Skemmdarverk og sóðaskapur fyrir náttúruna?

Tónleikar Náttúru Frekar leitt er að skemmdarverk og sóðaskapur séu eftirmálinn á annars vel heppnaða Náttúrutónleika um síðustu helgi. Táknrænt var það eftir allan lofsönginn um náttúruna að allt væri vaðandi í drasli á svæðinu og einkum áldósir út um allt. Miðað við baráttuna gegn stóriðju er þetta skondið.

Held að sumir sem mættu á tónleikana hefðu átt að velta boðskap þeirra betur fyrir sér. Ekki er nóg bara að hafa náttúruvernd sem tískuboðskap og fylgja öðrum í því blint og hugsunarlaust heldur velta boðskap þeirra fyrir sér af alvöru og taka til hjá sjálfum sér áður en aðrir eru fordæmdir fyrir að fara illa með náttúruna.

Skemmdarverkin eru sér kapítuli. Leitt er ef satt er að þeir sem stóðu fyrir skemmdunum á fallturninum í fjölskyldugarðinum hafi ráðist að fólki og skemmt fyrir þeim sem voru á tónleikunum. Ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvað þeir eru að hugsa sem þurfa að skemma leiktæki og ráðast að fólki. Er þetta bara hreinræktuð villimennska eða almenn heimska?

 


mbl.is Gengu berserksgang í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kuldalegt augnablik á sjúkrahúsi í New York

Látin kona á biðstofu

Myndbandið sem sýnir lækna, hjúkrunarfólk, öryggisverði og sjúklinga láta konu afskiptalausa á biðstofu á sjúkrahúsi í Brooklyn í sólarhring allt þar til hún lést hefur eðlilega vakið heimsathygli. Ekki er hægt að segja annað en það sé beinlínis óhugnanlegt að starfsfólk með fagmenntun í lækningu og hjúkrun hafi ekki hugað að konunni.

Eins og sést í myndbandinu var það ekki fyrr en eftir um klukkutíma frá því að konan lést að öryggisvörður kom að henni og kallaði þá eftir aðstoð fyrir hana. Finnst þetta bæði óhugnanlegt og sorglegt að svona gerist á sjúkrahúsi, að enginn komi til bjargar eða aðstoðar og meira að segja fólk sem á að vera þjálfað í aðstæðum af þessu tagi gangi bara framhjá. Enda hefur þetta atvik leitt til uppstokkunar á þessu sjúkrahúsi.

Kannski er náungakærleikurinn hverfandi í nútímasamfélaginu eða fjarlægðin í samskiptum fólks orðin svo mikil að æ ólíklegra er að þeim sé komið til bjargar sem þurfa á aðstoð að halda. En að fólk sem er ráðið sérstaklega í umönnunarstörf taki ekki á aðstæðum sem þessum er óhugnanleg staðreynd sem hlýtur að fá alla til að hugsa sitt.


mbl.is Látin kona lá afskiptalaus í klukkutíma á biðstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband