Sótt að landsbyggðinni

Ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar er í takt við skoðanir mjög margra á landsbyggðinni með stöðuna sem blasir við nú. Sótt er að landsbyggðinni þegar þrengir að, svæði sem aldrei sáu neitt góðæri sitja uppi með að taka á sig skellinn stóra þegar á reynir. Þrengt er að hinum dreifðu byggðum landsins alveg miskunnarlaust.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa að mörgu leyti sérstaklega slæmar afleiðingar fyrir fólk á landsbyggðinni. Greinilega á að láta niðurskurðarhnífinn ganga þar alveg miskunnarlaust. Ekki er þessi ríkisstjórn heldur að tala upp nýjar framkvæmdir sem skipta lykilmáli til að rífa okkur upp úr lægðinni.

Þar er ekki horft til framtíðar... heldur mun frekar fortíðar... reyna að rífa niður frekar en byggja upp. Það er sorgleg framtíðarsýn.

mbl.is Telja vegið að landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að halda bréfum forsetans leyndum í 30 ár?

Í dag heyrði ég að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vilji halda leynd á bréfum sem hann skrifaði erlendum þjóðhöfðingjum til að tala máli útrásarvíkinganna í heil 30 ár. Er þetta rétt? Heldur maðurinn virkilega að það verði hægt að gleyma því að forseti Íslands hafi verið í bréfaskriftum til að skjalla útrásarvíkingana og reyna að fá aðra til að taka þátt í ómerkilegri maskínu þeirra?

Af hverju þarf að fela þessi bréfaskipti í þrjá áratugi? Hvað er þarna sem þarf að fela? Á borðið með þetta allt saman! Þetta á að birta, sem allra fyrst.


mbl.is 49 mál í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband