Ólafur Ragnar og Dorrit sleikja upp Mörthu Stewart

Dorrit og Martha StewartAlltaf er það nú jafn skondið að fylgjast með forseta Íslands smjaðra fyrir viðskiptajöfrum og öðru celeb-inu á erlendri grundu - skemmtilegur lokakafli á litríkan feril framsóknarmannsins sem varð formaður Alþýðubandalagsins. Núna er Martha Stewart á Íslandi í boði forsetahjónanna og eðlilegt að spurningar vakni um hvort það sé viðeigandi að forseti Íslands taki á móti henni, ekki Ólafur Ragnar prívat og persónulega.

En eru þetta einhver tíðindi? Ólafur Ragnar hefur fært forsetaembættið út í glamúr og glys, dekur við auðmenn og peningakalla er í forgrunni. Embættið er komið óravegu frá þeim tíma er Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir sátu á forsetastóli. Mörgum fannst Vigdís höll undir fræga fólkið, en hún var þó órafjarri þeim botni sem Ólafur Ragnar er á. Ekki er annað að sjá en Ólafur Ragnar hafi gleypt sannfæringu sína og hugsjónir fyrir löngu, hafi hann á annað borð haft nokkrar meðan hann var formaður Alþýðubandalagsins.

Reyndar fannst mér fyndnast af þessu öllu þegar Ólafur Ragnar bauð George H. W. Bush í laxveiði hingað til Íslands fyrir tveim árum og gaf honum flugusett og stöng að gjöf, og fór svo skömmu síðar í kertaljósakvöldverð í Hvíta húsinu í boði Bush-hjónanna. Efast um að margir íslenskir vinstrimenn hafi brosað hringinn yfir vináttu Ólafs Ragnars við Bush-fjölskylduna. Skrifaði grein um þetta á sínum tíma, sem ég bendi á.

Kannski finnst einhverjum eðlilegt að forsetahjónin skáli við Mörthu Stewart og séu gestgjafar hennar á sama sumri og henni er meinað að koma til Englands vegna afbrota sinna. Efast má þó um að það sé heiður fyrir forsetaembættið að fá þessa konu til landsins á vegum forsetahjónanna.


Bubbi dissar Björk

Bubbi Bubbi Morthens hefur aldrei verið þekktur fyrir að tala tæpitungu. Nú er hann að dissa Björk fyrir að hugsa frekar um stóriðju en fátækt og efast í raun um fyrir hverju hún er að berast. Þarna virðast Árni Johnsen og Bubbi sameinast í undarlegu bandalagi. Sennilega er Bubbi að senda sneið til Sigur Rósar og fleiri tónlistarmanna sem hafa sungið gegn stóriðju um nokkuð skeið. Ekki veit ég betur en Bubbi hafi sjálfur sungið gegn stóriðju en minna farið fyrir fátæktarsöngvum, allavega síðustu árin.

Bubbi er oft ágætur, fer stundum einum of mikið fram úr sjálfum sér. Hef ekki alltaf verið sammála honum. En ég hef oft verið hrifinn af hinum pólitíska tóni í honum, yfirlýsingum um mann og annan. Það er hægt að taka því oft hæfilega alvarlega. Þetta er bara hans stíll. Enda væri stílbrot ef Bubbi færi að breyta sér á sextugsaldri fyrir einhverja besservissera úti í bæ.

En eflaust fær Bubbi yfir sig gusu af neikvæðni vegna þessara kommenta um Björk, sem geta ekki túlkast öðruvísi en sem nett diss. En, þetta er víst bara Bubbi, hann var fílaður svona í denn og varla þörf á að breyta því á 21. öld - sama hvort alþýðutaugarnar hans verði minna áberandi.

mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband