Aðgát skal höfð....

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki vel til Jósafats Arngrímssonar. Hinsvegar varð ég svolítið hissa þegar ég las skrif þeirra sem höfðu tjáð sig vegna andláts hans. Fannst þar ráðist ómerkilega að honum og fannst það einum of langt gengið. Vel má vera að Jósafat hafi verið umdeildur maður, en ég held að fólk eigi að vanda orðaval sitt betur en raun ber vitni í þessu máli.

Aðgát skal höfð... eins og frægt var sagt.

mbl.is Jósafat Arngrímsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegt grín um bandaríska forsetakjörið



Innan við fjórir mánuðir eru þangað til 44. forseti Bandaríkjanna verður kjörinn og styttist óðum í flokksþing repúblikana og demókrata, auk valsins á varaforsetaefnum John McCain og Barack Obama. Kosningabaráttan er hafin af fullum krafti. Þeir hjá Jib Jab hafa sett saman magnaða klippu þar sem baráttan er sett í kómískt ljós - lagið Time for some campaignin´sem byggt er á lagi Bob Dylan Times they are changin´. Mæli með því að allir sem hafa einhvern minnsta áhuga á bandarísku forsetakosningunum líti á það.



Jib Jab var með nokkrar ansi góðar slíkar myndklippur vegna forsetakosninganna 2004, en þeirra eftirminnilegust var sú sem þeir gerðu eftir að George W. Bush var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Bendi á hana hérmeð.

Synt yfir Ermarsundið - glæsilegt hjá Benedikt

Benedikt Hjartarson Ég vil óska Benedikt Hjartarsyni innilega til hamingju með hið mikla afrek sem sundið yfir Ermarsund er. Þetta er glæsilegur áfangi og ánægjulegt að loksins hafi íslenskum sundmanni tekist þetta ætlunarverk. Finnst reyndar alltaf merkilegt að heyra fréttir af svona afrekum, enda þarf mikið að leggja á sig og vera mjög einbeittur og agaður til að klára verkið.

Ég hef reyndar aldrei skilið fyllilega í því hvað það er sem keyrir fólk í að reyna að leggja svona afrek á sig. Sennilega er lykilatriðið að hafa kraft og kjark til að leggja í svona, hvort sem það er sund um heimsins höf, klifur á heimsins tinda, gönguferð á pólana eða hvaða annað afrek það er. Við sem lifum okkar hversdag og teljumst góð að komast í gegnum hann hljótum að dást að þeim sem leggja svona á sig.

Viss ævintýraþrá og löngun í að ná settu marki hlýtur að vera það sem ýtir fólki af stað í svona erfitt verkefni, sem tekur á og reynir á þrek og þor. En það er sætt að ná settu marki og því erum við öll stolt af Benedikt og hans afreki.

mbl.is Tókst að synda yfir Ermarsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband