Máttur fyrirsagnanna

Fyrirsögnin á fréttinni um greinaskrif Óla Björns í Þjóðmálum var bæði áberandi og krassandi. Verður sannarlega áhugavert að lesa þessa grein. Blaðamönnum Morgunblaðsins tókst altént að ná athygli minni sem lesanda ritsins. Óli Björn hefur mikla þekkingu á innri málum Sjálfstæðisflokksins og því fáir betri að greina styrkleika og veikleika hans á þessari stundu.

Annars vil ég hrósa þeim sem standa að útgáfu Þjóðmála. Þetta er vandað og gott rit um stjórnmál, hið besta hérlendis.

mbl.is Uppgjör Óla Björns við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflytjendur og ofbeldismálin

Enn heyrum við eina söguna í viðbót þar sem útlendingar ráðast hvor á annan. Vonandi gengur vel að finna þennan mann og leysa málið. Vissulega er til of mikils ætlast að allir þeir innflytjendur sem hingað koma séu hvítþvegnir englar en það verður að taka á málum þeirra sem ráðast að öðru fólki og standa að klíkumyndun til að vega að öðrum innflytjendum eins og hefur verið í sumum tilfellum. Mér finnst þetta mjög dapurleg þróun og á henni verður að taka með öllum tiltækum ráðum.

Sjálfsagt er að bjóða innflytjendur velkomna til landsins og það ber að varast að dæma þá alla eftir svörtu sauðunum í hópi þeirra. En því er ekki að neita að þetta er ekki góð þróun - það er að verða einum of mikið af ofbeldisverkum sem tengja má við innflytjendur. Oftast nær er þetta mjög gróft og brútalt ofbeldi og kynferðisafbrot. Þetta eru einum of mörg mál til að þau gleymist og um fátt er meira talað en þetta.

Eðlilega, enda er þetta dökkur blettur á samfélaginu að mínu mati.

mbl.is Lögreglan lýsir eftir manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svekkjandi tap - afspyrnulélegur dómari

Tapið gegn Skotum í landsleiknum í kvöld var mjög svekkjandi, enda var landsliðið að gera marga ágætis hluti en tókst einhvern veginn ekki að klára dæmið. Skotarnir sigruðu því íslenska liðið, rétt eins og í eftirminnilegum leik fyrir sex árum að mig minnir. Meira virðist vera talað um skotapilsin og hina margfrægu gleði í Skotunum heldur en boltann síðustu dagana. Settu greinilega svip á borgina.

Fúlt er að hafa ekki náð stigunum þremur í kvöld, en mér finnst liðið samt vera á réttri leið undir forystu Ólafs Jóhannessonar. Þurfum svosem ekkert að örvænta. Fannst þeir gera margt alveg ágætlega og þeir virkuðu samstilltari en lengi áður á síðustu árum. Liðið getur kennt sér um að hafa ekki landað sigri, en vonandi nær það að smella saman á næstunni.

Dómarinn í kvöld var skelfilega dapur. Svei mér þá ef þetta er ekki versti dómari sem hefur dæmt landsleik hérlendis til þessa. Skelfilegt að standardinn í dómgæslunni sé ekki meiri.


mbl.is Skotar unnu nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband