24.10.2008 | 21:48
Útrásarvíkingarnir verða að axla ábyrgð
Nú þegar landsmenn verða að axla ábyrgð á hundruð milljarða skuldafeni sem útrásarvíkingarnir komu þjóðinni í er krafan sú að þeir axli ábyrgð. Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún sögðu þetta afdráttarlaust í spjallþáttum kvöldsins og sú krafa ómar um samfélagið. Enda er eðlilegt að þessir menn taki þátt í endurreisn landsins vilji þeir halda mannorði sínu í samfélaginu eða njóta einhverrar virðingar í lok þessa ferlis.
Ég fagna því að forystumenn stjórnmálanna tala afdráttarlaust og krefjast þess að auðmennirnir taki þátt í þessu verkefni.
Ég fagna því að forystumenn stjórnmálanna tala afdráttarlaust og krefjast þess að auðmennirnir taki þátt í þessu verkefni.
![]() |
Geir skorar á íslenska auðmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 20:22
Sjálfsögð krafa að birta samtal Árna og Darling
Mér finnst það eðlilegt að landsmenn hafi viljað lesa útskrift af samtali Árna Matt og Darling. Held að það sé öllum til góða að það liggi fyrir svart á hvítu hvað var talað um þar og hvernig orðaskipti urðu. Held að ráðherrar þurfi ekki að vera hissa á því að fjölmiðlar hafi reynt allt til að afhjúpa samtalið og gera það opinbert.
Umræðan eftir að samtalið var opinberað hefur enda að mestu verið í þá átt að styrkja málstað Íslendinga. Bretar gengu fram mjög óeðlilega. Einu alvöru spurningarnar eftir samtalið snúast þó að því hvað viðskiptaráðherra sagði við flokksbróður sinn Darling í London fyrir tæpum tveim mánuðum.
Björgvin svaraði fyrir það áðan, en mér fannst mörgum spurningum satt best að segja enn ósvarað þar. Annar hvor þeirra er að ljúga um hvernig fundurinn var.
Umræðan eftir að samtalið var opinberað hefur enda að mestu verið í þá átt að styrkja málstað Íslendinga. Bretar gengu fram mjög óeðlilega. Einu alvöru spurningarnar eftir samtalið snúast þó að því hvað viðskiptaráðherra sagði við flokksbróður sinn Darling í London fyrir tæpum tveim mánuðum.
Björgvin svaraði fyrir það áðan, en mér fannst mörgum spurningum satt best að segja enn ósvarað þar. Annar hvor þeirra er að ljúga um hvernig fundurinn var.
![]() |
Furðulegt að samtalið skyldi leka í fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 15:54
Afturhvarf til fortíðar
Mér fannst það frekar súrrealískt að horfa á blaðamannafundinn hjá IMF áðan. Þvílíkt afturhvarf til fortíðar fyrir Ísland, spurning hvað við förum aftur um marga áratugi. Nenni ekki að giska á það, nógu sorgleg eru þessi örlög fyrir þjóðina. Þetta verður sannarlega erfiður vetur, sannkallaður býsnavetur. En það er fyrir mestu að uppbyggingarstarfið sé hafið í rústum fjármálakerfisins.
En týpískt að það sé Dani sem haldi á samningaferlinu. Brosti út í annað þegar ég sá það. En mikið vorkenndi ég annars aumingja manninum. Þvílíkt stam.
En týpískt að það sé Dani sem haldi á samningaferlinu. Brosti út í annað þegar ég sá það. En mikið vorkenndi ég annars aumingja manninum. Þvílíkt stam.
![]() |
Mjög erfiðir tímar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 15:27
Talað við þjóðina - þung skref fyrir Íslendinga
Eftir mikla óvissu alla þessa viku er gott að Geir og Ingibjörg eru loksins farin að tala við þjóðina hreint út og geta sagt betur hver staðan er. Skýr svör og alvöru yfirsýn yfir stöðuna hefur vantað. En þetta eru þung skref. Að fara til IMF er ekkert gleðiefni og engum hefði órað fyrir því fyrir nokkrum árum að svona myndi fara. En við eigum ekkert annað úrræði í stöðunni og verðum að leita eftir hjálp. Þetta er erfitt fyrir stolta þjóð sem hefur talið öðrum trú um að hún sé í fararbroddi í heiminum.
En vonandi birtir upp um síðir. Eins og staðan er orðin er þetta skref nauðsynlegt í uppbyggingarferlinu. Svo er bara að vona að við göngum ekki að öllum kröfum Bretanna. Sem betur fer hefur það ekki gerst í þessu ferli enn.
En vonandi birtir upp um síðir. Eins og staðan er orðin er þetta skref nauðsynlegt í uppbyggingarferlinu. Svo er bara að vona að við göngum ekki að öllum kröfum Bretanna. Sem betur fer hefur það ekki gerst í þessu ferli enn.
