Á Ólafur F. einhverja pólitíska framtíð?

ofm1Eitthvað virðist Ólafur F. vera farinn að róast eftir mesta pólitíska hasarinn sem fylgt hefur falli meirihlutans og endalokum borgarstjóraferils hans, ef marka má viðtalið við Þóru Kristínu. Hann ætti þó að fara að líta í eigin barm til að gera upp fall meirihlutans, enda á hann stóran þátt í hvernig fór.

Enda er það ekki trúverðugt að heyra afsakanir hans og fullyrðingar um stöðu mála, eftir að við höfum fylgst með einleik hans og sólóspili undanfarnar vikur. Sjálfstæðisflokkurinn fól honum mörg trúnaðarverkefni og treysti honum, held að ekki verði deilt um það. Hinsvegar er greinilegt að þetta þróaðist í þá átt að hann spilaði æ meira einn og án samráðs, sem hafði úrslitaáhrif á framhaldið.

Held að flestir séu sammála um það að pólitísk staða Ólafs F. Magnússonar sé mjög veik nú þegar hann skilar af sér lyklunum að borgarstjóraskrifstofunni og þarf að fóta sig í minnihluta að nýju. Það er mikið fall og ræðst mikið af því hvernig hann nær að vinna sig út úr því að hafa með einleik klárað þennan meirihluta.

Varla hafa margir trú á að F-listi síðustu tveggja kosninga rísi upp óbreyttur og sameinaður að baki Ólafi F. Er einhver heil brú eftir á milli Margrétar Sverrisdóttur og Ólafs F. til að vinna saman? Stóra spurningin er hvað verði um Ólaf F. sem stjórnmálamann í kjölfarið. Mun hann nú stökkva inn í leifarnar af Tjarnarkvartettinum eins og ekkert hafi í skorist?


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg afstaða - Marsibil vill frekar minnihluta

Marsibil Sæmundardóttir Erfitt er að skilja þá afstöðu Marsibilar Sæmundardóttur að styðja frekar pólitíska ævintýrafyrirbærið Tjarnarkvartettinn en meirihluta sem hennar flokkur stendur að í Reykjavík. Með því styður hún frekar aðra flokka en eigin og virðist vera að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Erfitt er að líta öðruvísi á málið. Hún hlýtur að þurfa að skýra sitt mál við bakland Framsóknarflokksins betur en svo að halda í absúrd veruleika, fyrirbæri sem hefur engan meirihluta.

Marsibil hlýtur að hafa látið tilfinningar ráða för í upphafi þegar hún batt trúss sitt við minnihluta sem er og verður ekkert annað en minnihluti. Allir draumórarnir að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússyni eða varamanni hans, vinkonu hans Margréti Sverrisdóttur, voru byggðir á mjög veikburða sandrifi og dæmdir til að mistakast. Allt talið um að Ólafur F. vildi hliðra til fyrir henni hafa reynst ósannar og var ekkert annað en spuni vinstrimanna. Eftir stendur því pólitískt samband til vinstri án nokkurrar fótfestu.

Sú afstaða Marsibilar að vera frekar áfram í minnihluta en endurreisa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn er því mjög sérstök, svo ekki sé nú meira sagt. Sjálfstæðisflokkurinn sleit ekki samstarfi við Framsóknarflokkinn fyrir tíu mánuðum en nú hafa flokkarnir náð saman aftur og komið málum á þann reit sem meirihlutinn var á fyrir REI-málið. Í því felast tækifæri sem á að nýta. Að Marsibil vilji frekar vera hluti af minnihlutanum við þær aðstæður að enginn var annar meirihlutinn til að taka við er því eins og hvert annað absúrdleikhús.

Ég yrði ekki hissa þó að erfitt yrði fyrir Marsibil að halda áfram pólitísku starfi fyrir Framsóknarflokkinn eftir að hún tekur þessa afstöðu. Það sést einna best í þessari kómísku frétt um stöðuna sem blasir við Marsibil, þegar hún vaknar upp við þá martröð að það var bara sýndarveruleiki að Tjarnarkvartettinn væri eitthvað annað en nafn á blaði, með eða án læknisins.

mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband