18.10.2008 | 23:23
Góður þáttur hjá Spaugstofunni
Ég má til með að hrósa Spaugstofunni fyrir frábæran þátt í kvöld. Úttekt þeirra á stöðu Íslands undir yfirskriftinni Icetanic var alveg frábær. Uppsetningin og umgjörðin virkilega góð og brandararnir ansi góðir, sérstaklega hvað varðaði auðmennina sem voru að spila með peninga alþýðunnar. Kaldhæðið grín allavega.
Spaugstofan hefur jafnan verið best í stuttum þáttum með heilsteyptum brag um eitt lykilmál í kastljósi fjölmiðlanna - þáttur unninn í hraða stórmálanna. Ég hef stundum gagnrýnt Spaugstofuna þegar ég hef verið ósáttur við þá en hrósa þeim núna.
Spaugstofan hefur jafnan verið best í stuttum þáttum með heilsteyptum brag um eitt lykilmál í kastljósi fjölmiðlanna - þáttur unninn í hraða stórmálanna. Ég hef stundum gagnrýnt Spaugstofuna þegar ég hef verið ósáttur við þá en hrósa þeim núna.
18.10.2008 | 18:24
Leitin að þeim sem felldi íslensku bankana
Að fáum er leitað meira að þessa dagana en þeim sem felldu íslensku bankana. Umfjöllun Agnesar Bragadóttur er vönduð og vel gerð og áhugavert lesefni. Þar virðist sjónum einkum beint að erlendu seðlabönkunum. Mér finnst það alvarlegt mál og eiginlega sorglegt hversu samhentir erlendu bankarnir voru allt frá upphafi að stöðva okkur af hér. Svo er augljóst að íhlutun breskra stjórnvalda var á við hryðjuverk gegn Íslandi, aðgerð sett fram til að knésetja stærsta banka landsins og um leið leggja orðspor landsins í rúst.
Mér finnst það algjör brandari að það sé virkilega uppi á borðinu að Bretar sinni vörnum landsins að einhverju leyti. Mér fannst yfirlýsing Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utanríkisráðherra, í gær mjög góð og súmmera upp stöðuna. Við viljum ekki sjá Breta hér við að sinna einhverjum vörnum fyrir landið. Þeir geta verið heima hjá sér. Auðvitað er það bara absúrd að þeir komi hingað eftir það sem á undan er gengið og hafi sér eins og þetta hafi bara aldrei gerst. Fráleitt.
En ég mæli með umfjöllun Agnesar. Áhugavert lesefni.
Mér finnst það algjör brandari að það sé virkilega uppi á borðinu að Bretar sinni vörnum landsins að einhverju leyti. Mér fannst yfirlýsing Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utanríkisráðherra, í gær mjög góð og súmmera upp stöðuna. Við viljum ekki sjá Breta hér við að sinna einhverjum vörnum fyrir landið. Þeir geta verið heima hjá sér. Auðvitað er það bara absúrd að þeir komi hingað eftir það sem á undan er gengið og hafi sér eins og þetta hafi bara aldrei gerst. Fráleitt.
En ég mæli með umfjöllun Agnesar. Áhugavert lesefni.
![]() |
Þeir felldu bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 15:14
Forsetahjónin reyna að laga ímynd sína
Vel hefur sést síðustu dagana að Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru að reyna að fóta sig aftur í breyttum aðstæðum. Þau voru mest áberandi sendiherrahjón útrásarinnar, allt að því sameiningartákn hennar, og eru komin í aðrar aðstæður og reyna að ná til þjóðarinnar aftur; Ólafur Ragnar með því að tala við fólk á vinnustöðum og í stofnunum og Dorrit með því að tala beint við þjóðina og það um lopapeysur, eins virðingarvert og þetta telst er hróplega áberandi hvað aðstæður hafa breyst á Bessastöðum.
Vel sést á öllum aðstæðum að þetta er síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Hann er með þessu verklagi að reyna að verja arfleifð sína. Ef hann missir tiltrú þjóðarinnar eftir að hafa veðjað á ranga hesta í útrásinni verður hann ávallt tengdur henni og talinn einn misheppnaðasti boðberi hennar, hvað svo sem annað gott hann hefur mögulega gert. Fjölmiðlamenn hafa tekið viðtöl við forsetann og allir spyrja um útrásina, enda var forsetinn svo framarlega við að tala fyrir henni.
Ekki er bæði sleppt og haldið - ekki er bæði hægt að upphefja eitthvað og tala það svo niður. Þetts sést á forsetanum sem gleymdi rótum sínum og karakter í útrásinni og blindaðist af tímabundinni velgengni, varð einn af þotuliðinu. Væntanlega ræðst það á næstunni hvort forsetans verði frekar minnst sem sameiningartákns útrásarinnar og auðmannanna eða almennings í þessu landi.
Vel sést á öllum aðstæðum að þetta er síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Hann er með þessu verklagi að reyna að verja arfleifð sína. Ef hann missir tiltrú þjóðarinnar eftir að hafa veðjað á ranga hesta í útrásinni verður hann ávallt tengdur henni og talinn einn misheppnaðasti boðberi hennar, hvað svo sem annað gott hann hefur mögulega gert. Fjölmiðlamenn hafa tekið viðtöl við forsetann og allir spyrja um útrásina, enda var forsetinn svo framarlega við að tala fyrir henni.
Ekki er bæði sleppt og haldið - ekki er bæði hægt að upphefja eitthvað og tala það svo niður. Þetts sést á forsetanum sem gleymdi rótum sínum og karakter í útrásinni og blindaðist af tímabundinni velgengni, varð einn af þotuliðinu. Væntanlega ræðst það á næstunni hvort forsetans verði frekar minnst sem sameiningartákns útrásarinnar og auðmannanna eða almennings í þessu landi.
![]() |
Dorrit bjartsýn á framtíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 12:39
Þurrausnir sjóðir framtíðarinnar
Þær eru ljótar sögurnar af því hvernig bankamennirnir spiluðu með fólk sem átti ævisparnað sinn í sjóðum sínum til að reyna að upphefja sjálfa sig og koma í veg fyrir að vitað væri hversu illa væri komið. Ég hef heyrt margar sögurnar af því þar sem fólk gerði tilraun til að taka út en var "ráðlagt" að gera ekkert, enda væri bankinn nú svo traustur. Einn sagði við manneskju sem ég þekkti að það gæti aldrei gerst að Landsbankinn færi á hausinn. Hann hefði svo gott lánstraust erlendis og væri traustur sem klettur.
Þetta er lúalegt og ómerkilegt. Mér finnst eitt að logið var að þjóðinni í marga mánuði að allt væri í góðu lagi, en að bankastofnanir ljúgi blákalt að eldra fólki og traustum viðskiptavinum áratugum saman er ómerkilegt og skapar ekki traust á þeirri stofnun hversu gömul sem hún annars er. Svo koma bankastjórnar Landsbankans fram núna og ætla að reyna að kaupa tiltrú þjóðarinnar með fagurgalakjaftæði og tala fólk til.
Svei þessu fólki öllu saman.
Þetta er lúalegt og ómerkilegt. Mér finnst eitt að logið var að þjóðinni í marga mánuði að allt væri í góðu lagi, en að bankastofnanir ljúgi blákalt að eldra fólki og traustum viðskiptavinum áratugum saman er ómerkilegt og skapar ekki traust á þeirri stofnun hversu gömul sem hún annars er. Svo koma bankastjórnar Landsbankans fram núna og ætla að reyna að kaupa tiltrú þjóðarinnar með fagurgalakjaftæði og tala fólk til.
Svei þessu fólki öllu saman.
![]() |
„Það er búið að þurrausa sjóðinn“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 00:54
Auðmýkjandi ósigur í New York
Niðurstaða öryggisráðskosningarinnar í New York er mikið og auðmýkjandi áfall fyrir Ísland. Eftir langa baráttu um sætið voru þetta vandræðaleg endalok, enda höfðu svo margar þjóðir lofað stuðningi en svikið það. Ég er þó einn þeirra sem spáði því þegar árið 2002 að þetta væri vonlaus barátta, þó vissulega væri það kannski stundargaman að ná sætinu. Held að þetta hafi verið pólitískir hugarórar og framapot nokkurra stjórnmálamanna umfram allt, einskonar gæluverkefni því miður.
Mjög freistandi er að grípa í það hálmstrá að kenna erfiðleikum Íslands einum um þetta tap. Ég tel hinsvegar að það eitt hafi ekki ráðið úrslitum. Þetta var allt frá upphafi risavaxið verkefni og jafnvel einum of stórt fyrir litla þjóð í norðri, einkum í baráttu við Austurríki og Tyrkland, sem fyrirfram höfðu alla tíð mun sterkari stöðu og voru nær örugg um að ná á leiðarenda. Því er það lélegt hjá utanríkisráðherranum og fleirum að kenna tímabundinni stöðu einni um þetta afhroð.
Auðvitað hefði verið skemmtilegra að tapa undir öðrum formerkjum; Ísland hefði fengið yfir 100 atkvæði og getað farið frá þessu keik. En það varð ekki. Fannst samt leiðinleg lumman í kvöld um að við hefðum nú lært svo mikið á þessu og við ættum svo marga bandamenn. Erfitt að segja það eftir svo auðmýkjandi tap. Þetta var burst og það sem verst er að svo margir höfðu varað við því að svona myndi fara.
Mjög freistandi er að grípa í það hálmstrá að kenna erfiðleikum Íslands einum um þetta tap. Ég tel hinsvegar að það eitt hafi ekki ráðið úrslitum. Þetta var allt frá upphafi risavaxið verkefni og jafnvel einum of stórt fyrir litla þjóð í norðri, einkum í baráttu við Austurríki og Tyrkland, sem fyrirfram höfðu alla tíð mun sterkari stöðu og voru nær örugg um að ná á leiðarenda. Því er það lélegt hjá utanríkisráðherranum og fleirum að kenna tímabundinni stöðu einni um þetta afhroð.
Auðvitað hefði verið skemmtilegra að tapa undir öðrum formerkjum; Ísland hefði fengið yfir 100 atkvæði og getað farið frá þessu keik. En það varð ekki. Fannst samt leiðinleg lumman í kvöld um að við hefðum nú lært svo mikið á þessu og við ættum svo marga bandamenn. Erfitt að segja það eftir svo auðmýkjandi tap. Þetta var burst og það sem verst er að svo margir höfðu varað við því að svona myndi fara.
![]() |
Segja Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |