World Class, handrukkarinn og Kompás

Um fátt var meira talað í gær en Kompás-þáttinn. Stöð 2 átti heldur betur óskabyrjun með Kompás í vetur. Allir höfðu sínar skoðanir á hvor væri vondi eða góði gæinn í uppsetningu þáttarins og talað hefur verið um að handrukkarinn sé dæmdur barnaníðingur og hafa spunnist miklar umræður á bloggi Jens Guð, sem hefur bent á fortíð handrukkarans og tekið málið lengra.

Þessu var reyndar stillt þannig upp eftir þáttinn að umræðan var dæmd til að snúast um hvor væri góði gæinn og kannski mun frekar hvort handrukkarinn hafi verið djöfull í mannsmynd. Að því leyti tókst Kompás að ná umræðunni á sitt vald og hafði mikil áhrif á að kynna báða mennina fyrir þjóðina, þó þeir hafi sennilega verið fáir sem ekki þekktu þann sem var barinn.

Eftir skrif nokkurra bloggara, t.d. Jens Guð, hefur umræðan tekið á sig þá mynd að World Class vill ekki af manninum vita meira. Kannski kemur það ekki beint að óvörum eftir umræður þar sem lógó World Class hefur verið sett upp í sömu andrá og talað er um handrukkarann. Ekki beint góð auglýsing.

Svo má velta því fyrir sér hvort rétt sé að dæma einhvern fyrirfram í þessu máli. Bloggarar hafa með þessu dæmt í mjög hörðu máli og eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé rétt skref. En hafa svosem ekki allir fellt einhvern dóm eftir umfjöllun Kompás?

mbl.is Starfar ekki lengur hjá World Class
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún með góðkynja æxli í höfði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur nú greinst með góðkynja æxli í höfði í för sinni til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Alltaf er áfall að heyra slíka sjúkdómsgreiningu eins af valdamestu ráðamönnum þjóðarinnar. Þegar Davíð Oddsson greindist með krabbamein árið 2004 hugsaði öll þjóðin til hans í veikindunum.

Ég vil færa Ingibjörgu Sólrúnu góðar kveðjur og vona að vel muni ganga að eiga við þetta mein og hún nái sér fljótt og vel.

mbl.is Utanríkisráðherra veiktist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólýsanleg bilun hjá finnska fjöldamorðingjanum

Eftir því sem meira kemur fram um finnska fjöldamorðingjann í Kauhajoki verður ljóst hversu mjög hann hefur líkt eftir fjöldamorðingjanum Auvinen í Jokela og þeim Klebold og Harris í Columbine árið 1999. Kveðjubréfið hans er eiginlega nákvæmlega eins og það sem Auvinen skildi eftir fyrir ári. Sturlunin og reiðin í garð samfélagsins og allra sem voru í kringum hann er ólýsanleg. Hann hefur greinilega verið búinn að loka sig af og gera plan um þessa árás mjög lengi.

Finnst verst af öllu að finnsk stjórnvöld hafa ekki lært lexíuna fyrir ári. Þessi strákur var ekki stöðvaður, þrátt fyrir yfirheyrslur sólarhring fyrir fjöldamorðið, og enn er Finnland eitt af þeim löndum þar sem mest vopn eru af. Talað var um það í fyrra að herða ætti vopnalöggjöfina og stokka mál upp. Finnar eru í miklu sjokki, enda hlýtur að vera alveg gríðarlega mikið áfall að upplifa svona fjöldamorð tvisvar á innan við ári.

Vel sést á youtube-myndböndunum hvað Saari var truflaður og ofbeldisfullur. Algjörlega vægðarlaus í aftökunni á samnemendum sínum. Lét sér ekki nægja að drepa allan þennan fjölda heldur kveikti í eftir voðaverkið og enn á eftir að bera kennsl á fjölda nemenda. Ótrúleg klikkun og óhugnaður.

Skólinn á að vera griðastaður og skjól. Þessi finnski harmleikur er óþægilega nærri okkur. Svo margir hérlendis hafa talað um að þetta sé bara bandarískur veruleiki og beri merki klikkun þess samfélags. Við verðum að fara að líta okkur nær.


mbl.is Sagðist hata mannkynið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband