2.9.2008 | 21:36
Frú Palin í sviðsljósinu - lágkúra í baráttunni

Mér finnst umræðan um Söru og talið um óléttu dóttur hennar svolítið hafa farið yfir strikið. Mér finnst málefni Bristol, dóttur Palin, ekki skipta nokkru máli og tek undir með yfirlýsingum þeirra sem hafa fordæmt þá sem lengst hafa gengið í skítkasti, að mestu ómálefnalegu og ómerkilegu. Sjálfur Barack Obama hefur talað í þessa átt, þó augljóst sé að hans eigin barátta sé í og með að reyna að kynda undir þessar persónulegu árásir á hana.
Auðvitað var viðbúið að reynt yrði að þyrla upp einhverjum byl hjá demókrötum til að reyna að grafa undan Söru. Fyrst höfðu þeir ekkert á hana, voru alveg gáttaðir þegar valið var tilkynnt en hafa verið að reyna sitt besta við að gera eitthvað úr þessu. Helst finnst mér þetta vera aðför að hugsjónum hennar, persónu og fjölskyldunni hennar. Sumt er eðlilegt að velta fyrir sér en persónulega hliðin er eiginlega einum of. Þeir sem harðast ganga fram kasta grjótum úr glerhúsi sýnist mér.
En það er búið að vera ljóst mjög lengi að þetta yrði harkaleg kosningabarátta. Þetta eru söguleg átök, fyrsta konan og fyrsti blökkumaðurinn munu annaðhvort komast í Hvíta húsið í þessum kosningum, fá beint kjör í forsetakosningum svo að mikið er undir. Mikil harka var líka í forsetakjörinu 2000 og 2004 og varla við því að búast í okkar nútímafjölmiðlun en það haldi áfram. En sumt er ógeðslegra en annað, persónulegar árásir eiga sín mörk og mér finnst þetta komið yfir þau.
Ég skynja fyrst og fremst mikil sárindi hjá demókrötum með það að John McCain ákvað að velja konu eftir að þeir höfðu sjálfir klúðrað því tækifæri að eiga konu í framboði. Stoltið hans Obama var í veginum fyrir því að Hillary yrði í framboði í þessum kosningum og eftir það var útilokað að kona yrði með Obama. Engin önnur kona gat tekið sess Hillary hjá demókrötum í þessum forsetakosningum. Meira að segja Obama gerði sér grein fyrir því. Þeir sem studdu Hillary voru sárir með það og eru argir.
En fyrst og fremst munu þessar kosningar snúast um forsetaefnin tvö. Varaforsetaefnin hafa annan sess í baráttunni, þó þau skipti auðvitað miklu máli. John McCain er frambjóðandi reynslunnar en Barack Obama er reynslulausi frambjóðandi breytinganna. Þeir völdu varaforsetaefni eftir því. En það er varhugavert að gera lítið úr reynslu Söru Palin, sem ein frambjóðanda hefur stjórnunarreynslu.
Ólgan í baráttunni mun væntanlega aðeins aukast næstu 60 dagana, allt fram til kjördags. Sarah Palin er að fá sína pólitísku eldskírn á alheimsvettvangi sem kona í stjórnmálum þessa dagana og við því að búast að hún myndi þurfa að fá kynningu. Hún hefur ekki verið í miðpunkti stjórnmálanna sem ríkisstjóri og er sú eina af forseta- og varaforsetaefnunum sem hefur ekki farið í forsetaframboð á árinu.
Því er auðvitað eðlilegt að hún fari í gegnum visst ferli þar sem fólk vill bæði kynnast henni og vita meira um hana. En persónuleg aðför að henni og fjölskyldunni er fyrir neðan allt og mikilvægt að hefja þetta upp á örlítið hærra plan, þó ekki væri meira. En Palin þarf auðvitað að kynna sig og má búast við að sótt verði að henni þar sem hún er konan í framboði í þessum kosningum eftir að Obama sló af Hillary.
En gleymum því ekki að svona var sótt að Hillary Rodham Clinton áður. Þó hún hefði alla heimsins pólitísku reynslu og þekkingu var hún tröðkuð niður hjá demókrötum. Talað var gegn henni sem konu. Enn eru stuðningsmenn hennar að tala um ómerkilega aðför að henni. Árásirnar að Söru verður að skoða í sama ljósi.
Þetta eru sögulegar og spennandi kosningar og því má búast við að allt geti gerst. En í ræðunni í St. Paul á morgun þarf hún að kynna sig, sýna kraft og kjark. Því er þetta augljóslega að svo miklu leyti flokksþingið hennar.
![]() |
Uppljóstranir um Söruh Palin valda óróa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2008 | 15:00
Blessað barnalán - undarlegt orðalag
Óska foreldrum þríburanna til hamingju. Sannarlega áhugaverð frétt. En ekki vildi ég skrifa um blessað barnalán þessara hjóna heldur mun frekar orðalagið í fréttinni. Talað er um þrjú börn á einu bretti. Hefði ekki verið hægt að koma með betra orðalag í þessu samhengi? Ekki hægt annað en velta því fyrir sér.
![]() |
Fengu þrjú börn á einu bretti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 13:54
Alþýðuhetju lagt lið - jákvæð málalok
Jafn leitt og það var að heyra af framkomunni við alþýðuhetjuna Ástþór á Melanesi var jákvætt og gott að heyra að Mjólka hefði komið honum til bjargar. Held að öllum hafi blöskrað hvernig var komið fram við manninn, lamaðan bónda, sem er að reyna að sinna sínum búverkum og störfum af veikum mætti með þó miklum styrk.
Og auðvitað er það fyrirtækinu Mjólku til sóma að leggja Ástþóri lið með þessum hætti. En þarna sést vel hvað skiptir miklu máli að fjalla um svona mál opinberlega.
Og auðvitað er það fyrirtækinu Mjólku til sóma að leggja Ástþóri lið með þessum hætti. En þarna sést vel hvað skiptir miklu máli að fjalla um svona mál opinberlega.
![]() |
Fékk styrk til að leysa út vélarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)