Grjóti kastað úr glerhúsi

Greinilegt er að Gunnar Björnsson ætlar að taka slaginn við Karl Sigurbjörnsson, væntanlega með því að fara í mál. Væntanlega er það besta leiðin fyrir hann til að verjast ef hann telur sig geta snúið aftur til starfa á Selfossi eftir allt sem á undan er gengið. Vandséð er hvernig hann geti sameinað söfnuðinn að baki sér eftir hið umdeilda mál.

Staða hans hefur gjörbreyst. Reyndar hefur óeining og ólga einkennt verk Gunnars hvar sem hann hefur starfað - hann hefur sundrað söfnuðum en ekki styrkt þá. Og það víðar um land. En það er réttur hans að berjast vilji hann reyna að halda í brauðið á Selfossi.... þó hann hafi sundrað söfnuðinum.

mbl.is Viljum fá prestinn okkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkileg aðför að Rögnu

Mér finnst aðförin að Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, í Háskólanum mjög ómerkileg. Sá skríll sem hefur sig þarna í frammi hefði átt að leyfa ráðherranum að flytja ræðu sína og heyra hvað hún hefur fram að færa. Hví er svona skríl ekki vísað á dyr?

Er leyfilegt að eyðileggja eitt stykki ráðstefnu af því nokkrir eru í fýlu og ekki fullorðnari en svo að leyfa ekki öðrum að tala?

Er þetta fólk í fýlu yfir því að ráðherra fer að landslögum í störfum sínum? Er þetta bara uppeldislegt vandamál?

mbl.is Gerðu hróp að ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreyfingin fer til Sjálfstæðisflokksins

Könnun Fréttablaðsins færir okkur tvenn stórtíðindi: annars vegar að fjórflokkurinn hefur sjaldan ef aldrei verið traustari í sessi og að kjörfylgi Borgarahreyfingarinnar fer til Sjálfstæðisflokksins. Ég tel að mjög margir sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki kosið flokkinn í vor en treyst nýja framboðinu fyrir atkvæðinu, viljað prófa eitthvað nýtt - bæði til að refsa Sjálfstæðisflokknum og senda honum skilaboð sem eftir yrði tekið.

Ég tel að það verði nokkuð langt í að nýtt grasrótarframboð muni fá traust kjósenda. Borgarahreyfingin spilaði rassinn úr buxunum á mettíma - allur trúverðugleiki á þeim bænum er löngu farinn. Hreyfingin virðist aðallega vera til Sjálfstæðisflokkins, í orðsins fyllstu merkingu.

Mér finnst þetta gefa til kynna að fylgi Borgarahreyfingar á kjördegi var að mestu ættað frá Sjálfstæðisflokknum og frjálslyndum. Borgarahreyfingin fór fyrst að mælast fyrir alvöru eftir styrkjahneykslið.

Margir flokksmenn úr Sjálfstæðisflokki og þeir sem áður hölluðu sér að frjálslyndum virðast hafa kosið Borgarahreyfinguna frekar en treysta vinstriframboðum og þannig stimplað hana inn á þing.

Nú er þetta fylgi komið "heim" í orðsins fyllstu merkingu. Í þessu felst að fáir kusu Borgarahreyfinguna frá vinstri - þeir á þeim kanti treystu frekar VG.


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágkúruleg aðför að Davíð

Mér finnst það auvirðilegt hvernig fréttastofa Ríkisútvarpsins fullyrti að brotthvarf Björgvins Guðmundssonar af Morgunblaðinu tengdist ráðningu Davíðs Oddssonar þrátt fyrir að Björgvin hefði sjálfur tekið fram í samtali við fréttamann að svo væri ekki. Þetta er ekki mjög fagmannleg fréttamennska, frekar lituð og ömurleg. Þetta er frekar lágkúruleg aðför, enda hljóta fréttamenn á fjölmiðli að vita að það eigi að vitna rétt í viðmælanda.

Mjög er reynt að sækja að Davíð Oddssyni eftir að hann varð ritstjóri Morgunblaðsins. Frægir eru tilburðir vissra fjölmiðla sem hafa manninn á heilanum, en enn verra er að fjölmiðill sem löngum hefur haft einhvern trúverðugleika reyni ekki að vinna sína vinnu almennilega.

mbl.is Yfirlýsing vegna fréttar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband