Góð vísbending - áhættan enn til staðar

Samkomulag um uppgjör á eignum og skuldum Landsbankans er góðs viti hvað varðar Icesave-málið og gefur góða vísbendingu um framtíðina, þó vissulega sé ljóst að áhættan sé enn til staðar í þessu stóra máli. Í þessu máli eru enn miklar efasemdir um hvað verður og áhættan af matinu enn nokkur sé litið til framtíðar.

Því ber að fagna að meiri vissa sé um stöðuna, því verður ekki neitað. Icesave-málið hefur verið sem mara yfir íslensku samfélagi. Vonandi fara örlög þess máls að ráðast. Þau sliga stjórnarsamstarfið og hafa haft mikil áhrif á íslensku þjóðina.

En framtíðin er óljóst. Þetta mat gefur væntingar en jafnframt má öllum vera ljóst að óvissan um framtíðina er til staðar. Áhættan er öllum ljós.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðin mikla

Hvað svo sem segja má um Sigurjón Árnason og myrkraverk þeirra í Landsbankanum með Icesave er alveg ljóst að orð hans um ríkisábyrgðina og afleitan samning við Breta og Hollendinga eru allrar athygli verðar. Augljóst var að íslensk stjórnvöld sömdu herfilega af sér og gerðu mikil mistök, fyrst og fremst með því að setja viðvaninga í forystu samninganefndar sem hélt utan um eitt mikilvægasta mál lýðveldissögunnar.

Auðvitað er það líka rétt að ríkisábyrgðin varð ekki endanleg fyrr en þingið skrifaði upp á hana. Svo má auðvitað deila um það hvort við áttum að taka á okkur þessar skuldbindingar eða viðurkenna að skuldir óreiðumanna hafi verið þjóðarskuldir. Slíkt voru mikil mistök, ég er viss um að dómur sögunnar verður þungur yfir þeim þingmönnum sem samþykktu slíkt.

Hitt er svo annað mál að Sigurjón ber mikla ábyrgð - ég er viss um að hann mun þurfa að axla hana fljótlega.

mbl.is Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna kallaði eftir staðfestingu á fyrra svari

Ég tek undir með Höskuldi að bréfaskrif Jóhönnu kölluðu á staðfestingu Stoltenbergs á fyrri samskiptum en ekki nýrri áherslu á lánveitingu. Vekur eiginlega enn meiri spurningar um fyrri samskipti milli kratanna. Framsókn hefur verið djörf í orðavali og farið fram af nokkrum krafti. Ég ætla ekki að nefna ferð þeirra til Noregs sneypuför.

Eðlilegt var að fara og kanna þennan valkost alla leið, enda borist meldingar um að það væri glufa í þessu ferli. En enn augljósara er hver afstaða norrænu vinaþjóðanna er til Íslands... þar er í besta falli vilji til að Ísland beygi sig undir vald stóru ríkjanna og taki á sig þungar byrðar en hreint út sagt er þetta meðvirkni með handrukkaranum.

mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna birtir loks tölvupóstana

Gott er að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi loks birt bréfaskipti sín og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Þau varpa ljósi á samskiptin og hver staða málsins er milli þjóðanna. Reyndar finnst mér orðalagið hjá Jóhönnu þess eðlis að eðlilegt er að velta fyrir sér hvaða svari hún óskaði eftir. Tónninn kallar frekar á staðfestingu um að veita ekki lánið en ella.

En það er reyndar fyrir löngu ljóst að Samfylkingin hefur tekið þá afstöðu að semja við Breta og Hollendinga, breyta fyrirvörunum sem voru lögfestir og sætta okkur við það sem rétt er að Íslendingum. Tónninn er markaður af undirgefni.

mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband