Pólverjar skulu það vera á miðvikudag

Jæja, þá er ljóst að landsliðið leikur við Pólverjana á miðvikudagsmorguninn. Er mun sáttari við það en að fá Frakkana. Best hefði verið fyrir liðið að taka auðveldu leiðina á þetta með því að sigra Egypta og fá betri andstæðing en þetta er það besta í stöðunni úr því sem komið var. Hefði verið svæsið að þurfa að tækla Frakkana á miðvikudag.

Nú er bara að vona það besta. Liðið þarf að taka vörnina sína heldur betur í gegn eigi það að hafa séns á að komast áfram. En þetta lið hefur sýnt æ ofan í æ að það getur tekið erfiðustu leikina létt og runnið á rassinn í auðveldustu leikjunum.

Ekkert er útilokað. Nú er bara að halda uppteknum hætti og halda áfram að lifa eftir kínverskum handboltatíma með því að vakna snemma á miðvikudaginn.

mbl.is Íslendingar mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæpt var það... en hafðist hjá landsliðinu

Úr leiknum Mér fannst íslenska landsliðið heppið með að ná jafntefli við Egypta. Liðið var undir meginpart leiksins og stefndi lengst af í háðuglegan ósigur fyrir botnliðinu í riðlinum. Þetta hafðist á síðustu sekúndunum en ekkert meira en það. Þetta voru viss vonbrigði fyrir landsmenn eftir ágætis kafla í leik liðsins, en vörnin var meira og minna í rusli í leiknum.

Liðið hefur tekið miklar dýfur í leik sínum og varla við öðru að búast en að þjóðin taki þær dýfur með liðinu, enda er liðið stolt okkar á sigurstundum og bömmerinn í vonbrigðum liðsins fylgja þjóðinni. Mestu skiptir nú að fá góðan andstæðing í átta liða úrslitunum og vonandi tekst að komast í undanúrslitin og spila til verðlauna.

En þetta var allavega spennandi leikur og það er mest um vert að þjóðin fylgi liðinu, meira að segja með andvökunóttum á kínverskum tíma. En ég er viss um að stór hluti þjóðarinnar hafi reynt að kalla yfir höfin til liðsins og þar hafi einkum vörnin verið skotspónninn.

Vörnin var veikasti hlekkur liðsins og þar er ástæða þess að sigur náðist ekki. Þetta hafðist fyrir horn, enda hefði tap fyrir Egyptum verið mjög vandræðalegt, einkum eftir að liðið tók Rússa og Þjóðverja.

mbl.is Aftur gerði Ísland jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband