FL Group - In Memoriam



Skammlíf saga FL Group var ævintýri líkust - fallið mikla varð þó dramatískt rétt eins og tímabundin velgengni Hannesar Smárasonar. Fyrir nokkrum árum vildu allir verða eins og Hannes - þetta var aðallínan í skaupinu 2006. Frægðarsól hans hneig til viðar og FL Group fuðraði upp.

Fjöldi sérfræðinga í viðskiptum hafa sagt söguna alla í mörgum orðum og í löngum skrifum, analíseraða í botn. Myndklippurnar um FL Group eru hinsvegar alveg frábærar og segja alla söguna á örfáum mínútum. Skylduáhorf, hvorki meira né minna!

Væri sagan af þessu kvikmynduð, með einkalífi aðalsöguhetjanna með, væri þetta örugglega eins og Dallas með Ewing-fjölskyldunni í forgrunni í miðju olíubraskinu og sukkinu.

Kannski væri tilvalið að Stöð 2 próduseri seríu um þetta yfirgengilega rugl með Jóni Ásgeiri sjálfum í gestahlutverki.

Seinni klippan er jafnvel betri en sú fyrri ef eitthvað er.



Hér er sú fyrri.

mbl.is Nýtt myndband um FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórriddaratreyjan boðin upp - gott málefni

Ólafur Stefánsson Ánægjulegt að heyra að milljón hafi fengist fyrir treyju stórriddarans Ólafs Stefánssonar í hið góða málefni til styrktar fátækum konum og börnum í Jemen. Má til með að hrósa þeim sem stóðu fyrir þessu uppboði og söfnuðu með því peningum fyrir málefnið. Alltaf gott að heyra að fólk taki sig til og geri góða hluti.

Ólafur Stefánsson er annars klárlega maður mánaðarins. Fyrirliðinn í handboltaævintýrinu mikla sem verið hefur einskonar himnasending fyrir þjóðina núna í þessum mánuði. Algjört ævintýri og mikið afrek. Strákarnir fengu svo yndislega heimkomu og þjóðin sýndi þeim í eitt skipti fyrir öll hvað við erum stoltir af þeim og öllum sem standa að liðinu.

Óli var samt maðurinn sem leiddi þetta áfram og var hinn sanni leiðtogi. Ræðan hans á Arnarhóli í vikunni var toppurinn á öllu í þessari viku; einlæg, traust og vel flutt - einhvern varð til á staðnum í þessu mikla augnabliki. Alveg magnað.

mbl.is Treyja Ólafs fór á milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband