14.7.2008 | 21:12
Umdeild skopteikning af Obama-hjónunum

John McCain, forsetaefni repúblikana, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann talar harkalega gegn myndbirtingunni og fordæmir mjög á hversu lágu plani hún sé. Auðvitað hefur svo kosningabarátta Obama-hjónanna látið í sér heyra og farið hörðum orðum um þá pólitík sem New Yorker gefur í skyn með myndbirtingunni.
Ekki er hægt að segja að þetta sé fögur pólitísk barátta eða tjáning á pólitískri baráttu sem sést með þessari mynd og að gefið sé í skyn að maður með raunhæfa möguleika á forsetaembættinu sé kaldrifjaður öfgamaður og kona hans til í hernaðarleiki við hlið hans og kyndi undir hryðjuverk.
En kannski er þessi myndbirting lík mörgu sem sést hefur í bandarískum stjórnmálum hvað það varðar að skopmyndateikningar þar hafa oft verið harðskeyttar og óvægnar í meira lagi og ekkert hikað í þeim efnum. Þessi myndbirting er þó með þeim daprari. Margar skopmyndir fá fólk til að hlæja. Held að fáir hlæji að þessari.
Svo má auðvitað velta því fyrir sér hvort New Yorker harmi mjög að Hillary Rodham Clinton varð ekki forsetaefni Demókrataflokksins og sé enn í forkosningagírnum - hafi ekki sætt sig við möguleikann á því að Obama verði forseti Bandaríkjanna. Reyndar er það nokkuð augljóst enda myndu þeir aldrei birta þessa mynd ef þeir gætu sætt sig við hann, rétt eins og John Kerry síðast. En kannski koma þarna fram fordómar fólks á New York-svæðinu á Obama.
Barack Obama hefur verið að vinna mjög ákveðið að því að heilla gyðingaatkvæðin í New York og reyna að tala upp Ísrael og tala harkalega niður til Írans. Gott dæmi um það er ræða hans hjá AIPAC fyrir rúmum mánuði, þar sem hann talaði um stjórnina í Íran sem einræðisstjórn, Irani regime, líkt og Bush gerði um Íraksstjórnina, Iraqi regime. Ekki er að sjá að mikill munur sé á milli McCain og Obama hvað varðar Ísrael og Íran.
En þetta verða óvægnar kosningar. Obama hefur ekki með þessari myndbirtingu séð fyrstu né síðustu atlöguna að mannorði hans og konu sinnar, sem virðist vera mjög umdeild samkvæmt nýjustu könnunum, mun umdeildari en Cindy McCain, og fá yfir sig heift fjölda fólks, mun frekar en eiginmaður hennar. Gæti orðið álíka umdeild og Tereza Heinz Kerry í síðustu forsetakosningum, en á öðrum forsendum.
Væntanlega verður Obama að halla sér betur að gyðingaatkvæðunum á New York-svæðinu ef marka má þessa myndbirtingu. En væntanlega er þetta fyrsta merki þess að alvöru hiti sé kominn í baráttuna fyrir forsetakosningarnar eftir tæpa fjóra mánuði.
![]() |
Skopteikning veldur uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2008 | 19:22
Bensínið hækkar - 200 kallinn í sjónmáli
Bensínverðið er orðið ískyggilega hátt - hækkunin ætti svosem varla að koma að óvörum þó hún komi sér illa fyrir landsmenn alla. Ég spáði því hér í marsmánuði að bensínlítrínn yrði kominn í 200 krónur fyrir sumarlok og svo mun verða raunin. Þessi þróun hefur þó hraðvirkari en mörgum óraði fyrir og er sam martröð fyrir þá sem þurfa að keyra mikið.
Verð samt ekki mikið var við að fólk keyri minna og spari bílinn. En kannski mun það fara að breyta einhverju þegar bensínlítrinn fer yfir 200 kallinn. Þessar hækkanir koma illa niður á fólki og væntanlega spyrja margir sig að því hvar eigi að spara þegar harðnar meira á dalnum en þegar er raunin.
Fór í sumarbústaðinn um daginn, austur fyrir Vaðlaheiðina, og mætti þar húsbílum og stórum og miklum bílum með fellihýsi og tjaldvagna í eftirdragi. Varla er slík sumarkeyrsla um landið ódýr en þegar farið er á bílasölurnar blasa þar við jeppalengjurnar. Varla er gósentíð á bílasölunum núna.
Verð samt ekki mikið var við að fólk keyri minna og spari bílinn. En kannski mun það fara að breyta einhverju þegar bensínlítrinn fer yfir 200 kallinn. Þessar hækkanir koma illa niður á fólki og væntanlega spyrja margir sig að því hvar eigi að spara þegar harðnar meira á dalnum en þegar er raunin.
Fór í sumarbústaðinn um daginn, austur fyrir Vaðlaheiðina, og mætti þar húsbílum og stórum og miklum bílum með fellihýsi og tjaldvagna í eftirdragi. Varla er slík sumarkeyrsla um landið ódýr en þegar farið er á bílasölurnar blasa þar við jeppalengjurnar. Varla er gósentíð á bílasölunum núna.
![]() |
Eldsneytisverð snarhækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2008 | 11:26
Líf og dauði í spítaladrama

Finnst tilveran á sjúkrahúsunum þar stundum einum of slétt og felld í bland við alvöru lífsins sem þar er, en það er bara mitt heiðarlega mat. Fjöldi fólks eru miklir aðdáendur svona þátta eins og áhorfsmælingar sýna.
Enginn vafi leikur á að Grey´s Anatomy er einn heitasti þátturinn vestanhafs. Er samt einn þeirra sem er nokkuð sama hvort Izzie lifir eða deyr í þættinum, en dáist að þeim sem velta því fyrir sér.
Hinsvegar er ég ánægður með hversu sjálfstæð Katharine Heigl hefur verið en hún afþakkaði Emmy-tilnefningu vegna þess að henni fannst hún ekki verðskulda hana vegna lélegs handrits sem skrifað var fyrir hana.
Grey´s Anatomy á stóran aðdáendahóp hér og ekki er langt síðan Ísland fékk sína stundarfrægð í þættinum. Minnst var á landið í hugleiðingum dauðvona sjúklings sem vildi fá að kveðja þennan heim sáttur við lífið og tilveruna á Íslandi.
![]() |
Er Izzie dauðvona? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2008 | 00:46
Sætur sigur fyrir Fylki
Ég átti von á að FH myndi eiga auðvelt með að taka Fylki í kvöld. Varð ekki sannspár þar. Fyrir Fylki og þjálfarann var mikilvægt að snúa vörn í sókn og ná sigri. FH missir niður forystuna og deildin er alveg galopin. Allt getur gerst á toppi og botni, þó að staða ÍA og HK sé að verða ískyggilega dökk í botnbaráttunni. HK er enn að leita sér að þjálfara og margir gefa verkefnið frá sér, ekki undrunarefni það.
Akureyringurinn Jóhann Þórhallsson stóð sig vel, tryggði Fylki farmiða frá mesta hættusvæðinu í deildinni, í bili að minnsta kosti. Hann þekkir fallbaráttuna vel en hann féll eins og flestir muna með Þór, KA og Grindavík og ætlar greinilega ekki að taka fallið með Fylki.
Akureyringurinn Jóhann Þórhallsson stóð sig vel, tryggði Fylki farmiða frá mesta hættusvæðinu í deildinni, í bili að minnsta kosti. Hann þekkir fallbaráttuna vel en hann féll eins og flestir muna með Þór, KA og Grindavík og ætlar greinilega ekki að taka fallið með Fylki.
![]() |
Jóhann hetjan í sigri Fylkis á FH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)