25.10.2008 | 22:48
Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum
Enn eru mótmælin í Reykjavík auglýst gegn einum manni. Sumir ætla aldrei að læra neitt. Fannst samt kostulegast að sjá Jón Baldvin Hannibalsson í hlutverk uppreisnarleiðtoga á gamals aldri. Var hann að mótmæla yfirstjórn Seðlabankans eða ríkisstjórninni í ræðu sinni? Varaformaður bankaráðs Seðlabankans og formaður Fjármálaeftirlitsins, sem svaf mest á verðinum, er einn nánasti samstarfsmaður Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum, Jón Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra. Vill hann að Jón axli þá einhverja ábyrgð og segi af sér?
Vill hann að Samfylkingin hrökklist úr ríkisstjórn fyrir að gera ekkert alla þessa mánuði sem hún hefur verið í ríkisstjórn og verið með ráðherra bankamála, sjálfan viðskiptaráðherra, á slíkum örlagatímum? Samfylkingin getur ekki firrt sig ábyrgð og bent á einn mann í Seðlabankanum þegar hún hefur haft svo mikil völd og leitt mál, einkum úr viðskiptaráðuneytinu og ætti að vera vakandi. En kannski talar Jón Baldvin bara til Jóns Sigurðssonar, efnahagsarkitekts Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.
En Jón Baldvin er lélegur uppreisnarleiðtogi, þykir mér. Er þetta ekki maðurinn sem keyrði í gegn EES-samninginn sem gerir það að verkum að þjóðin þarf væntanlega að borga fyrir Icesave-reikningana víða í Evrópu? Held að hann ætti að fara heim og leggja sig - oft er vont að kasta grjóti úr glerhúsi.
![]() |
Þögn ráðamanna mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 14:13
Ódýrar afsakanir í drottningarviðtali
Nú hefur stuttur útdráttur verið birtur úr viðtali Kompáss við Björgólf Thor. Þar segist hann vera meira en til í að hjálpa þjóðinni en er ekki til í að koma með peninga í skuldahítina sem eftir standa. Þetta hljómar eins og maður sem ég þekkti í gamla daga sem kallaði: "Eigum við ekki að halda partý í kvöld. Ég kem auðvitað ef þið skaffið búsið." Ég verð að segja eins og er að ég afþakka alveg áfallahjálp Björgólfs fyrir þjóðina ef hann ætlar ekki að leggja neitt af mörkum úr ríkidæmi sínu.
Þá getur hann og faðir hans haldið sig víðsfjarri og helst aldrei látið sjá sig aftur.
![]() |
Krónan stærsta vandamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 13:10
Fjölskylduharmleikur Jennifer Hudson
Jennifer Hudson hefur á skömmum tíma farið sigurför um allan heim og orðin stórstjarna. Hún hefur unnið öll helstu kvikmyndaverðlaun heimsins fyrir leik sinn í Dreamgirls og náði að stimpla sig á kortið með glans.
Hudson varð reyndar fyrst fræg sem þátttakandi í American Idol. Hún var eftirlæti dómaranna og þótti mjög sigurstrangleg. Flest stefndi í að hún kæmist mjög langt. Mörgum að óvörum féll Hudson úr keppni um mitt keppnistímabilið.
Svo fór síðar að Fantasia Barrino vann keppnina. Jennifer Hudson er nú orðin margfalt meiri stjarna en Fantasia og vann meira að segja samkeppni við hana um hlutverkið í Dreamgirls.
![]() |
Móðir og bróðir söngstjörnu skotin til bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2008 | 00:47
Snarvitlaust veður
Var að hugsa um að horfa á Key Largo á eftir - hún gerist í roki og leiðindaveðri og passar oft vel við í svona leiðindaveðri.
Passar vel að horfa á Bogart-mynd. Liðin í Útsvari í kvöld náðu ekki að svara rétt í spurningunni um Bogart. Svei svei.
![]() |
Skemmdir á mannvirkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)