16.8.2008 | 16:22
Dramatík í Peking - glæsilegur árangur

Veit svosem ekki hvaða væntingar var hægt að hafa fyrir Ólympíuleikana. Eftir að liðinu mistókst að komast á HM eftir leikina við Makedónínumenn taldi ég okkur góða að geta náð þetta langt, allt annað væri plús. Taldi vera talsverða bjartsýni satt best að segja að ná sigri gegn Rússum og Þjóðverjum. Þegar það tókst jukust eðlilega væntingarnar og tapið gegn Kóreumönnum jók því spennuna enn frekar.
Jafntefli dugir og nú getum við allavega hrósað happi með að hafa átt þátt í að senda Rússana heim. Nú er bara að ná að gera sitt besta og ég óska strákunum til hamingju með árangurinn. Svona á að gera þetta!
Nú er bara að taka Egyptana og ná hagstæðum leik í átta liða úrslitunum. Og svo heldur spennan bara áfram.
![]() |
Jafntefli gegn Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2008 | 12:49
Örlagaríkt og falskt lokalag hjá Tjarnarkvartettinum
Ég held að það komi engum að óvörum að Samfylkingin hafi gleymt að huga að samstarfsaðilum í minnihlutanum og hafi blindast af eigin velgengni þar sem himnasælan virðist í seilingarfjarlægð, en samt svo fjarri, burtséð frá því hvort flokkurinn geti svo sótt það fylgi sem hann mælist með á þessum tímapunkti á hálfnuðu kjörtímabili. Þar var talið að Óskar myndi sigla með burtséð frá öllu öðru, á þeirra skilmálum en ekki öðrum atriðum í stöðunni. Oddaatkvæðið hans hafði sín áhrif er á reyndi, en ekki fyrir þá.
Ljóst er með atburðum síðustu viku að R-listinn verður ekki endurreistur, þrátt fyrir stöðuna í borgarmálunum undanfarna tíu mánuði. Samfylkingin vildi fyrir síðustu kosningar ekki jöfn valdaáhrif í R-lista fjórðu kosningarnar í röð en hafði ekki erindi sem erfiði í sjálfum kosningunum. Nú virðist Samfylkingin geta fengið betri kosningu og þess vegna er enginn áhugi á að endurmynda það samstarf. Framsóknarflokkurinn hafði verið hliðarkarakter í borgarmálunum í minnihlutasamstarfi kenndu við Tjarnarkvartettinn og sótti auðvitað sín áhrif þegar á reyndi.
Velgengni í könnunum og niðurstaða í kosningum þarf ekki alltaf að fara saman. Samfylkingin reyndi það í kosningunum árið 2006, þegar R-listinn var sleginn af vegna framavona allra aðila. Á þeim forsendum að Samfylkingin vildi drottna yfir minnihlutanum mátti eiga von á að samstaða þeirra væri engin og myndi bresta þegar á reyndi. Með því að endurreisa sig nú hefur Framsóknarflokkurinn náð aftur valdastöðu til að hafa áhrif á stöðu mála. Kannski mun sú valdastaða tryggja þeim oddastöðu aftur í næstu kosningum, hver veit.
Umræðan um Tjarnarkvartettinn hefur verið undarleg síðustu dagana. Þegar talað var um myndun meirihluta úr minnihlutatölu en með óljósum stuðningi varamanns kjörins fulltrúa sem aldrei ljáði máls á afsögn nema til að tryggja eigin valdastöðu enn og aftur náði umræðan hringnum í fáránleika. En hver veit nema fráfarandi borgarstjóri nái aftur aðalsöngrödd í hinum falska Tjarnarkvartett eftir allt sem á undan hefur gengið.
Merkilegustu tíðindi síðustu dagana felast þó í þeim veruleika að R-listinn heyrir sögunni til og verður ekki endurreistur á rústum fallinna meirihluta. Vissulega hefði atburðarás síðustu tíu mánaða getað orðið kjörstaða fyrir minnihlutaöflin til að binda sig saman í þessum glundroða en það gekk ekki upp. Það er merkileg söguleg þróun, en væntanlega hefur prímadonnustaða Samfylkingarinnar þar lykiláhrif á.
![]() |
Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)