12.8.2008 | 14:39
Glæsilegur sigur - heimsmeistararnir fá skellinn
Þessi sigur og gegn Rússunum ætti að vera vitnisburður þess að þetta er lið sem getur gert góða hluti og getur vel yfirstigið sín vandamál. Strákarnir tóku sig saman í andlitinu eftir Makedóníuleikina og sýndu okkur að þeir geta þetta alveg.
Flott, óska þeim innilega til hamingju með góðan árangur.
![]() |
Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 13:06
Vemma í Peking - of ljót fyrir kínverska fullkomnun

Eitt er að vilja gera hlutina fullkomið og yfirvegað, annað að missa yfirsýn og gera hlutina of vel til að reyna að hjúpa allt sem að er. Kínverjar vissu að þeir þyrftu að gera magnað "show" til að heimsbyggðin myndi eina örskotsstund gleyma því að þessi mikla friðarhátíð íþróttanna væri komið með lögheimili í grimmu einræði, þar sem skoðanakúgun og valdníðsla er algjör. Því varð allt að vera yfirmáta fullkomið og við það tapaðist einlægnin sem á að vera grunnur alls.
Auðvitað var aldrei hægt að búast við að Kínverjar gætu gert þetta einlæglega. Margt var vel gert en þegar vantar sanna einlægni og notalegheit í verkið, hina traustu tilfinningu, þá verður allt annað svo væmið. Þetta er svona eins og að gúffa í sig heilli rjómatertu með yfirmáta þykku lagi af rjóma og glassúrkenndu bragði. Hún er eflaust góð en of mikið af henni fær mann til að fá ógleðistilfinningu. Sama var um þessa setningarathöfn. Allt einlægt vantaði í hana. Fannst svo toppur alls vera þegar hermenn gengu með fánann.
Annars skil ég ekki hvers vegna Ólympíuleikarnir eru haldnir þar sem einræðið er algjört og þegnar landsins barðir áfram og kúgaðir svo að þeir verða eins og líflausir tindátar. Afleitt í alla staði. Og aumingja stelpan sem söng lagið svo fallega þótti víst ekki nógu falleg, var of ljót fyrir alla fullkomnunina. Passaði ekki í heildarmyndina. Þvílíkur sýndarveruleiki. En bjuggust menn við öðru af kommadjöflunum í Peking?
![]() |
Allt í plati í Peking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.8.2008 | 01:56
Nú er það orðið svart á Skaganum
Ekki er hægt annað en vorkenna þeim á Skaganum. Útlitið er vægast sagt orðið svart. Skaginn er nú í þeirri aðstöðu að spilað er upp á hvert stig. Mér finnst mjög merkilegt að svona skuli komið fyrir ÍA. Efniviðurinn var í lið sem myndi spila upp á titla en þrautaganga hefur það orðið í sumar. Ekki virðist hafa dugað það eitt að reka Guðjón, en væntanlega getur tekið nokkurn tíma að snúa vörn í sókn.
Bæði er lánleysið algjört og samstaðan dvínandi. Mikið virðist að liðinu, þar vantar að eiga nýtt upphaf. Kannski er það orðið of seint. Staðan núna er þannig að næstu lið verða öll að klúðra stórt og Skaginn að eiga meistaraleik það sem eftir lifir af sumri til að eiga séns. Efast um að það sé hægt að snúa þessu við úr þessu.
Tvíburarnir gerðu þetta fyrir tveim árum með eftirminnilegum glans. Nú virðast öll sund lokuð. Skaginn hefur verið í efstu deild síðan árið 1992, þegar að liðið vann deildina að mig minnir fimm ár í röð. Þá hafði það tekið skellinn áður og fallið um deild en kom tvíeflt til baka.
Kannski verða það örlög Skagamanna núna að falla og eiga sitt nýja upphaf í fyrstu deild.
Bæði er lánleysið algjört og samstaðan dvínandi. Mikið virðist að liðinu, þar vantar að eiga nýtt upphaf. Kannski er það orðið of seint. Staðan núna er þannig að næstu lið verða öll að klúðra stórt og Skaginn að eiga meistaraleik það sem eftir lifir af sumri til að eiga séns. Efast um að það sé hægt að snúa þessu við úr þessu.
Tvíburarnir gerðu þetta fyrir tveim árum með eftirminnilegum glans. Nú virðast öll sund lokuð. Skaginn hefur verið í efstu deild síðan árið 1992, þegar að liðið vann deildina að mig minnir fimm ár í röð. Þá hafði það tekið skellinn áður og fallið um deild en kom tvíeflt til baka.
Kannski verða það örlög Skagamanna núna að falla og eiga sitt nýja upphaf í fyrstu deild.
![]() |
Stórsigur Keflvíkinga gegn lánlausum Skagamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)