Vinstristjórnin játar sig sigraða í Icesave-málinu

Enn einu sinni hafa Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon komið fram með "viðunandi" niðurstöðu í Icesave-málinu að eigin mati. Eins og við mátti búast játar vinstristjórnin sig sigraða í málinu og ætlar nú að breyta lögfestum fyrirvörum Alþingis. Þetta er allt eftir bókinni.... Samfylkingunni langar jú svo mikið í ESB. Blautur draumur.

Væntanlega á að keyra þetta í gegn fljótlega, svipaðar tilraunir og í sumar þegar átti helst að keyra Icesave-málið í gegn án fyrirvara og almennilegrar umræðu. Helst án þess að enginn fengi að lesa samninginn hræðilega sem Svavar Gestsson kom með heim... stóra skuldabréfið.

Jóhanna er orðinn fagmaður í að gefa eftir... enn einu sinni segir hún að ekki verði lengra komist með viðsamjendur. Þetta er orðin svo auðveld rulla að Jóhanna fer orðið sannfærandi með eftirgjöfina. Á ekki erfitt með að játa sig sigraða.

Þeir höfðu greinilega rétt fyrir sér sem sögðu í sumar að það yrði dýrkeypt fyrir Samfylkinguna að reyna að koma Íslandi í Evrópusambandið.

mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanvirðing við Alþingi

Niðurstaðan í Icesave-málinu er algjör vanvirðing vinstristjórnarinnar við Alþingi: algjör eftirgjöf og ósigur Íslands. Ekki aðeins þurfa Íslendingar að taka á sig auknar byrðar heldur er þingræðið algjörlega beygt. Í sumar tók þingið af skarið og setti fyrirvara sem styrktu stöðu Íslands í málinu.

Í stað þess að láta þingræðið eiga lokaorðið af hálfu Íslands gefa vinstriflokkarnir eftir og semja af sér það sem þingið sagði. Þetta er ein mesta niðurlæging Alþingis í stjórnmálasögu Íslands.

Vel við hæfi að kynna þetta í skjóli nætur... þetta eru algjör myrkraverk.

mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband