Yndisleg ferðahelgi

Laxá í Aðaldal Var að koma heim til Akureyrar eftir yndislega daga án netsambands. Hef verið á ferð og flugi síðustu dagana og því ekki bloggað nema mjög stopult og ekki haft tíma til að skoða athugasemdir eða umræðuna almennt, ekki séð póstinn eða neitt. Ágætt að taka smá frí frá þessu og hugsa um eitthvað annað.

Veðrið hefur líka verið þannig að nauðsynlegt er að gefa tölvunni frí. Sérstaklega var veðrið gott í gær og yndislegt að sleikja sólina og finna ylvolga hlýjuna. Mætti mörgum sem ég þekkti á ferðalaginu. Greinilegt að margir tóku þá ákvörðun að fara í ferðalag, enda víða skemmtilegar hátíðir og nóg hægt að gera í slíkri veðurblíðu.

Umferðin heim var ansi mikil og eiginlega er þetta ekki orðin minni ferðamannahelgi en verslunarmannahelgin, enda er 17. júní helgin, þessi fyrsta helgi í júlí og versló, allar orðnar svipað stórar að umfangi og fólk er á ferð og flugi þessa dagana. Ekki er það amalegt eins og veðrið var sérstaklega um þessa helgi núna.

Þar sem ég hef ekki verið við tölvu síðustu dagana hef ég ekki getað staðfest athugasemdir, en þær eru allar komnar inn núna. Þakka þeim sem sendu komment við síðustu færslu.

mbl.is Þung umferð á hringveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband