30.9.2008 | 18:09
Rússíbanareið krónunnar
Hvað gera stjórnvöld núna? Er nema von að spurt sé.
![]() |
Krónan veiktist um 5,3% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 15:53
Hvaða tök hefur Jón Ásgeir á Samfylkingunni?
Eitt vakti athygli mína umfram annað í þessari lesningu. Merkilegt nokk var það ekki viðskiptaflétta heldur mun frekar pólitísk flétta - sú fullyrðing að Jón Ásgeir Jóhannesson muni hafa hellt sér yfir Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra og hann hafi boðað nokkra stjórnarþingmenn á fund til sín, einskonar yfirheyrslu í skjóli nætur fyrir bankauppgjörið. Sá fundur hefur greinilega verið dramatískur í meira lagi.
Ein spurning stendur eftir þessa lesningu: hvernig stendur á því að viðskiptamaður úti í bæ telur sig geta skammað lýðræðislega kjörna fulltrúa og komið fram við þá með þessum hætti? Gat ekki Jón Ásgeir sjálfum sér um kennt hvernig komið var?
Svo fannst mér merkilegt að Össur Skarphéðinsson er æðstur ráðherra Samfylkingarinnar nú þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er á sjúkrahúsi í New York og ekki vinnufær við þær aðstæður. Hann hefur æðsta vald í þessu máli innan flokksins.
Því er undarlegt að viðskiptamaður úti í bæ hreyti skömmum og fyrirskipunum í Björgvin viðskiptaráðherra, þar sem hann leiðir ekki málið heldur Össur, umfram varaformanninn (sem ekki er ráðherra) og formann þingflokksins.
![]() |
Erfiðir gjalddagar framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 10:26
Jón Ásgeir ætti að líta í eigin barm
Auðvitað er mikið áfall fyrir Jón Ásgeir að þurfa að horfast í augu við þessi málalok. Skárra væri það nú, ef honum sviði ekki hvernig komið væri. Mér finnst það hinsvegar heldur djarft að ætla að smíða enn eina samsæriskenninguna í kringum Davíð Oddsson til að dekka þetta mál. Nóg er komið af þessu. Þessir menn tóku sjálfir áhættur sem þeir höndluðu ekki.
Fjarri því er að saga Stoða á síðustu árum sé hvítþvegin englasaga. Þegar litið er á hvernig fór fyrir Glitni er ráð fyrir þessa stóreignamenn að líta í eigin barm og gera upp eigin mistök áður en miklar samsæriskenningar eru smíðaðar.
Ef allt var svona mikil himnasæla hjá bankamönnunum því var þá svo komið að óskað var eftir aðstoð landsmanna við að bjarga skútunni. Í þessari stöðu verðum við að hugsa um litla manninn frekar en þá stóru.
![]() |
Landsbankamenn ræddu við Geir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2008 | 00:49
Baráttukveðjur til Ingibjargar Sólrúnar
![]() |
Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |