23.8.2008 | 17:49
Framtíðarmaðurinn í íslenska markinu

Mér fannst Björgvin sérstaklega brillera í leiknum á móti Pólverjum. Markvarslan var auðvitað bara alveg stórfengleg og hann átti lykilþátt í að landa þeim sigri að mínu mati. Þetta er því klárlega ein helsta þjóðhetjan í þeirri þjóðhátíð sem við eigum um helgina.
Fannst áhugavert að lesa sögu hans og hvernig hann reis upp úr sínu og varð sá frambærilegi íþróttamaður sem hann er, framtíðarmaður í marki íslenska landsliðsins.
![]() |
Handboltinn bjargaði honum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 15:42
Sterk staða "strákanna okkar" í úrvalsliðinu
Enginn vafi á að íslenska landsliðið er stjörnulið handboltamótsins á Ólympíuleikunum. Traustasta staðfesting þess er valið á Guðjóni Val, Óla Stef og Snorra í sjö manna úrvalslið leikanna. Algjörlega ómögulegt er að velja á milli þeirra sem bestu leikmanna handboltamótsins það sem af er og auðvitað fá þeir allir sess við hæfi.
Innilega til hamingju með þetta strákar! Svo er bara að taka þetta á morgun.
![]() |
Guðjón, Snorri og Ólafur í úrvalsliði Ólympíuleikanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2008 | 14:37
McCain auglýsir ummæli Bidens um Obama
Aðeins örfáum klukkustundum eftir að Barack Obama valdi Joe Biden sem varaforsetaefni sitt hefur John McCain sett í loftið auglýsingu þar sem spiluð eru ummæli Bidens um reynsluleysi Obama. Þetta er smellin auglýsing, heldur betur.
McCain ætlar greinilega að spila á reynsluleysi Obama áfram, enda hafa þeir eitt sagt um valið að Biden eigi að vera hjálpardekk fyrir Obama.
![]() |
Segir Obama viðurkenna reynsluleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2008 | 13:27
Obama - Biden: plúsar og mínusar í stöðunni

Í dag eiga þeir sína fyrstu framboðsstund í Springfield. Eflaust munu allir með snefil af pólitískum áhuga horfa á hvernig þeir lúkka saman, gamli maðurinn og vonarstjarnan. Þetta er ekta framboðstvíeyki sem reynir að samtvinna trausta reynslu og stjörnuljóma. Veit ekki hvort það á eftir að heilla alla kjósendur, enda voru margir sem vildu fá reynslu í umbúðum stjörnuljóma, t.d. í Evan Bayh eða Hillary Rodham Clinton.
Eftir margra mánaða spár um hvern Obama veldi við hlið sér var ekki óeðlilegt að hann veldi að lokum reynsluna, honum vantaði hana sárlega og veðjaði frekar á þann hestinn sem færði honum undirstöður undir stjörnuljómann. Mér finnst þetta mjög traust val en velti því fyrir mér hvort ungu fólki muni finnast Obama sami vonarneistinn um breytingar í Washington með ekta kerfiskarl með áratuga tengsl bakvið tjöldin sér við hlið. Framboðið verður auðvitað eldra í miðri reynslunni. Ekki verða allir hoppandi sælir.
En ég held að Obama hafi metið þetta rétt að því marki að reynsluna skorti. Hann gat ekki farið á leiðarenda með framboð sem byggði eingöngu á því sem hann hafði. Breytingamaskínan varð að víkja og hann sækir í þann reynslubrunn sem Hillary Rodham Clinton reyndi að marka sér. Vissulega mjög kaldhæðnislegt, en Obama varð að gera fleira en honum gott þótti. Hefði hann haft traust forskot nú hefði hann haft frjálsari hendur með valið og örugglega frekar valið Tim Kaine eða Kathleen Sebelius.
Skiljanlega eru stuðningsmenn Hillary fúlir. En það er bara staðreyndin að Hillary kom aldrei til greina, hún hafði mikinn farangur með sér og hafði auk þess stjörnuljóma sem hefði yfirskyggt bæði Michelle og Barack Obama á árinu þeirra. Þau voru búin að ná það langt að þau vildu ekki framboð með fyrstu konunni er átti raunhæfa möguleika á Hvíta húsinu. Er heldur ekki viss um að Hillary hafi viljað vera varaforsetaefnið. Obama er mun veikari frambjóðandi nú en í vor og hún ætlar að bíða þetta af sér.
Hverjir eru helstir plúsarnir við Biden. Förum yfir þá.
+ Traustur talsmaður fyrir framboðið í utanríkismálum. Obama var vandræðalegur þegar hann talaði um átakamál á erlendri grundu og skorti þungann í tal sitt með sína punkta við hliðina á sér. Biden getur talað blaðalaust um helstu málefni alþjóðastjórnmála og gert það bæði með því að fanga athyglina og talað af viti. Þetta skorti Obama og þetta mat hann að lokum sinn helsta veikleika, veikleika sem varð að tækla með varaforsetaefni sem ekki talaði með því að skyggja á sig sjálfan.
+ Eldri borgarar eru mjög hrifnir af honum. Hann gæti náð til eldri borgara og alþýðuhópanna sem studdi Hillary út í rauðan dauðann í leiðarlokunum í júní. Biden er sjálfur að verða eldri borgari. Hann verður 66 ára eftir nokkra mánuði og er því sex árum yngri en John McCain. Obama skortir sárlega stuðning í þessum hópum, þeim hópi gæti Biden náð.
+ Biden er góður í pólitískum árásum og rökræðum. Getur oft verið ansi beittur og sparar sig hvergi í alvöru pólitískum slag. Getur verið kjaftfor og árásargjarn. Hann mun augljóslega eiga að tækla John McCain, starfsfélaga sinn í öldungadeildinni í rúma tvo áratugi, og passa upp á rökræðuna við repúblikana. Verður einskonar varðhundur og getur rifist við McCain um hernaðar- og utanríkismál fram og til baka.
+ Eins og allir vita hefur Delaware aðeins þrjá kjörmenn og er traust vígi demókrata svo Biden kemur ekki með neitt stórt hnoss að borðinu fyrir Obama. Hinsvegar á hann traustar tengingar til Pennsylvaníu, enda fæddur þar og bjó allt þar til hann var tíu ára. Hann gæti talað fyrir framboðinu sannfærandi bæði í Ohio og Pennsylvaníu. Annarsstaðar mun hann ekki eiga séns á að leika lykilhlutverk. Obama þarf að stóla á sjálfan sig með lykilfylkin.
+ Biden er kaþólikki. Talar þó um trúmál án þess að virka eins og trúboði.
Mínusarnir eru margþekktir. Hann er lausmáll og getur sagt of mikið á örlagastundu, hefur oftar en ekki látið ummæli falla sem hann sér eftir og gæti komið framboðinu í vandræði. Er engu skárri en Bill Clinton og John Kerry hvað það varðar að geta misst sig á viðkvæmasta augnabliki. Hann er orðinn 66 ára og mun ekki fúnkera vel með breytingamaskínu Obama og spurning hvort framboðið geti auglýst sig þannig. Hann færir ekkert traust á borðið í kjörmannapælingunum.
Hvað missir Obama hinsvegar með því að hafa ekki valið Evan Bayh ekki sér við hlið? Það er eitt og annað, sumt mjög traust sem hefði getað ráðið úrslitum. Mér finnst reyndar Obama taka mikla áhættu með því að hafa ekki valið Bayh, enda hefði hann fært honum möguleika í fylkjum og haft stjörnuljóma með reynslunni.
Förum yfir nokkur atriði um hvað Obama er að missa af án Evan Bayh.
- Hann missir möguleikann á því að vinna í Indiana. Framboð með Bayh sem varaforsetaefni hefði átt mjög góða möguleika á sigri þar. Lyndon Baines Johnson er eini demókratinn sem hefur unnið Indiana í forsetakosningum frá árinu 1936. Ég er mjög efins um að Obama - Biden teymið geti tekið Indiana og fengið þar ellefu mikilvæga kjörmenn.
- Bayh var traustur stuðningsmaður Hillary Rodham Clinton og fylgdi henni í gegnum súrt og sætt. Færði henni nauman sigur í Indiana með því að tala máli hennar dag og nótt þar. Val á Bayh hefði tryggt traustar tengingar framboðsins við Clinton-hjónin án þess þó að velja þau. Fjarri því er að algjör samstaða sé meðal demókrata. Þar eru mikil sár undir niðri. Nýjustu kannanir gefa til kynna að aðeins helmingur stuðningsmanna Hillary sé kominn um borð hjá Obama. Bayh hefði getað tæklað það.
- Bayh hefði getað náð til óháðra kjósenda og haft meiri trúverðugleika í þeim hópi. Biden hefur ekki þessa sömu útgeislun. Hann er vænlegur fyrir demókrata, trausta fylgismenn flokksins, en hann mun ekki sópa að sér miklu fylgi utan flokksins. Hans hlutverk verður því að vinna í baklandinu og tryggja trúverðugleikann. Obama mun ætla sér að sjá um óháðu kjósendurna einn en hefði getað sett Bayh í það verkefni.
- Bayh á hina fullkomnu fjölskyldu í augum Bandaríkjamanna. Hann á ljóshærða myndarlega eiginkonu og þrettán ára tvíburadrengi. Hefði verið draumamyndin fyrir demókrata að hafa tvo trausta frambjóðendur á sviðinu á flokksþinginu með börnin sín. Biden á fjölskyldu en hún er kannski of gömul fyrir draumamyndina sem á að fylgja framboðinu í 70 daga.
Svona val verður alltaf með plúsum og mínusum. Ekki verður bæði sleppt og haldið og að lokum ákvað Obama að stóla á reynsluna. Ekki óeðlilegt, enda er það eini áberandi veikleikinn sem gæti sökkt framboðinu á lokasprettinum. En það er spurningin hvort Biden mun gera nokkuð annað en passa upp á kjarnafylgið. Ekki er líklegt að hann muni marka söguleg skref í að tryggja framboðinu sigur. Hann verður á vaktinni, eins og við segjum.
Annars minnir þetta val mig mjög á það þegar Michael Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts, valdi reynsluna árið 1988 og valdi Lloyd Bentsen, öldungadeildarþingmann í Texas, sem varaforsetaefni sitt. Bentsen var hinn vænsti maður, traustur demókrati og færði framboðinu reynsluljómann sem undirstöðu. Samt sem áður töpuðu þeir kosningunum. Að lokum tapaði Dukakis kosningunum á reynsluleysi sínu og vandræðagangi.
En Obama valdi klettinn í hafinu, einkum fyrir flokkshagsmuni, mann sem getur verið traustur og mun aldrei ógna honum. 66 ára gamall maður sem hefur tvisvar mistekist að verða forsetaefni mun sætta sig við að fá að vera á forsetavakt með yngri manni. Hann er engin ógn og mun ekki verða forsetaefni 2012 fari svo að Obama tapi.
Kannski er það stóra ástæðan. Obama vill mann með sér sem er fókuseraður á verkefnið framundan en ekki að byggja undir sig sem forsetaefni síðar.
![]() |
Obama velur Joseph Biden |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2008 | 06:11
Obama velur Joe Biden sem varaforsetaefni
Allar helstu fréttastöðvarnar vestan hafs hafa nú fengið staðfest eftir miðnættið að Joe Biden, öldungadeildarþingmaður frá Delaware, verður varaforsetaefni Barack Obama í forsetakosningunum 4. nóvember nk. Endanleg staðfesting frá traustum heimildarmönnum kemur áður en Obama tilkynnir formlega um valið með tölvupósti til stuðningsmanna.
Biðin langa eftir því að yfirstjórn kosningabaráttu Barack Obama sendi tölvupóstinn reyndist vera einum of mikið af því góða fyrir bæði bandaríska fjölmiðla og stjórnmálaáhugamenn vestan hafs. Upphaflega áttu þetta að vera stórtíðindi til kjósenda í baklandi Obama og þeir áttu að fá forskot á ákvörðunina. Þegar pósturinn loks fer út eftir fjóra til fimm klukkutíma verða það engin tíðindi. Væntanlega munu þeir sjá eftir því að hafa ekki tekið af skarið seinnipartinn í gær þegar í raun hefði verið hægt að slá af alla umræðuna og taka frumkvæðið, enda var fyrirsjáanlegt að þetta myndi berast út um allt þegar vænlegum varaforsetamöguleikum myndi fækka.
Valið á Biden á í sjálfu sér ekki að vera nein pólitísk stórtíðindi. Hann hefur mjög mikla reynslu í utanríkis- og varnarmálum og getur fært Obama styrkleika í þeim málaflokki þar sem hann er veikastur fyrir. Augljóslega hefur Obama metið það sem svo að hann þyrfti að fá mann við hlið sér með mikla reynslu til að vega upp víðtækt reynsluleysi sitt á mörgum sviðum, einkum í alþjóðastjórnmálum. Með Biden sér við hlið fær Obama á sig blæ reynslunnar og bætir upp fyrir marga veikustu punkta hans í kosningabaráttunni.
Greinilegt er að Obama hefur metið það meira að hafa mann sér við hlið sem gæti tæklað lykilmálin og fært reynslublæ yfir það, en velja einhvern sem myndi hjálpa honum við að vinna lykilfylkin. Með þessu er Obama í raun að treysta á eigin stjörnuljóma einvörðungu. Biden gæti lagt honum lið í umræðunni. Hann færir honum hinsvegar engin fylki í baráttuna né heldur alvöru kraft til þess að ná óákveðnum á sitt band, enda ekki beinlínis traustasti fulltrúi demókrata til að boða breytingaboðskap Obama í allri baráttunni.
Biden hefur verið í öldungadeildinni nærri alla sína starfsævi. Hann var kjörinn á þing þrítugur að aldri og hefur verið eigin herra í mörg ár. Nú verður hlutverk hans að styrkja undirstöður kosningabaráttu manns sem var aðeins ellefu ára þegar hann tók sæti í öldungadeildinni og hefur reynslu sem hverfur í skugga alls þess sem hann hefur nokkru sinni gert. Framundan er áhugaverð barátta þar sem Obama og Biden ná taktinum.
Hlakka til að sjá hvernig þetta teymi fer í kjósendur. Hvort það nái marktækri uppsveiflu fyrir flokksþingið og áður en þeir flytja ræður sínar í Denver á miðvikudag og fimmtudag. Obama hefur þarna tekið sína þýðingarmestu ákvörðun í allri baráttunni. Hann leggur mikið undir með að velja ekki frambjóðanda sem leggur honum lið við lykilfylkin en á að fókusera sig nær eingöngu að því að skapa framboðinu trúverðugleika.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2008 | 01:24
Kastljósið beinist að Biden - fjölskyldan hittist

Æ líklegra verður með hverri stundinni sem líður á þessu kvöldi að Joe Biden, öldungadeildarþingmaður í Delaware, verði varaforsetaefni Barack Obama og hafi fengið formlega tilkynningu um það, eftir fyrri kjaftasögur um að Evan Bayh hefði verið valinn. CNN sagði fyrir stundu að fjölskylda Biden væri að koma saman á heimili þingmannsins í Delaware, lögreglulið er komið á svæðið og flest bendir til að hann sé á leiðinni til Illinois.
Vefmyndavélin á fréttavef CNN sem hefur verið beint að heimili Biden í allan dag virðist vera að koma upp um hvern Obama hefur valið. Lítil sem engin hreyfing var í kringum húsið mestan part dagsins og þegar rökkva tók voru fyrst litlar breytingar. Um áttaleytið í kvöld að staðartíma tóku hinsvegar fjöldi bíla að koma að húsinu og er nú ljóst að eiginkona Bidens er í húsinu, ennfremur dóttir hans og sonur og nánustu ráðgjafar hans.
Vel má vera að þetta sé enn eitt falsljósið á þessu kvöldi þegar allir bíða eftir að hulunni verði svipt af varaforsetaefninu en þó líklegra að Biden sé að tilkynna fjölskyldu sinni um hvert stefni. Á meðan öll ljós eru kveikt á heimili Bidens í Delaware er ekkert að gerast við heimili Bayh og Kaine, sem NBC fullyrti fyrir stundu að yrðu ekki fyrir valinu.
Spennandi klukkutímar framundan. Líklega mun tölvupósturinn margumræddi ekki verða þau stórtíðindi með morgni eins og allt benti til að hann yrði. Hver veit?
Rifjum upp plúsa og mínusa Joe Biden, úr grein fyrr í vikunni, fyrst að hann virkar allt í einu líklegasti valkosturinn af þeim þrem sem helst hefur verið nefndur.
Joe Biden
+ Með mikla og víðtæka þekkingu, einkum í utanríkismálum, er formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar og komið til greina sem utanríkisráðherra fyrir demókrata. Verið þingmaður í öldungadeildinni fyrir Delaware síðan Obama var ellefu ára, árið 1973. Enginn efast um víðtæka reynslu hans og á hann er hlustað. Er þungavigtarmaður sem myndi færa Obama styrkleika í lykilmálaflokkum, sem honum vantar sárlega.
- Verið mjög lengi hluti af valdakerfinu í Washington, verið þar í innsta hring í hálfan fjórða áratug, síðan í forsetatíð Richards Nixon, og talinn táknmynd liðinna tíma af sumum, þó hann sé traustur að mörgu leyti. Gæti skaðað boðskap Obama um breytingar í DC. Er talinn lausmáll og gæti gefið höggstað á sér og framboðinu. Delaware hefur aðeins þrjá kjörmenn og skiptir ekki máli í kjörmannapælingum. Hefur ekki unnið undir stjórn annarra í marga áratugi. Er sex árum yngri en McCain, 66 ára síðar á árinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2008 | 00:41
Verður Joe Biden varaforsetaefni Obama?

Skömmu eftir að fregnir tóku að berast um að Evan Bayh yrði varaforsetaefni Barack Obama var það skotið niður af enn traustari heimildarmönnum. Þar er fullyrt að bæði Bayh og Tim Kaine hafi fengið símtöl fyrir nokkrum klukkutímum frá Obama þar sem þeim var tilkynnt að þeir hefðu ekki orðið fyrir valinu. Merkileg lok á þeirri fléttu að Evan Bayh hefði verið valinn og vitnað í að verið væri að prenta efni með nöfnunum þeirra.
Þar sem þeir eru báðir úr sögunni er eðlilegt að velta tvennu fyrir sér. Obama hefur skv. þessu ákveðið að velja ekki þann sem hafði engar tengingar við valdakjarnann í Washington en hefði getað fært honum sigur í Virginíu næstum því á silfurfati né heldur þann sem hefur traustar tengingar við Hillary Rodham Clinton og í miðvesturríki Bandaríkjanna. Merkilegar staðreyndir sé þetta rétt.
Eftir stendur stóra spurningin; hefur Obama ákveðið að velja reynslu í utanríkismálum eða traustasta kostinn, þann að velja sjálfa Hillary Rodham Clinton sem varaforsetaefni. Eftir allt tal dagsins um að Hillary komi ekki til greina og hafi ekki verið á lista Obama er líklegra að Biden hafi orðið fyrir valinu.
Biden er traustur í utanríkismálum og hefur mikla reynslu. En getur hann farið fram undir slagorðinu "Change we can believe in"? Varla, eða hvað. Auðvitað þarf Obama að gera fleira en gott þykir og utanríkismálin eru mikill veikleiki fyrir hann.
En eðlilegt er að velta því fyrir sér hvort Hillary eigi virkilega séns. Hann hafi ákveðið að velja traustasta valkostinn, þó hann sé ekki sá sem hann hafi akkúrat viljað. Geri þar með hið sama og Kennedy er hann valdi Johnson 1960.
Eða mun hann kannski velja Chet Edwards og gera það sem engum hefði órað fyrir. Velja einhvern nær algjörlega óþekktan og stóla algjörlega á stjörnusjarma sinn og styrk. Það væri óvænt en kannski einum of djarft.
Hvað með það. Sögusagnirnar eru orðnar óteljandi og erfitt að átta sig á hverju skal trúa. Hitt er þó ljóst að mjög stutt er í tilkynningu. Hún kemur ekki úr þessu í kvöld og mun væntanlega koma í bítið.
Með því fær varaforsetaefnið nokkra klukkutíma í sviðsljósi fjölmiðlanna áður en haldið verður í flugferðina til Illinois á fyrsta kosningafund framboðsins undir nýjum formerkjum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)