10.8.2008 | 17:20
Sextán ára á 101 - háskaakstur í umferðinni
Þessi áhætta er sem rússnesk rúlletta. Ökumaðurinn setur sjálfan sig í lífshættu með slíku aksturslagi og þann sem ferðast með honum. Sem betur fer fór vel miðað við aðstæður en þarna hefði getað farið mjög illa. Lögreglan verður að taka á svona málum, enda bein almannahætta um að ræða.
En þetta er svosem ekkert einsdæmi. Verst af öllu er að þrátt fyrir fjölda hraðakstursmála sé alltaf nóg af þeim sem hugsa ekkert um afleiðingar hraðaksturs og taka áhættuna fyrir sig og aðra í umferðinni.
Þrátt fyrir allar auglýsingar og baráttu gegn hraðakstri lærir fólk ekki af reynslunni. En ég held að þessi sextán ára strákur eigi eftir að læra eitthvað af þessu, ætla rétt að vona það allavega.
![]() |
Ungur ökuníðingur handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2008 | 16:19
Sigurstund í Peking - rússneski björninn fær skell

Sigurinn í nótt minnti einna helst á þegar Svíar voru lagðir að velli í vor. Ég sagðist vonast eftir betri handbolta í Kína þegar liðið fékk skellinn gegn Makedónum. Vonandi rætist sú ósk. Freistandi að halda það eftir sigurinn.
Einn sigur þjappar þjóðinni saman og kveikir áhugann, meira að segja það að vaka um miðja nótt. Við látum okkur nú hafa það, tala nú ekki um eftir að Rússar hafa verið lagðir að velli.
![]() |
Ísland lagði Rússland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 04:11
Niðursveifla Bubba - áhættan dýrkeypta
Sorgarsaga Bubba Morthens í viðskiptum er ekkert einsdæmi. Fjöldi Íslendinga hefur farið flatt á því að sýsla með verðbréf og oft hafa traustustu fyrirtækin reynst þau veikustu er á hólminn kemur. Auk þess er erfitt að samræma ofurtrú og veruleika.
Þó þessi saga hans Bubba sé örugglega meira umtöluð en margar aðrar verðbréfasögurnar er eðlilegt að velta því fyrir sér hvenær verðbréf verða alveg örugg leið til að efnast. Erfitt er að velja eitthvað sem öruggt veðmál í þessum bransa.
Ef þetta væri einhver annar en Bubbi hefðum við sennilega ekki heyrt þessa sögu. En kannski er það alltaf tíðindi hvað þessi umdeildi poppari segir og gerir í sínu lífi.
![]() |
Allur sparnaðurinn fór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2008 | 00:42
Bernie Mac látinn

Held að aðeins Eddie Murphy, Bill Cosby og Richard Pryor komist nálægt stöðu hans meðal þeldökkra grínista, hafi verið á pari við hann eða betri. Hann hóf feril sinn ungur sem grínisti og sló í gegn allt frá byrjun, var fæddur í grínistahlutverki. Andlitstaktar hans og tjáning, alveg brilljant. Hann var langbestur í uppistandsgríninu. Ég hafði mjög gaman af sjónvarpsþáttunum hans og fannst þeir virkilega góðir.
Síðla ferilsins lék hann í nokkrum myndum. Bestu myndirnar hljóta þó að teljast Bad Santa, Charlie´s Angels, Transformers, Ocean´s myndirnar, Head of State og Guess Who, sem var skemmtileg og nýstárleg útgáfa af hinni sígildu sögu Guess Who´s Coming to Dinner sem var kvikmynduð árið 1967 með Spencer Tracy og Katharine Hepburn, síðustu myndinni hans Spencers og endalokin á mögnuðu ástar- og vinnusambandi þeirra.
Í veruleika sjöunda áratugarins var þeldökkur tengdasonur í hvítri fjölskyldu mikið vandamál en í upphafi nýrrar aldar var þessu snúið við - tengdasonurinn hvítur í þeldökkri fjölskyldu og tengdafaðirinn úrillur Bernie Mac. Frábær mynd, sem kemur með annað sjónarhorn á fræga sögu og gerir það vel.
Minning magnaðs grínista, eins þeirra bestu fyrr og síðar, mun lifa, þó hann hafi kvatt alltof snemma.
![]() |
Bernie Mac látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)