![]() |
Óska formlega eftir aðstoð IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 15:05
Óeðlileg framkoma Bretanna við Íslendinga
Ekki leikur nokkur vafi á því að bresk yfirvöld gengu fram með mjög óeðlilegum hætti gegn íslensku þjóðinni þegar beitt var hryðjuverkalögum og hún sett í sömu kategóríu og Talibanar, Súdan, Búrma og Zimbabwe, svo nokkur dæmi séu tekin. Allt frá því Gordon Brown réðst að íslensku þjóðinni talaði ég af hörku gegn verklagi Bretanna, en þar var aðeins verið að upphefja sjálfan sig á kostnað okkar. Auðvitað eigum við að fara í hart. Það sagði ég strax í upphafi og þetta samtal sýnir æ betur að það er hið eina rétta.
![]() |
Fullyrðingar Darlings dregnar í efa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 14:16
Neyðarkall úr norðri - óskað eftir aðstoð IMF
Þá er það ljóst sem flestir töldu öruggt en flestir vonuðu samt að yrði hægt að komast hjá því að gera; óska eftir aðstoð frá IMF. Þetta er neyðarkall úr norðri, verið að óska eftir faglegri aðstoð til að redda málum hér á Íslandi. Engin stjónvöld fara til IMF nema horfast í augu við mjög erfiðar aðstæður og geti ekki ráðið úr málum sínum sjálfur. Auðvitað er slíkt áfellisdómur yfir hverri þjóð að geta ekki bjargað sér sjálf en aðstæðurnar hér á Íslandi eru þess eðlis að um algjöra neyð er að ræða.
Ég hef aldrei verið sérstakur stuðningsmaður þess að leita til IMF. Í því felst viss uppgjöf fyrir vandanum og endastöð í miklum vanda. Við erum komin í þannig vanda og höfum ekki um annað að ræða. Nú er bara að vona að þessi neyðaraðstoð hafi strax víðtæk og traust áhrif við að koma landinu af stað aftur, enda er það bjargarlaust nú eftir útrásarfylleríið, hefur misst nær allt lánstraust og lykilstöðu sína.
Ég er ekki einn af þeim sem býst við því að við komumst úr óveðrinu mjög fljótlega. Við erum að horfast í augu við margra ára vanda væntanlega, því miður. En kannski mun þessi aðstoð, þó neyðarúrræði sé og síðasta hálmstrá þjóðar í vanda, hafa þau áhrif að hjól samfélagsins snúist að nýju. Svo þarf að gera upp við allt sukk fortíðarinnar og þá sem komu okkur í þessa neyðarstöðu.
Ég hef aldrei verið sérstakur stuðningsmaður þess að leita til IMF. Í því felst viss uppgjöf fyrir vandanum og endastöð í miklum vanda. Við erum komin í þannig vanda og höfum ekki um annað að ræða. Nú er bara að vona að þessi neyðaraðstoð hafi strax víðtæk og traust áhrif við að koma landinu af stað aftur, enda er það bjargarlaust nú eftir útrásarfylleríið, hefur misst nær allt lánstraust og lykilstöðu sína.
Ég er ekki einn af þeim sem býst við því að við komumst úr óveðrinu mjög fljótlega. Við erum að horfast í augu við margra ára vanda væntanlega, því miður. En kannski mun þessi aðstoð, þó neyðarúrræði sé og síðasta hálmstrá þjóðar í vanda, hafa þau áhrif að hjól samfélagsins snúist að nýju. Svo þarf að gera upp við allt sukk fortíðarinnar og þá sem komu okkur í þessa neyðarstöðu.
![]() |
6 milljarða dala lánveiting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 00:14
Hvor segir ósatt; Björgvin eða Darling?
Ég fæ ekki betur séð en öll spjót standi á Björgvin G. Sigurðssyni eftir að samtal Darling og Árna var opinberað. Ljóst er að annar flokksfélaganna í breska Verkamannaflokknum er að segja alvarlega ósatt um stöðuna, Darling eða Björgvin. Svo mikið ber á milli um fundinn að annað hvort eru Bretar að ljúga því sem gerðist á einkafundi þeirra í septemberbyrjun eða Björgvin hefur farið stórlega með fleipur og lofað upp í ermina á sér.
Þetta er auðvitað alvarlegt mál og eiginlega er æ ljósara eftir kvöldið að upphaf ólgunnar í samskiptum landanna átti sér stað í heimsókn Björgvins. Bretarnir nota greinilega loforð og heitstrengingar frá þeim fundi sem upphaf alls heila málsins. Nú skiptir máli að rekja málið á upphafsreit og vita hvor kratinn segir ósatt.
Þetta er auðvitað alvarlegt mál og eiginlega er æ ljósara eftir kvöldið að upphaf ólgunnar í samskiptum landanna átti sér stað í heimsókn Björgvins. Bretarnir nota greinilega loforð og heitstrengingar frá þeim fundi sem upphaf alls heila málsins. Nú skiptir máli að rekja málið á upphafsreit og vita hvor kratinn segir ósatt.
![]() |
Yfirlýsing viðskiptaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |