Flóttasvipur á Þórunni

Þórunn Sveinbjarnardóttir Frekar fyndið var að sjá Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, á flótta undan Kristjáni Má Unnarssyni, fréttamanni, í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir stundu. Greinilegt er að umhverfismálin eru orðin svo heit innan Samfylkingarinnar í júlíhitanum að ekki er hægt að svara saklausum spurningum fréttamanna í kjölfar þingflokksfundarins þar sem Þórunn kvartaði undan Björgvini og Össuri í stóriðjumálunum.

Svona flótti frá myndavélum og spurningum fjölmiðlafólks leysir varla neinn vanda fyrir Samfylkinguna, nú þegar stefnuplagg þeirra "Fagra Ísland" á greinilega í mikilli kreppu. Varla gengur vel í samskiptum fólks þegar að svona er komið. Er kannski Þórunn ein á báti í sínum málum innan flokksins núorðið?

Ekki er hægt annað en spyrja eftir nýleg greinaskrif í Herðubreið, en margir tala um að staða hennar sé veik innan ráðherrahópsins og geti verið að hún missi ráðherrastólinn í væntanlegri uppstokkun á næsta ári þegar Samfylkingin fær þingforsetastólinn.

Til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri

myndak2008Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar og listaverkauppboð til styrktar Myndlistaskólanum á Akureyri vegna brunans sem varð í húsnæði hans 27. júní síðastliðinn á veitingastaðnum Marínu hér á Akureyri kl. 20:00. Verk á uppboðinu eiga velunnarar skólans, bæði fyrrverandi og núverandi nemendur við skólann.

Opnaður hefur verið styrktarreikningur þar sem fólk getur lagt inn frjáls framlög til söfunarinnar. Númer reikningsins er 0565-14-400044 og kennitalan er 550978-0409.

Ég hvet alla til að koma á tónleikana í kvöld og eða leggja söfnuninni lið með öðrum hætti.

Mikilvægt er að hlúa vel að Myndlistaskólanum á Akureyri og tryggja að uppbygging skólans muni ganga vel.


Jesse Jackson vill skera undan Barack Obama

Barack Obama og Jesse Jackson Blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson hefur síðustu klukkutímana reynt allt sem hann getur til að biðjast afsökunar á því að hafa sagst vilja skera undan Barack Obama þar sem hann tali niður til blökkumanna, en að mestu án árangurs, skiljanlega. Ummælin náðust á myndband án vitundar Jacksons og voru fyrst ekki spiluð víða vegna orðbragðsins, stóru fréttastöðvarnar þögðu um sjálf ummælin en æ fleiri tala þó opinskátt um það nú.

Jesse Jackson er enginn aukvisi í bandarískum stjórnmálum. Hann hefur verið virkur þátttakandi í réttindabaráttu blökkumanna í áratugi og var við hlið dr. Martins Luthers Kings er hann var myrtur í Tennessee í apríl 1968 og verið lykilmaður í blökkumannahreyfingunni frá dauða hans. Jackson barðist tvisvar fyrir því að hljóta útnefningu demókrataflokksins sem forsetaefni hans, árin 1984 og 1988, en hefur þó af mörgum verið talinn gloppóttur og hefur oft skemmt fyrir sér með ummælum sínum.

Hvað er þetta annars með Obama og predikarana hans? Ekki nema von að það sé spurt hvað Obama gerði í fyrra lífi til að verðskulda þessa trúarleiðtoga sína sem hafa æ ofan í æ skemmt fyrir honum. Jeremiah Wright var næstum búinn að gera út af við forsetadrauma Obama, en honum tókst að bjarga því með að skera á öll tengsl við hann og yfirgefa söfnuðinn og Wright hefur verið hálfpartinn í felum síðustu vikur. Auk þess talaði Michael Pfleger talaði niður til Hillary Clinton og þurfti Obama að biðjast afsökunar á ummælum hans.



Veit eiginlega ekki hvernig Jesse Jackson getur verið trúverðugur hluti kosningabaráttu Barack Obama úr þessu. Hvað sem hann segir eða gerir til að tala Obama upp geta menn grafið upp klippuna þar sem hann segist vilja skera undan frambjóðandanum vegna þess að hann sé montinn og hagi sér eins og hvítur maður. Hver þarf á óvinum að halda þegar menn eiga svona vini og bakhjarla?

Ekki virðist stemmningin beysin í baklandi Obama þegar svona ummæli falla. Blökkumenn greinilega ósáttir með Obama, þó þeir brosi í gegnum tárin. Bakhjarlar Hillary Rodham Clinton neita að styrkja hann nema Hillary verði varaforsetaefnið og æ fleiri stuðningsmenn hennar neita að bakka Obama upp, samkvæmt könnunum. Demókrataflokkurinn er alvarlega klofinn og skaddaður, þó reynt sé að brosa.

mbl.is Jackson biður Obama afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er Guðmundur að gera með trúnaðargögn?

Guðmundur Þóroddsson Ekki er nóg með að Guðmundur Þóroddsson fái 30 milljónir fyrir að hætta sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og REI heldur tekur hann trúnaðargögn með sér úr vinnunni sem hljóta að teljast eign fyrirtækisins. Það er ekki beint eins og honum hafi verið falið að skrifa sögu Orkuveitunnar svona í kaupbæti þegar hann hætti þar störfum og þurfi að halda utan um vinnupunkta, fundargerðir og tengd skjöl.

Guðmundur hagaði sér í mörg ár hjá Orkuveitu Reykjavíkur eins og kóngur í eigin ríki og lét eins og hann væri forstjóri fyrirtækis sem hann ætti sjálfur ráðandi hlut í. Því ætti þessi frétt varla að koma að óvörum. Stóra spurningin er hvort hann muni skila þessum vinnugögnum og jeppanum eða túri á honum út árstímabilið, sem hann er á launum hjá borgarbúum.

Veit ekki hvort þessi starfslokasaga Guðmundar komi svosem nokkuð á óvart. Þetta er svona eitt absúrdið enn hjá þessu blessaða fyrirtæki.

mbl.is Guðmundur tók gögn með sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband