Ráðist á lögguna - mun lögreglan fá rafbyssur?

Varla er að verða stórfréttir að heyra eða sjá umfjöllun um fjöldaátök eða að hinn og þessi hafi annað hvort verið barinn í klessu eða stunginn í skjóli nætur, eða jafnvel hreinlega verið drepinn. Árásir á lögreglumenn við skyldustörf eru mjög alvarlegt mál. Ofbeldið sem við heyrum sífellt meira um í fréttaumfjöllun verður sífellt grófara og verra. Gengið er alltaf lengra í grimmu ofbeldi og ekki hugsað um afleiðingar þess.

Ég yrði ekki hissa ef svo myndi fara að árásir á lögreglumenn að undanförnu verði notað sem helstu rökin, bæði af hálfu þeirra og stjórnvalda, fyrir því að vopnvæða lögregluna enn frekar og það er þegar augljós undiralda í þá átt nú þegar að lögreglan þurfi að fá rafbyssur til að verjast.

Hef ekki verið hlynntur því að lögreglan noti rafbyssur en það er ljóst að þeir sem ráðast að löggunni veita lögreglunni og þeim sem ráða þar för sterk rök fyrir máli sínu að taka upp þessi vopn.

mbl.is Réðust á lögreglu - fimm handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg frammistaða landsliðsins í Noregi

Auðvitað er það frábær árangur hjá landsliðinu að ná jafntefli í Noregi og fá stig út úr leiknum. Vonaði það besta en óttaðist hið versta fyrir leikinn enda er staða íslenska landsliðsins ekki beint glæsileg um þessar mundir og gengi þess ekki verið upp á hið besta. En vonandi er leiðin aðeins upp á við núna undir forystu Ólafs Jóhannessonar, landsliðsþjálfara.

Staða íslenska landsliðsins í knattspyrnu var erfið við þjálfaraskiptin fyrir tæpu ári. Að flestu leyti var þar sviðin jörð eftir þjálfaraferil Eyjólfs Sverrissonar. Liðið vann aðeins tvo leiki undir forystu hans og uppbyggingarstarfið hefur tekið sinn tíma.

Þetta jafntefli sýnir allavega að liðið getur náð einhverjum árangri. Kvennalandsliðið hefur náð glæsilegum árangri að undanförnu og þarf karlalandsliðið að taka sig heldur betur á til að ná viðlíka árangri.

Gaman að sjá Heiðar Helguson, bekkjarbróður minn í grunnskóla, skora mark í sínum fyrsta landsleik um nokkuð skeið. Óska honum til hamingju með það. Fínt að sjá Eið skora líka. Vel af sér vikið.

mbl.is Frábær úrslit í Osló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband