Ólafur F. er gjörsamlega að spila sig út

Ólafur F. Magnússon Ég er eiginlega algjörlega orðlaus eftir Kastljósviðtalið við Ólaf F í kvöld. Greinilegt að maðurinn er gjörsamlega að spila sig út. Þvílíkur performans! Hver ætli PR-ist fyrir karlgreyið? Annað hvort er sá maður í sumarfríi eða hreinlega ekki til í þessari hitabylgju sem er að þjaka landsmenn alla en þó helst meirihlutann í borginni sem er að verða eins og leikhópur í farsaleikriti sem enginn skilur upphafið eða endann á.

Hvers vegna gat borgarstjórinn ekki bara svarað einföldum og eðlilegum spurningum fjölmiðlamanna um lykilatriði? Við erum að tala um að hann sparkar út í ystu myrkur konu sem hann sjálfur valdi sem aðstoðarmann sinn og hafði inn á kontór hjá sér á hverjum degi. Við erum ekki að tala um einhverja konu úti í bæ. Ef Ólafur F. getur ekki svarað svona eðlilegum spurningum er eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé kominn tími til að hann gerist læknir í fullu starfi úti í bæ aftur og láti borgarbúa lifa sínu lífi án hans á borgarstjórakontórnum.

Mér finnst saga þessa meirihluta verða æ vitlausari með hverjum deginum sem líður. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins líta út eins og fólk í sjálfsmorðssprengiför sem það hefur engin tök á að losna út úr. Er virkilega ekki hægt að binda endi á þennan fjárans farsa eða í það minnsta gera hann skiljanlegan fyrir pólitíska áhugamenn? Plús, það væri ágætt að þessi borgarstjóri færi að svara spurningum.

Fannst Ólafur F. reyndar gefa það í skyn að hann nyti ekki virðingar og væri illa komið fram við hann. Kannski væri ráð fyrir hann að fara að mæta með borgarstjórakeðjuna í viðtöl hér eftir og túlk við hliðina á sér sem talar íslensku.

Þessi fallegi dagur....

Veðrið er alveg yndislegt í dag, of gott til að vera að skrifa mikið um pólitík og tengd mál. Allir ættu að fara út og njóta lífsins, fá sér ís og spjalla saman. Hér á Akureyri er gott tækifæri komið til að njóta góða veðursins með því að fara á Ráðhústorg, tylla sér á grasið, fá sér ís, spjalla saman og sleikja sólina.

Við eigum ekki alltof marga svona sæludaga á hverju ári og því tilvalið að nýta hann alveg í botn.

mbl.is 29 gráður og sólskin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband