2.10.2008 | 22:31
Semur Bubbi lag gegn FL Group og Hannesi?
Ætli hann semji ekki lag gegn þessum stórbissnessmönnum og hvernig þeir stóðu sig í þessu stóra fyrirtæki? Held að fáir geti samið listrænan óð um þetta allt saman. Allavega er Bubbi í þannig stuði að geta samið lag gegn þessum mönnum.
Veit ekki hvort mótmælin hans Bubba ná samhljómi. Þjóðin virðist á síðustu stigum hafa orðið æ meira ósammála Bubba og áherslum hans. Kannski súmmerar hann andstöðuna upp með lagi gegn þeim sem fóru illa með peningana hans.
![]() |
Bubbi boðar til mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 21:00
Tómleg stefnuræða á örlagatímum þjóðarinnar
Þetta eru þannig tímar að traust forysta þarf að vera til staðar. Í þeim efnum dugar ekkert hálfkák og blaður um annað. Verkefnið framundan er alveg augljóst, en það þarf líka að hafa leiðtoga sem tala afgerandi og traust til landsmanna og ná tiltrú þeirra. Allir landsmenn finna á eigin skinni hvert stefnir.
Orð eru að mörgu leyti góð, það þarf að tala kraft og kjark í þjóðina við þessar aðstæður. Ég skil vel að stjórnarandstaðan geti talað út og suður, en það skiptir minna máli. Þeir sem fara með völdin í landinu þurfa að ná tiltrú þjóðarinnar og tala þannig að fólk telji að eitthvað verði gert. Þetta vantaði í kvöld.
Stefnuræða forsætisráðherrans var þó vissulega full af ágætis vangaveltum og stefnumálum. Farið var yfir verksvið ráðuneytanna. Mér fannst það ágætt að heyra stefnumálin. En í raun skipta þau litlu máli meðan krónan er í frjálsu falli og landsmenn stefna í þrot. Þar þarf að tala um lausnir á vandanum.
Ef pólitíska forystan nær ekki tökum á stöðunni fyrir landsmenn alla mun illa fara. Ég neita að trúa því að stefnuleysið sé svo algjört sem raun ber því miður vitni í þessum umræðum um tómlegu stefnuræðuna.
![]() |
Glitnisaðgerð ekki endapunktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 19:41
Váleg tíðindi - Geir og væntingarnar
Mér fannst reyndar fróðlegt að sjá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, í kvöldfréttum fréttastofu RÚV og í Íslandi í dag ekki aðeins vísa þjóðstjórnarhugmyndunum hans Davíðs á bug heldur setja honum sín mörk. Hún ætlar greinilega að sýna sjálfstæði sitt í þessari stöðu og virðist óhrædd við að gagnrýna seðlabankastjórann.
![]() |
Gjaldeyriskreppa á Íslandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 14:45
Skelfileg staða - mikilvæg ræða fyrir Geir
Á þessum erfiðu tímum er mikilvægt að leiðtogar þjóðarinnar tali til hennar, hreint út og komi með aðgerðir í stöðunni. Í kvöld mun Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytja stefnuræðu sína og hlýtur þar að koma með eitthvað á borðið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Annað hljómar ekki trúverðugt. Þetta verður mikilvægasta ræða Geirs á ferlinum til þessa, allt að því úrslitaræða fyrir forystu hans og hvernig hann geti tekið á þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp.
Sumum fannst ég tala óvarlega fyrir nokkrum vikum þegar ég sagði að pólitísk staða Geirs myndi ráðast í vetur. Það var þá, en annað er nú. Ég held að það blasi við öllum að hans staða muni ráðast mikið á því hvernig tekst til á næstu vikum og mánuðum. Við erum komin í kreppu sem við höfum ekki upplifað áður og fylgst með hverju því sem ráðamenn gera á svo erfiðum tímum.
![]() |
Hlutabréf og króna hríðfalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2008 | 09:57
Þjóðstjórnarhugmyndin hans Davíðs
Þjóðstjórnarhugmyndin sýnir vel hversu sterka stöðu Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur fyrr og nú í íslenskum stjórnmálum. Hitt er svo annað mál hvort skynsamlegt sé að mynda slíka stjórn á krepputímum. Kannski væri það snilld ef allir flokkar landsins væru sterkir og gætu höndlað völd á þessum tímapunkti.
Mér finnst stjórnarandstöðuflokkarnir mjög veikir. Framsóknarflokkurinn hefur ekki náð vopnum sínum í stjórnarandstöðu og hefur ekki bætt stöðu sína þrátt fyrir allar kjöraðstæður - að óbreyttu eru formannsskipti framundan þar mjög fljótlega. Staða forystunnar er veik og ræðst af gengi í könnunum á næstunni.
Frjálslyndi flokkurinn getur ekki einu sinni stjórnað sjálfum sér, hvað þá heilli þjóð. Enda sýndust mér flestir líta á hann sem óstjórntækan eftir síðustu kosningar. Velt var fyrir sér að bæta honum við sem aukahjóli undir áframhaldandi stjórn B og D vorið 2007 en það varð aldrei neitt nema talið eitt. Var óraunhæft.
VG er eini flokkurinn þar sem hægt er að hafa á tilfinningunni að formaðurinn fari með flokk sinn alveg örugglega í kosningar. Og þó, mér finnst Steingrímur J. orðinn svolítið þreyttur. Vonbrigðin eftir síðustu þingkosningar voru mikil. Flokknum var spáð miklu fylgi og forystuhlutverki til vinstri en náði ekki að sækja það.
Hitt er svo annað mál að ríkisstjórnin hefur virst veik á mikilvægum stundum að undanförnu. Sérstaklega er Samfylkingin í erfiðri stöðu núna, með formanninn fjarri vegna veikinda og varaformann utan ríkisstjórnar og án hlutverks. Stóra spurningin er hvort skipt verði um varaformann þar næst.
Þjóðstjórnin er góð hugmynd á krepputímum, enda eðlilegt að velta öllu fyrir sér á slíkum tímum, en verður sennilega ekkert meira en það, hugmyndin ein, þar sem ekkert bit er í stjórnarandstöðunni.
![]() |
Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2008 | 00:16
Kvöldfundirnir í Stjórnarráðinu

Enda er það eflaust hæpið að bissnessmenn labbi upp í Stjórnarráð bara si svona til skrafs og ráðagerða. Nú þegar allt grasserar í samsæriskenningum og vangaveltum um Glitni fyrir og eftir ríkisvæðingu er ekki trúverðugt að bissnessmenn gangi á fund ráðamanna til þess eins að þiggja kaffisopa. Enda svosem um nóg að tala, bæði út frá viðskiptatengdum sjónarmiðum og pólitískum, eins og staðan er þessa dagana.
Eftir fundahöld forsætisráðherrans með bankastjórunum um síðustu helgi, undir yfirskini þess að verið væri að ræða um daginn og veginn á meðan þar var rætt um viðkvæm og fjarri því hversdagsleg mál, verða samsæriskenningarnar æ sterkari um hvað sé að fara að gerast. Kvöldfundirnir fá á sig dramatískan blæ og vekur spurningar um hvort Glitnir renni inn í annan hvorn bankann eða hver önnur möguleg afdrif bankans verði.
Í og með er ég ánægður með að forsætisráðherrann ræði við bankamenn í ljósi stöðunnar. Tímasetning fundanna gerir þá enn dramatískari og myndrænni fyrir fjölmiðlana - en kannski er tímasetningin ein til þess gerð að kynda undir samsæriskenningar og vangaveltur, hvort svo sem það er tilgangurinn eður ei.
![]() |
Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)