Lærir fólk aldrei sína lexíu?

VestmannaeyjarMér finnst það alvarlegt mál að aðili sem hefur ekki leyfi til farþegaflutninga hafi flutt fólk milli Bakkafjöru og Vestmannaeyja og þar að auki án þess að hafa öryggisútbúnað í lagi. Þó að erfitt hafi verið að komast á milli vegna veðurs getur varla verið rétt að taka þann valkost. Leitt er það ef fólk hugsar ekki meira um öryggi sitt en taka áhættur af slíku tagi.

Mér finnst það ekki beinlínis merki um að fólk læri sína lexíu af ólöglegum flutningi að taka frekar þann kost að bíða óveður af sér en leggja upp í ferð sem það veit ekki hvort það lifir af. Er ég þá aðallega að tala um ferðalög þar sem öryggisbúnaður er annað hvort ekki í lagi eða ekki fyrir hendi. Þegar haldið er í sjóferð án eðlilegs öryggisbúnaðar er fólk að bjóða hættunni heim og tekur áhættu með líf sitt sem það ætti ekki að taka.

Svo er það eitt hvort það sé í lagi að flytja fólkið án þess að taka greiðslu fyrir. Vel má vera að einhverjir vilji taka áhættuna og hugsi ekki út í öryggi sitt, en það að borga fyrir ólöglegan flutning er annað sem vert er að velta fyrir sér. Og því er auðvitað eðlilegt að lögregla kanni þessi mál. Held að það sé verðugur eftirmáli á þetta.

Annars má velta því fyrir sér hvort fólk hugsar almennt um öryggi sitt. Það getur enginn tekið ábyrgð á fullorðnu fólki nema það sjálft. Hver og einn metur sínar aðstæður. En hvað eru þeir að hugsa sem borga öðrum fyrir að flytja sig án öryggisbúnaðar?


mbl.is Lögregla rannsakar siglingar til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband