20.10.2008 | 21:19
Frönsk ástamál skekja Alþjóða gjaldeyrissjóðinn
Á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin er í viðræðum við IMF er alveg kostulegt að lesa um stjórnunarhætti franska sósíalistans Dominique Strauss-Khan hjá sjóðnum og ástarsamband hans við starfsstúlku þar, sem hefur greinilega notið sambandsins í botn og verið hyglað sérstaklega af ástmanni sínum. Veit ekki hvort þetta hefði verið svona umtalað í Frakklandi, þar sem ástarsambönd af þessu tagi eru frekar algeng, en það er ekki vel séð í Bandaríkjunum.
Strauss-Khan hefur reyndar lengi verið umdeildur og áberandi í pólitísku starfi. Hann var lykilmaður á valdaferli Francois Mitterrand og Lionel Jospin en hlaut skell í baráttu við Segolene Royal um útnefningu sósíalista í forsetakosningunum 2007, þegar fyrri valdhöfum sósíalista var hafnað á einu bretti fyrir nýjabrumið þó án þess að Royal kæmist í Elysée-höll. Mörgum að óvörum útnefndi Sarkozy hann í IMF eftir að hafa sigrað Royal - Strauss-Khan fékk embættið með breiðum stuðningi.
Ætli það sé ekki frekar líklegt að Strauss-Khan verði sparkað úr IMF í kjölfar þessara uppljóstrana. Hann getur þá haft það rólegt og slappað af með ástkonunni sinni. Vonandi tekst IMF að hreinsa til innandyra á sömu stund og þeir ætla að taka til fyrir Ísland.
Strauss-Khan hefur reyndar lengi verið umdeildur og áberandi í pólitísku starfi. Hann var lykilmaður á valdaferli Francois Mitterrand og Lionel Jospin en hlaut skell í baráttu við Segolene Royal um útnefningu sósíalista í forsetakosningunum 2007, þegar fyrri valdhöfum sósíalista var hafnað á einu bretti fyrir nýjabrumið þó án þess að Royal kæmist í Elysée-höll. Mörgum að óvörum útnefndi Sarkozy hann í IMF eftir að hafa sigrað Royal - Strauss-Khan fékk embættið með breiðum stuðningi.
Ætli það sé ekki frekar líklegt að Strauss-Khan verði sparkað úr IMF í kjölfar þessara uppljóstrana. Hann getur þá haft það rólegt og slappað af með ástkonunni sinni. Vonandi tekst IMF að hreinsa til innandyra á sömu stund og þeir ætla að taka til fyrir Ísland.
![]() |
Strauss-Kahn biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2008 | 20:18
Friðrik áfram í LV - skynsamleg ákvörðun
Mér finnst það mjög skynsamleg ákvörðun að framlengja ráðningarsamning við Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunar, og tel að það sé farsæl lausn á þeim tímum sem nú eru. Hann hefur jafnan notið mikils trausts í þessu starfi og er traustur valkostur.
Eitt hefur mér þó mislíkað mjög í þessum forstjóramálum hjá Landsvirkjun; að listi yfir umsækjendurna 55 hafi ekki verið birtur opinberlega. Mikilvægt er að þessi mál sé uppi á borðinu en ekki í felum einhversstaðar bakvið tjöldin.
Vel má vera að einhverjir peningamenn tengdir útrásinni eða bönkunum hafi sótt um og ekki hafi verið rétt að ráða einn slíkan. Eftir stendur þó að framlenging á ráðningarsamningi Friðriks eru góð tíðindi við þessar aðstæður.
Eitt hefur mér þó mislíkað mjög í þessum forstjóramálum hjá Landsvirkjun; að listi yfir umsækjendurna 55 hafi ekki verið birtur opinberlega. Mikilvægt er að þessi mál sé uppi á borðinu en ekki í felum einhversstaðar bakvið tjöldin.
Vel má vera að einhverjir peningamenn tengdir útrásinni eða bönkunum hafi sótt um og ekki hafi verið rétt að ráða einn slíkan. Eftir stendur þó að framlenging á ráðningarsamningi Friðriks eru góð tíðindi við þessar aðstæður.
![]() |
Ekki það sem ég stefndi að |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2008 | 15:16
Gömlu dagarnir í Bónus áður en græðgin tók völd

Ekki hafa mörg tækifæri gefist til að gera grín að kreppunni sem þjóðin er komin í. En ég hló mjög að myndinni af feðgunum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi í Bónus sem sýnir þá í upphafi frægðarferilsins. Stóra spurningin hlýtur að vera; hvar varð þessum mönnum á - hvar var farið út af sporinu? Þeir hefðu betur haldið fast við þessar lífsreglur sínar í bissness í upphafi frægðardaganna.
Svei mér þá ef þessi mynd súmmerar ekki upp stöðuna sem blasir við þeim feðgum. Hvar væru þeir staddir ef þessar fornu lífsreglur Bónus væru enn í heiðri hafðar hjá þeim persónulega?
20.10.2008 | 00:34
Er ríkisstjórnin að falla?
Ekki er hægt annað en velta því fyrir sér eftir fréttaviðtölin við Ráðherrabústaðinn hvort að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé að falla vegna efnahagsástandsins. Svörin voru mjög loðin eftir fundinn og fátt haldbært. Mér finnst það sífellt augljósara að flokkarnir ná sér ekki saman um aðgerðir og virðast átök þar um þekkt lykilmál vera að sliga ríkisstjórnarsamstarfið. Sumir segja mér reyndar að samstarfið sé komið á endastöð á meðan aðrir halda í vonina að það lifi af.
Ég hef ekki farið leynt með andstöðu mína við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og ég hef misst töluna á því hvað ég hef skrifað margar greinar um það síðan hún tók við völdum, einkum síðasta hálfa árið. Þar hefði margt betur mátt fara og hvorugur flokkurinn getur bent á hinn sem hinn algjöra sökudólg svosem í því. Þó hefur mér fundist sólóyfirlýsingar þeirra í Samfylkingunni stundum einum of og stundum vantað mikið á trausta verkstjórn.
Ég þekki fjölda sjálfstæðismanna sem munu ekki gráta þetta ríkisstjórnarsamstarf. Hafa verið á móti því alla tíð og gráta ekki hvað svo sem gerist í kjölfarið. Þjóðina vantar nú sterka og samhenta ríkisstjórn sem getur tekið á málum en ekki hálfkák síðustu mánaða. Því myndi ég ekki verða hissa þó að samstarfinu myndi ljúka fyrr en síðar.
Ég hef ekki farið leynt með andstöðu mína við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og ég hef misst töluna á því hvað ég hef skrifað margar greinar um það síðan hún tók við völdum, einkum síðasta hálfa árið. Þar hefði margt betur mátt fara og hvorugur flokkurinn getur bent á hinn sem hinn algjöra sökudólg svosem í því. Þó hefur mér fundist sólóyfirlýsingar þeirra í Samfylkingunni stundum einum of og stundum vantað mikið á trausta verkstjórn.
Ég þekki fjölda sjálfstæðismanna sem munu ekki gráta þetta ríkisstjórnarsamstarf. Hafa verið á móti því alla tíð og gráta ekki hvað svo sem gerist í kjölfarið. Þjóðina vantar nú sterka og samhenta ríkisstjórn sem getur tekið á málum en ekki hálfkák síðustu mánaða. Því myndi ég ekki verða hissa þó að samstarfinu myndi ljúka fyrr en síðar.
![]() |
Engin niðurstaða enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |