Ys og þys út af engu

Hinn sex ára Falcon Heene fékk aldeilis sínar 15 mínútur af frægð í dag. Eins ánægjuleg og fréttin um að hann hafi ekki verið í loftbelgnum hlýtur þeim að hafa gramist sem voru á milli vonar og ótta í leit að honum eftir að loftbelgurinn fannst mannlaus. En það er gott að þessi saga fékk farsælan endi. En þarna gildir eins og jafnan að líklegasta skýringin sé sú einfaldasta.

mbl.is Drengurinn fannst á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biskup færir Gunnar til - góð ákvörðun

Ég tel að Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hafi gert rétt í því að færa Gunnar Björnsson úr starfi. Ekki er hægt að bjóða íbúum á Selfossi upp á að prestur snúi aftur eftir svo umdeilt mál - slíkt hefði leitt til þess að söfnuðurinn hefði sundrast upp, í fylkingar með og á móti prestinum, og haft mikla eftirmála, meiri en málareksturinn hafði. Heiðarlegast og best er að skipt sé um prest.

Auðvitað hefði verið einfalt fyrir biskup að hafa mál áfram með sama hætti. En þessi ákvörðun er djörf en um leið ákveðin leið til að sýna að biskup þorir að færa presta til sem hafa verið umdeildir og skipt sókn sinni í fylkingar í erfiðu máli.

mbl.is Gunnar til Biskupsstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnlaus gunguskrif - umdeildur fjölmiðlamaður

Ég er að mörgu leyti sammála Sturlu Böðvarssyni, fyrrverandi ráðherra og forseta Alþingis, um netskrif. Mér finnst það alveg óþolandi þegar fólk þorir ekki að tjá sig digurbarkalega nema í skjóli nafnleyndar eins og t.d. í kommentakerfi Eyjunnar og hjá Agli Helgasyni. Slík skrif dæma sig þó alltaf sjálf. Hvað þau varðar er ég algjörlega sammála Sturlu.

Egill Helgason er umdeildur, hann kemur þannig fram að hann kallar eftir því að fólk dýrki hann eða þoli ekki. Ekkert að því kannski, skrif hans eru beinskeytt og afgerandi. Hann kallar ekki beint eftir hlutlausum skoðunum á sér með því að skrifa þannig. Þó ég sé ekki alltaf sammála Agli virði ég við hann að tala hreint út og þora að hafa skoðanir.

Svo er það annað mál hvernig það fer saman við þá stefnu RÚV að vera hlutlaust í umfjöllun. Það er svosem mál Egils og hans yfirmanna. En mér finnst það betra að menn hafi skoðun og séu ekkert að fela hana. Það gerir þáttinn eflaust beittari, og kallar fram skýrari línur á mati fólks á viðkomandi fjölmiðlamanni.

Sá sem þannig talar vill verða umdeildur, þannig er það bara. Því er kannski ekkert undarlegt að Sturla t.d. hafi á honum skoðun.

mbl.is Sturla: Egill heldur úti ritsóðasíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum enn á upphafsreit

Napri veruleikinn ári eftir hrun er sá að við erum enn á sama reit. Ekkert hefur breyst. Ekki verður séð að pólitíski veruleikinn sé öðruvísi eða við lifum í einhverju öðru eða betra andrúmslofti. Við erum enn að upplifa að okkur er ekki sagt frá öllu sem er að gerast... við erum enn í hálfgerðu myrkri.

Eins og ég sagði í gær er engu líkara en við séum komin í kvikmyndina Groundhog Day með Bill Murray þar sem hann upplifir sama daginn aftur og aftur.

mbl.is Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband