29.10.2008 | 22:26
Þjóðarsamstaða í baráttunni gegn Bretunum
Þegar ég skrifaði um indefence.is og setti nafnið mitt í undirskriftasöfnunina þar fyrir viku óraði mér ekki fyrir því að svo margir myndu skrifa undir, þó ég gerði mér vissulega væntingar um eitthvað í þá átt. En þjóðin hefur svo sannarlega sameinast í andstöðunni gegn Bretum og tekið slaginn með því að setja inn myndir og láta í sér heyra. Enda er eðlilegt að Íslendingar séu reiðir í garð Breta en þó fyrst og fremst sárir yfir því að þeir gengu endanlega frá orðspori þjóðarinnar með verklagi sínu.
Íslendingar eru þannig að þeir láta ekki bjóða sér svona aftöku á orðspori sínu án þess að grípa til varna. Þetta er þjóðareðlið okkar. Við getum verið stolt af því. Enda eiga Bretar ekkert inni hjá okkur. Við fórum ekki í nokkur þorskastríð gegn þeim án þess að læra að þeir geta ekki ráðist að okkur án þess að við spörkum frá okkur á móti. Þetta er stóra lexían fyrir okkur. Við erum vissulega lítil þjóð en við látum ekki traðka á okkur.
Þetta eru því vel heppnuð mótmæli sem sýna þjóðarsamstöðuna og karakterstyrkleika okkar. Við getum verið stolt af þessu, enda hafa þessi mótmæli og samstaðan vakið athygli víða.
Íslendingar eru þannig að þeir láta ekki bjóða sér svona aftöku á orðspori sínu án þess að grípa til varna. Þetta er þjóðareðlið okkar. Við getum verið stolt af því. Enda eiga Bretar ekkert inni hjá okkur. Við fórum ekki í nokkur þorskastríð gegn þeim án þess að læra að þeir geta ekki ráðist að okkur án þess að við spörkum frá okkur á móti. Þetta er stóra lexían fyrir okkur. Við erum vissulega lítil þjóð en við látum ekki traðka á okkur.
Þetta eru því vel heppnuð mótmæli sem sýna þjóðarsamstöðuna og karakterstyrkleika okkar. Við getum verið stolt af þessu, enda hafa þessi mótmæli og samstaðan vakið athygli víða.
![]() |
Mótmæli vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2008 | 17:34
Fjöldauppsagnir - erfið mánaðarmót framundan
Hinn napri veruleiki kreppunnar er nú að skella á þjóðinni með fjöldauppsögnum og miklum erfiðleikum. Mikið hefur verið talað um mögulegar hliðarverkanir fjármálakreppunnar og hvað geti gerst. Þessi mánaðarmót verða mörgum fjölskyldum í landinu mjög erfið og margir hafa fengið uppsagnarbréfið í dag.
Engin orð geta lýst þeirri stöðu sem er framundan. Vonandi kemst þjóðin í gegnum þessi áföll. Nú reynir svo sannarlega á samstöðu þjóðarinnar.
Engin orð geta lýst þeirri stöðu sem er framundan. Vonandi kemst þjóðin í gegnum þessi áföll. Nú reynir svo sannarlega á samstöðu þjóðarinnar.
![]() |
Starfsmönnum BYGG sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2008 | 15:03
Flýta þarf landsfundi Sjálfstæðisflokksins
Ég hef verið flokksbundinn sjálfstæðismaður frá árinu 1993 og var um nokkra hríð mjög virkur í innra starfi Sjálfstæðisflokksins. Enginn vafi leikur á því að nú eru örlagaríkustu tímar í sögu hans í áratugi, altént síðan ég gekk í hann. Nú þegar óvissan er mikil í lykilmálum þjóðarinnar horfa flestir til þess hvernig haldið verði á málum innan Sjálfstæðisflokksins.
Mikilvægt er að mínu mati að landsfundi Sjálfstæðisflokksins verði flýtt, ekki aðeins til þess að tryggja forystu flokksins umboð til verka áfram í breyttum aðstæðum, heldur og mun frekar til að rætt verði opinskátt um framtíðarstefnu hans; ekki aðeins á kjörtímabilinu heldur og inn í næstu alþingiskosningar hvenær svo sem þær verða.
Ár er um þessar mundir til landsfundar að öllu eðlilegu. Auðvitað er það of langur tími, einkum nú þegar fátt ef nokkuð er öruggt um framtíðina nema það að við verðum hér áfram í lífsbaráttunni á þessu landi, óvíst hver staðan verði. Því þarf landsfundur að koma saman á næstu mánuðum og fara yfir næstu skref.
Ég tel ekki óvarlegt að ætla að allir flokkar muni hugsa með sama hætti; forystur allra flokka þurfa traust umboð og ræða þarf um stefnumótun lykilmála þegar sverfir að.
Mikilvægt er að mínu mati að landsfundi Sjálfstæðisflokksins verði flýtt, ekki aðeins til þess að tryggja forystu flokksins umboð til verka áfram í breyttum aðstæðum, heldur og mun frekar til að rætt verði opinskátt um framtíðarstefnu hans; ekki aðeins á kjörtímabilinu heldur og inn í næstu alþingiskosningar hvenær svo sem þær verða.
Ár er um þessar mundir til landsfundar að öllu eðlilegu. Auðvitað er það of langur tími, einkum nú þegar fátt ef nokkuð er öruggt um framtíðina nema það að við verðum hér áfram í lífsbaráttunni á þessu landi, óvíst hver staðan verði. Því þarf landsfundur að koma saman á næstu mánuðum og fara yfir næstu skref.
Ég tel ekki óvarlegt að ætla að allir flokkar muni hugsa með sama hætti; forystur allra flokka þurfa traust umboð og ræða þarf um stefnumótun lykilmála þegar sverfir að.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.10.2008 | 01:18
Áhugaverð umfjöllun - pressan stendur sig
Mér finnst áhugavert að lesa umfjöllun bresku pressunnar um bréfaskrif íslenskra og breskra stjórnvalda skömmu fyrir bankahrunið hér á Íslandi. Þar er kafað mjög djúpt og komið með athyglisverða vinkla og punkta sem ekki hafa verið mikið í gangi hér. Annars er íslenska pressan öll að koma til og sérstaklega eru fréttaskýringarnar í kvöldfréttum RÚV vel gerðar og vandaðar. Nú er sannarlega tíminn fyrir beinskeytta en vandaða fréttamennsku, krafist svara og ekki hikað við að koma með trúnaðargögn á borðið, til að upplýsa almenning.
Gott dæmi um þetta var þegar Kastljósið skúbbaði samtali Darling og Árna Matt. Lykilmál var að fá það á borðið, enda hefur það opnað aðra vinkla og komið málinu áfram í skemmtilegar pælingar. Bresk stjórnvöld voru skiljanlega ósátt við að það væri opinbert, enda hefur stjórnarandstaðan þar tekið málið lengra og komið því í þingsali.
Gott dæmi um þetta var þegar Kastljósið skúbbaði samtali Darling og Árna Matt. Lykilmál var að fá það á borðið, enda hefur það opnað aðra vinkla og komið málinu áfram í skemmtilegar pælingar. Bresk stjórnvöld voru skiljanlega ósátt við að það væri opinbert, enda hefur stjórnarandstaðan þar tekið málið lengra og komið því í þingsali.
![]() |
Geysirgate: Dularfulla bréfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |