4.10.2008 | 21:32
Frábær þáttur hjá Spaugstofunni
Spaugstofan hefur jafnan verið best í stuttum þáttum með heilsteyptum brag um eitt lykilmál í kastljósi fjölmiðlanna - þáttur unninn í hraða stórmálanna. Ég hef stundum gagnrýnt Spaugstofuna þegar ég hef verið ósáttur við þá en hrósa þeim núna.
4.10.2008 | 17:55
Mun ESB-hnútukastið verða stjórninni að falli?
Mér finnst nú svolítið sérstakt ef umræðurnar á milli aðilanna í Ráðherrabústaðnum um efnahagsaðgerðir séu að snúast upp í hnútukast um Evrópusambandsaðild og Evruna. Mér sýnist sem aðilar séu að reyna að læða þeim tillögum inn í pakkann, sem skiptimynt fyrir aðild sína að viðræðum. Því má búast við að mikil ólga sé á fundinum og tekist á um áherslur ef það á að vera leið til niðurstöðu málsins.
Ég velti því fyrir mér hvort ríkisstjórnin muni kannski springa á ESB-talinu. Hvað gerist ef Samfylkingin setur þetta sem skilyrði. Er þá ekki stjórnin sprungin miðað við afstöðu Sjálfstæðisflokksins? Ef það gerist er VG komið í oddastöðu í íslenskum stjórnmálum.
![]() |
Tekist á um ESB-tillögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 17:42
Barnaleg ályktun hjá UJ
Mér finnst svosem allt í lagi að UJ sé ósátt við Davíð Oddsson. Þau mega það mín vegna. Orðalagið finnst mér hinsvegar barnalegt, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið. Að tala um gjöreyðingarvopn í sömu andrá og Davíð Oddsson finnst mér kostulegt. Ég veit ekki hvað yrði sagt um SUS, t.d., ef þaðan kæmi ályktun eða flutt yrði ræða þar sem embættismanni, sem er flokksbundinn í Samfylkingunni, yrði líkt við gjöreyðingarvopn.
En kannski tekur enginn þessa ræðu trúanlega - mun frekar sem gríni. Má vera.
![]() |
Krefjast þess að Davíð víki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.10.2008 | 16:38
Löngu tímabær fundur - beðið eftir niðurstöðu
Steingrímur J. sagði í umræðum um stefnuræðuna að sitja ætti á fundi þar til lausn væri í sjónmáli. Ég er sammála því. Fólkið við borðið á helst ekki að fara þaðan út fyrr en eitthvað traust stendur eftir sem hægt er að ná saman um og vonandi fer það svo, sem fyrst. Því er ekki óvarlegt að ætla að fundurinn standi fram eftir kvöldi.
Í veikindum Ingibjargar Sólrúnar hefur Össur Skarphéðinsson tekið tímabundið við embætti utanríkisráðherra og greinilega stjórnar nú málum af hálfu Samfylkingarinnar. Enginn vafi leikur lengur á því hver er næstráðandi ISG þar á bæ. Þeir Geir sitja allavega saman hlið við hlið andspænis þeim sem rætt er við.
Ég vona að fundurinn gangi vel. Allir landsmenn bíða eftir einhverju alvöru tillögum í stað mikils blaðurs um það sem allir vita.
![]() |
Geir: Langur fundur að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 14:22
Skuldsett æska landsins - ófjárráða skuldarar
Því væri áhugavert að vita hvað þeir skulda sem í raun eru ábyrgir fyrir sínum skuldum, þeir sem hafa náð átján ára aldri. En kannski er þetta ein lexían enn. Þegar æska landsins er orðin skuldug upp fyrir haus er ekki von á góðu, meira að segja ungt fólk sem er ekki fjárráða. Hinsvegar heyrir maður margar sögur af þeim sem hafa skuldsett sig mikið fyrir tvítugt og eiga mjög erfitt þessa dagana.
![]() |
Íslensk ungmenni eru mörg mjög skuldsett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 13:43
Dramatíkin í heimi stjórnmálanna
Lengi í gær bjóst ég við stórtíðindum, eitthvað myndi gerast í málinu. Ekki fór það svo. Enn þarf þjóðin að bíða eftir því að eitthvað komi frá stjórnvöldum. Ég ætla að vona að sú bið taki ekki mikið lengri tíma. Mikilvægt er að eitthvað komi á borðið, annað en staðlað blaður.
Ólafur Ragnar talaði reyndar til þjóðarinnar. Mér fannst hann tala í þeim örfáu lausnum sem eru í stöðunni. Fyrir einhverja virkaði þetta hughreystandi ef marka má netskrif. Ég fór ósjálfrátt að hugsa um hvað forsetinn hefði nú treyst útrásarvíkingunum mikið.
Reyndar fór ég að hugsa um hvort forsetinn væri að senda út þau skilaboð að hann yrði við stjórnvölinn myndu stjórnmálamenn ekki standa sig í stykkinu, svona svipað og dr. Kristján Eldjárn í umbrotatímum síðari hluta áttunda áratugarins.
Könnun Stöðvar 2 í gær var reyndar stórtíðindi dagsins að mínu mati. Þar kom fram að ríkisstjórnin hefur tapað miklu fylgi. Þegar spurt var um flokka var fylgið meira og minna í sömu skorðum og áður. Ergó: stjórnarandstaðan græðir ekki á stöðunni.
![]() |
Blikkandi gemsar í þingsalnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |