19.10.2008 | 21:27
Endurkoma Ingibjargar Sólrúnar
Ingibjörg Sólrún felldi svila sinn, Össur Skarphéðinsson, af formannsstóli fyrir rúmum þremur árum en hann virðist hafa haldið sterkum sess sínum innan flokksins á meðan Ágúst Ólafur Ágústsson hefur ekki náð traustum pólitískum sess, þrátt fyrir að ná varaformennskunni á sínum tíma. Össur tók stöðu Ingibjargar Sólrúnar sem forysturáðherra Samfylkingarinnar og var greinilega í forystu ákvarðana.
Ágúst Ólafur hefur orðið fyrir mörgum pólitískum áföllum og í raun verið gengisfelldur af samherjum sínum þrisvar eða fjórum sinnum á innan við fjórum árum. Eini alvöru pólitíski sigur hans frá varaformannskjörinu er í raun aðeins einn; þegar honum tókst að ná fjórða sætinu í Reykjavík í prófkjörinu 2006. Þó hann væri varaformaður þurfti hann að berjast við fjölda flokksmanna um sætið en hafði sigur.
Ég hef fundið fyrir því að pólitísk staða Ágústs Ólafs hefur verið mikið feimnismál í viðræðum við samfylkingarmenn. Þrátt fyrir varaformennskuna var honum ekki treyst fyrir ráðherrastól og þurfti að horfa upp á annan ungan mann innan flokksins ná viðskiptaráðuneytinu. Sem hagfræðingur hefði Ágúst Ólafur orðið mun sterkari valkostur í það ráðuneyti en Björgvin G. Sigurðsson en hafði ekki styrk í ráðherrastól.
Fjarvera Ingibjargar Sólrúnar hefur enn og aftur sýnt hversu veik staða Ágústs Ólafs sem varaformanns er í raun. Og í þessari mikilvægu ræðu er Ingibjörg Sólrún snýr aftur eftir sjúkrahúslegu í New York er ekki minnst einu orði á varaformann flokksins. Staða hans er ekki góð.
Veikindi formanns Samfylkingarinnar hafa verið áfall fyrir Samfylkinguna að mörgu leyti. Þar hefur sést hversu mikilvæg Ingibjörg Sólrún er Samfylkingunni og hversu veik staða varaformannsins er.
Ekki er hægt annað en velta því fyrir sér hvort Ágústi Ólafi verði steypt af stóli varaformanns á næsta landsfundi miðað við atburðarásina frá þingkosningunum 2007.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Erfiður vetur framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 17:00
Verður óskað eftir aðstoð IMF síðar í dag?
Ég get ekki betur séð en svo sé komið að íslenska ríkisstjórnin muni síðar í dag óska eftir stuðningi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í erfiðleikum þjóðarinnar. Þetta er neyðarúrræði en er til marks um hversu illa er komið fyrir þjóðinni í lok útrásarinnar, sem lofuð var í bak og fyrri. Þetta er ekki ánægjulegt skref fyrir stolta þjóð sem hefur vanist því lengi að geta bjargað sér sjálf og vera ekki upp á neinn kominn í lífsbaráttu sinni.
Síðast leitaði íslenska þjóðin til sjóðsins í valdatíð ríkisstjórnar dr. Gunnars Thoroddsens árið 1982, en þá var verðbólgan upp úr öllu valdi og tók nokkurn tíma til að ná einhverju jafnvægi aftur. Íslenska þjóðin hefur verið skuldlaus við sjóðinn frá árinu 1987 í valdatíð ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, og hefur eftir þjóðarsátt átt mikið góðærisskeið sem síðar náði hámarki með útrásinni.
Þessu skeiði er nú lokið með harkalegri brotlendingu. Stóra spurningin nú er hverjir skilmálar IMF verði. Ég vil helst fá að vita hversu mikil völd þeir sækja sér. Hvort að fjármálaeftirlitið, fjármálaráðuneytið og allir helstu sjóðir landsmanna verði í gjörgæslu hjá IMF. Búast má við mjög hörðum skilmálum. IMF er ekki þekkt fyrir neitt annað.
Þessi enduruppbygging sem er framundan verður mikið sársaukaskeið fyrir þjóðina. Byggja þarf að mörgu leyti nýtt Ísland á grunni þess sem áður var. Vonandi lærum við af mistökum og sukki góðærisáranna í því ferli.
![]() |
Ráðherrar funda á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2008 | 14:13
Stutt í að lögreglan fái rafbyssur?
Svo er nú komið að velta þarf þessu fyrir sér í alvöru. Ég tel líklegt að stjórnvöld muni nú hugleiða alvarlega að taka upp þessi vopn og auk þess muni lögreglumenn gera það að kröfu að þeir njóti meiri verndar og geti gripið til vopna sé að þeim ráðist. Þetta er eðlileg krafa í stöðunni.
![]() |
Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 13:29
Ráðist á lögguna - mun lögreglan fá rafbyssur?
Ég yrði ekki hissa ef svo myndi fara að árásir á lögreglumenn að undanförnu verði notað sem helstu rökin, bæði af hálfu þeirra og stjórnvalda, fyrir því að vopnvæða lögregluna enn frekar og það er þegar augljós undiralda í þá átt nú þegar að lögreglan þurfi að fá rafbyssur til að verjast.
Hef ekki verið sérlega hlynntur því að lögreglan noti rafbyssur en það er ljóst að þeir sem ráðast að löggunni veita lögreglunni og þeim sem ráða þar för sterk rök fyrir máli sínu að taka upp þessi vopn. Ég spái því að brátt verði sú krafa mjög hávær.
![]() |
Fólskuleg árás á lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 00:47
Listin að hengja bakara fyrir smið
Þeir sem þarna mættu hljóta um leið að vilja ríkisstjórnina burt. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra bera ekkert minni ábyrgð en Seðlabankinn ef gera á þetta fólk á sökudólgum í þessari stöðu. Eigi bankastjórnin að fara er eðlilegast að ríkisstjórnin öll segi af sér, enda hefur fátt viturlegt komið frá henni síðustu mánuði. Og reyndar er hún mjög veikluleg og virðist ekki sterk í baráttunni við vandann. Og kannski er bara ekkert hægt að gera. Þetta er ekki bara íslenskur vandi sem barist er við.
En mótmælin í dag virðast beind að einum manni. Enn og aftur á að hengja bakara fyrir smið í þessu samfélagi. Eigi einhver að axla ábyrgð er það fjöldi fólks en ekki einn maður. Svo er merkilegt hvað fjárglæframennirnir í útrásinni sleppa billega. Af hverju mótmælir þetta fólk ekki þeim sem gömbluðu með fé almennings í einu allsherjar spilavíti?
![]() |
Mótmæla Davíð Oddssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |