlagastundu íslensku þjóðarinnar.
Skrifin hafa vakið athygli og mikið um þau fjallað. Annars hef ég mikið heyrt í breskum vinum mínum síðustu dagana þar sem æ fleiri hafa áttað sig á því hvers vegna Gordon Brown greip til þessara aðgerða í fylgisleysi og pólitískri krísu sinni. Hann var þar aðeins að reyna að upphefja sjálfan sig á örlagastundu íslensku þjóðarinnar.
![]() |
Fjögur hundruð bloggfærslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 16:33
Ábyrgð stjórnenda Landsbankans
Mörgum spurningum er sannarlega enn ósvarað varðandi ábyrgð þeirra sem stjórnuðu bönkunum. Ég er sammála þeim þingmönnum sem hafa í dag vakið athygli á og spurt út í siðferðislega, refsiréttarlega og rekstrarlega ábyrgð stjórnenda Landsbankans vegna skuldbindinga í kjölfar þess sem kom frá Fjármálaeftirlitinu. Þetta þarf að fara vel yfir og gera upp við hvert smáatriði. Þjóðin mun ekki sætta sig við neitt annað en þetta fari sína leið.
Ég er samt sérlega ósáttur við að innri endurskoðun málanna heyri undir þá sem tóku þátt í öllu starfi bankanna, því sem helst er deilt um í stöðunni. Slíkt er með öllu óviðunandi og verður að taka á því sem fyrst.
Ég er samt sérlega ósáttur við að innri endurskoðun málanna heyri undir þá sem tóku þátt í öllu starfi bankanna, því sem helst er deilt um í stöðunni. Slíkt er með öllu óviðunandi og verður að taka á því sem fyrst.
![]() |
Verða að svara til saka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 13:25
Forsetaævisögu breytt vegna falls útrásarinnar
Eins og sást í Kastljósinu í gærkvöldi er Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í mikilli vörn vegna falls útrásarinnar, enda lengst af sameiningartákn hennar. Því er kannski ekki undarlegt að breyta eigi forsetaævisögu hans í ljósi nýjustu tíðinda. Þegar forsetaferli Ólafs Ragnars er gerð skil verður erfitt að skilja að ferðalög hans fyrir útrásarvíkingana um víða veröld og embættisverk hans, enda var hann svo áberandi hluti af útrásinni og gleymdi sér í heimshornaflakkinu og skjallinu. Hann fjarlægðist þjóðina með því.
Forsetaembættið hefur fjarlægst þjóðina á síðustu árum - forseti Íslands hefur hvorki deilt kjörum né þjáningum þjóðarinnar. Aðdáun forsetans á útrásarvíkingunum virðist komið honum í koll nú og augljóst var á tali hans í gærkvöldi að hann var í vörn við að svara fyrir útrásina. Svona fer þegar misst er sjónar á aðalatriðum fyrir aukaatriðin eins og forsetinn féll í pyttinn með. Kannski finnst einhverjum notalegt að fá forsetann í heimsókn við þessar aðstæður en mér datt strax í hug einkaþotuflug forsetans.
Mér fannst það yfirmáta vemmulegt að heyra af þessum vinnustaðaheimsóknum, starfsfólkinu til hægðarauka og hughreystingar. Kannski finnst einhverjum þetta traust, að snúa aftur í ræturnar þegar glamúrinn er búinn en þetta er fyrst og fremst táknmynd afsakandi forseta sem er að leita að þjóð sinni aftur eftir að hafa villst af leið. Vonandi tekst forsetanum að finna sjálfan sig í þessum vinnustaðaheimsóknum.
Forsetaembættið hefur fjarlægst þjóðina á síðustu árum - forseti Íslands hefur hvorki deilt kjörum né þjáningum þjóðarinnar. Aðdáun forsetans á útrásarvíkingunum virðist komið honum í koll nú og augljóst var á tali hans í gærkvöldi að hann var í vörn við að svara fyrir útrásina. Svona fer þegar misst er sjónar á aðalatriðum fyrir aukaatriðin eins og forsetinn féll í pyttinn með. Kannski finnst einhverjum notalegt að fá forsetann í heimsókn við þessar aðstæður en mér datt strax í hug einkaþotuflug forsetans.
Mér fannst það yfirmáta vemmulegt að heyra af þessum vinnustaðaheimsóknum, starfsfólkinu til hægðarauka og hughreystingar. Kannski finnst einhverjum þetta traust, að snúa aftur í ræturnar þegar glamúrinn er búinn en þetta er fyrst og fremst táknmynd afsakandi forseta sem er að leita að þjóð sinni aftur eftir að hafa villst af leið. Vonandi tekst forsetanum að finna sjálfan sig í þessum vinnustaðaheimsóknum.
![]() |
Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 12:08
Afturhvarf til fortíðar í Kauphöllinni
Hálf súrrealískt er að fylgjast með Kauphöllinni eftir vikulokun á viðskiptunum. Hún er færð tólf til þrettán ár aftur. Núllstilling bankanna hefur mikil áhrif en vonandi tekst að koma hlutunum á réttan kjöl eins fljótt og mögulegt má vera. Í raun er vonlaust að bera saman miðvikudaginn og daginn í dag á mörkuðunum.
Þetta er nýtt landslag og uppbyggingarstarfið framundan. Fyrirtækjum hefur auðvitað fækkað í Kauphöllinni og eðlilega spurt hvort þau sem eftir eru fari undir aðrar kauphallir á Norðurlöndum. Varla verður það þó gert heldur byggt upp á nýjum grunni.
Framundan hlýtur að vera stýrivaxtalækkun frá Seðlabankanum. Staðan hefur gjörbreyst og því eðlilegt að búist sé við því að Seðlabankinn taki af skarið næstu dagana og komi hlutunum aftur á einhverja hreyfingu.
Þetta er nýtt landslag og uppbyggingarstarfið framundan. Fyrirtækjum hefur auðvitað fækkað í Kauphöllinni og eðlilega spurt hvort þau sem eftir eru fari undir aðrar kauphallir á Norðurlöndum. Varla verður það þó gert heldur byggt upp á nýjum grunni.
Framundan hlýtur að vera stýrivaxtalækkun frá Seðlabankanum. Staðan hefur gjörbreyst og því eðlilegt að búist sé við því að Seðlabankinn taki af skarið næstu dagana og komi hlutunum aftur á einhverja hreyfingu.
![]() |
Úrvalsvísitalan 715 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 01:36
Baráttan um Baug
Væntanlega verður baráttan um Baug aðalfréttaefnið næstu dagana. Nú er það í höndum íslenska ríkisins og skilanefnda bankanna hvað verði um þetta fyrirtæki sem hlaut útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir nokkrum árum, án þess að nokkur áttaði sig á því hvað fyrirtækið væri að flytja út. Vissulega er það leitt að horfa á skipbrot íslensku útrásarinnar og brunaútsala fari nú fram á eigum þeirra en svona er nú komið.
Get ekki ímyndað mér annað en tilboði Philip Green verði hafnað. Íslenska ríkið getur ekki látið þann díl fara í gegn. Öll þjóðin mun fylgjast með örlögum þessa margfræga fyrirtækis í samningaviðræðunum næstu dagana.
Get ekki ímyndað mér annað en tilboði Philip Green verði hafnað. Íslenska ríkið getur ekki látið þann díl fara í gegn. Öll þjóðin mun fylgjast með örlögum þessa margfræga fyrirtækis í samningaviðræðunum næstu dagana.
![]() |
Vill kaupa skuldir Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |