Fylgishrun ríkisstjórnar - veik stjórnarandstaða

Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde Ekki er hægt að segja annað en ríkisstjórnin sé að fá vænan skell hjá kjósendum í fylgismælingum þessa dagana. Fylgið hrynur af henni og greinilegt að landsmenn hafa almennt orðið fyrir miklum vonbrigðum með verk hennar. Hún fékk vænt veganesti í upphafi en hefur misst mikið af því úr höndunum.

Að hluta skýrist þetta fylgishrun ríkisstjórnarinnar af því hversu lítið afgerandi hún hefur verið og hefur höktað áfram. Það hefur vantað afgerandi og trausta forystu í lykilmálum, flokkarnir hafa ekki enn eftir alla þessa mánuði náð að slípa sig saman og keyra samhent til verka. Ríflegur þingmeirihlutinn hefur ekki bætt úr skák og virðist frekar vera veikleikamerki en tákn um styrkleika. Svo er staðan í efnahagsmálum þannig að það má búast við að fylgið falli eitthvað.

Stóru tíðindin eru þó að slæm staða ríkisstjórnarinnar, sem virðist vera að keyra út í skurð, hefur ekki þau áhrif að stjórnarandstaðan styrkist að sama skapi. Flokkunum og forystumönnum þeirra í andstöðunni hefur ekki tekist að nýta sér veika stöðu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við stjórn landsins, eins kómískt og það hljómar. Enda varla furða að talað sé um að leiðtogar allra þessara flokka spili sig út úr pólitík á kjörtímabilinu.

Stjórnarandstaða sem getur ekki náð fylgi við þessar kjöraðstæður er ekki bógur til að taka við forystunni. Greinilegt er að fjöldi þeirra sem kusu stjórnarflokkanna í kosningunum 2007 eru ósáttir við verk hennar og eru ekki áhugasamir um að verja hana. Ég er ekki hissa á að það stefni í þá átt.

mbl.is Fylgi við ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrotahrinan á fullu - erfiðir tímar framundan

Fréttin af gjaldþroti rekstrarfélags verslana Hans Petersen eru sannarlega stórfréttir, en koma svosem varla að óvörum í því tíðarfari sem blasir við. Síðustu mánuði hefur blasað við að seinni hluti sumarsins og haustið yrði erfitt fyrir fjölda fólks og mörg fyrirtæki eru farin að taka dýfuna nú þegar. Horfir sannarlega ekki vel á markaðnum fyrir fjölda aðila og stefnir í hrinu gjaldþrota á næstunni.

Þessi staða vekur spurningar um hversu erfið staðan verði í vetur. Hverjir munu standa sterkast að vígi í þeirri baráttu sem verður hjá mörgum fyrirtækjum. Auglýsingamarkaðurinn virðist vera farinn að hökta allsvakalega. Við finnum öll orðið vel hvað þeir hafa styst. Áhugavert verður að sjá hvernig gengur í vetur í þeim bransa.

Finnst reyndar mest áhugavert, þar sem ég fylgist vel með fjölmiðlum, hvernig gangi að reka þá í vetur þegar auglýsingatekjur minnka. Þegar er Ísland í dag á Stöð 2 orðið smáhorn á innan við tíu mínútum og eðlilegt að spáð sé í hvort það prógramm sé feigt.

Þetta verður kuldalegt haust fyrir einhverja, en kannski verður blóðrautt sólarlagið þegar sól lækkar á lofti á þessu síðsumri.

mbl.is HP Farsímalagerinn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband