Óeðlileg meðferð á Ramses

Leifsstöð Mér finnst meðferð stjórnvalda á máli Paul Ramses ekki til fyrirmyndar. Honum er vísað úr landi án þess að Útlendingastofnun taki umsókn hans um pólitískt hæli til umfjöllunar, hvað þá meira. Mér finnst eðlilegt að mál hans fari rétta leið og það hafi átt að fjalla um það áður en til aðgerða var gripið.

Hinsvegar er ekki rétta skrefið hjá vinum Ramses í þessari erfiðu stöðu að hlaupa út á flugbrautina, enda mjög alvarlegt mál og stórhættulegt. Þó skil ég vissulega að vinir mannsins sýni að þeir séu ósáttir við hvernig haldið hafi verið á málinu, en margar leiðir hefðu verið betri til þess þó.

Hef enn ekki séð rök fyrir því af hverju farið er svona með manninn. Ef hann hefði verið stórglæpamaður og hættulegur hefði ég kannski skilið það, en það vantar eitthvað inn í söguna svo að hún sé eiginlega skiljanleg, enda á maðurinn fjölskyldu hér og ekki hægt að sjá annað en hann hafi verið til fyrirmyndar að flestu leyti.

mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband