Lífeyrissjóðir færa 200 milljarða til landsins

Allir bíða eftir niðurstöðu helgarfundanna í Ráðherrabústaðnum þar sem tugir manna labba inn og út af fundi Geirs Haarde, forsætisráðherra, og Össurar Skarphéðinssonar, starfandi utanríkisráðherra og leiðtoga Samfylkingarinnar. Ég bíð samt eftir því að vita hvernig það fari í fólk að 200 milljarðar af erlendum eigum lífeyrissjóðanna verði fluttar til landsins og notaðar í björgunaraðgerðirnar margfrægu. Finn vel að skoðanir eru skiptar um það.

Sögusagnirnar af því hverjar tillögurnar munu verða eru reyndar orðnar svo margar að erfitt er að vita hver sé sönn. Þó er eitt ljóst að eitthvað fer að gerast, fréttamönnum til gleði og ánægju. Mér skilst reyndar að fréttamenn fái ekki einu sinni að fara á klósettið í Ráðherrabústaðnum, svo mikil er leyndin, þar sem fundað er í öllum herbergjum.


mbl.is Biðlað til helstu vinaþjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðin mikla við Ráðherrabústaðinn

Ég er eiginlega farinn að vorkenna öllum fréttamönnunum sem standa úti í haustkuldanum við Ráðherrabústaðinn í biðinni eftir einhverjum tillögum frá ríkisstjórninni. Biðin er orðin löng og ég vona fréttamannanna vegna, auk okkar landsmanna allra að sú bið fari að taka enda. Held að það megi þó gleðjast yfir því að varla er langt í það miðað við lykiltímasetningar málsins, það sem unnið er að dag og nótt.

En að fylgjast með fréttamönnunum núna minnir á biðina við Höfða fyrir 22 árum þegar öll heimsbyggðin beið eftir Reagan og Gorbachev. Ætla að vonbrigðin eftir þá bið verði ekki eins mikil núna.

mbl.is Ráðherrar og þingmenn koma og fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kuldalegt haust - timburmennirnir eftir veisluna

Þetta haust hefur verið kuldalegt að mörgu leyti. Góðærisfylleríið er svo sannarlega búið og timburmennirnir orðnir svæsnir og verða það á næstunni. Mitt í öllum erfiðleikunum hér heima á Fróni er áhugavert að heyra sjónarmið annarra á vandamálin sem steðja að okkur. Fannst fróðlegt að' lesa ítarlega umfjöllun Sunday Telegraph og svo sá ég fína samantekt á Sky um þetta og þar voru umræður í setti þar sem okkur var ekki beint spáð góðu.

Áhugi breskra fjölmiðla á ástandinu hér er mjög mikill og þeir virðast dekka okkur ansi vel í fréttatímunum og á netinu. Einn sérfræðingurinn sagði að það væri sérstaklega áhugavert fyrir sig sem fræðimann að skoða svona míkró-vandamál efnahagslega, þar sem ekki væri einu sinni hægt að beila út bankana eftir allt fylleríið. Merkilegar yfirlýsingar.

En vonandi verður veturinn betri en haustið, segi ég eins og einn grínistinn.


mbl.is Veislan búin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband