22.7.2008 | 18:53
Ábyrgðarleysi foreldra
Ekki er hægt annað en spyrja hvað sé að foreldrum sem taki nokkurra mánaða gamalt barnið sitt með sér í hasssöluferð. Ábyrgðarleysið er algjört. Hvar er annars ábyrgðarkenndin hjá fullorðnu fólki sem tekur slíkar ákvarðanir? Aðstæður hljóta að þurfa að vera mjög undarlegar til að fólk, viti borið allavega, gerir annað eins.
Reglulega heyrast sögur um að foreldrar reddi ólögráða börnum sínum áfengi og sígarettur áður en þau ná löglegum aldri til að kaupa það og ráða sér sjálf en mér finnst það hálfu verra þegar að foreldrar bregðast skyldu sinni í að ala upp börnin sín frá upphafi og fari í slíka hasssölutúra með kornabarn með sér.
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og það er ekki til að auka trúverðugleika foreldra þegar að svona nokkuð klúður gerist og allt undir eftirliti foreldranna.
Reglulega heyrast sögur um að foreldrar reddi ólögráða börnum sínum áfengi og sígarettur áður en þau ná löglegum aldri til að kaupa það og ráða sér sjálf en mér finnst það hálfu verra þegar að foreldrar bregðast skyldu sinni í að ala upp börnin sín frá upphafi og fari í slíka hasssölutúra með kornabarn með sér.
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og það er ekki til að auka trúverðugleika foreldra þegar að svona nokkuð klúður gerist og allt undir eftirliti foreldranna.
![]() |
Tóku barn með í hasssöluferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 16:22
Fyrirsjáanleg hagræðing hjá Spron

Væntanlega er uppstokkun mála hjá Spron aðeins fyrsti hlutinn af fyrirsjáanlegri hagræðingu á fjármálamarkaði almennt í þeirri stöðu sem við blasir nú og eiginlega enn meira spennandi að fylgjast með atburðarásinni í kjölfarið. Hvaða hagræðing er næst á dagskrá?
![]() |
Allt að 200 missa vinnu við samruna SPRON og Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2008 | 11:16
Karadzic fer til Haag - uppgjör grimmdarinnar

Eðlilega hafa margir velt fyrir sér hvernig Karadzic gat verið í felum svona lengi - eftir þrettán ár var talið að ekki væri hægt að handsama hann og klára þessi mál. Þjóðernissinnar hafa haldið hlífðarskildi yfir Karadzic öll þessi ár og falið hann fyrir alþjóðasamfélaginu og komið í veg fyrir að réttvísin nái fram að ganga. Þeir tímar eru nú sem betur fer liðnir. Kominn tími til að reikningsskil verði og uppgjör á þeirri grimmd sem Karadzic sýndi með pólitískri forystu sinni.
Myndin af Karadzic vekur eðlilega mikla athygli. Hann er algjörlega óþekkjanlegur og hefur dulbúist svo vel að enginn hefur vitað neitt, nema þá vitorðsmenn hans. Karadzic hafði byggt sér upp nýtt líf, gat unnið að sínum verkum og komist hjá því að svara til saka. En nú fær hann farmiða til Haag, ætli það verði ekki farmiði aðra leiðina?
![]() |
Karadzic framseldur til Haag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2008 | 00:46
Loksins! - fjöldamorðinginn Karadzic handtekinn

Mér finnst biðin hafa verið of löng eftir því að réttlætið hafi sinn framgang í þessu máli. Of lengi hefur verið beðið eftir því að Karadzic yrði svældur úr greni sínu og fái þá meðferð sem hann á skilið. En betra er hinsvegar seint en aldrei í þessum efnum eins og mörgum öðrum.
Þetta er vissulega sögulegur dagur. Nú loksins er hægt að heiðra minningu þeirra þúsunda manna sem voru drepnir í grimmdarlegustu fjöldamorðum frá dögum síðari heimsstyrjaldarinnar með því að draga þann fyrir dóm sem stóð að þeim hryllingi.
Milosevic dó því miður áður en hann var dæmdur fyrir afbrot sín, eftir fimm ára vist í Haag. Nú vonandi verður Karadzic fluttur á sama stað, helst í sama klefann og Milosevic dó forðum í.
![]() |
Karadzic handtekinn í Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |