Siggi stormur rekinn af Stöð 2

Ég held að þeir á Stöð 2 geri mistök með því að reka Sigga storm, Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfréttamann. Hann er einn af þeim örfáu mönnum í íslenskri sjónvarpssögu sem hefur tekist að gera veðrið skemmtilegt sama hvernig það er.

Hann hefur getað gert leiðinlega veðurspá að skemmtiefni með útskýringum og tjáningu um lægðir og veðurkerfi. Man í seinni tíð aðeins eftir Þór Jakobssyni og Páli Bergþórssyni sem komast nærri Sigga stormi í þeim efnum.

Veður er þurrt og fræðilegt sjónvarpsefni í sjálfu sér, en allir fylgjast með því. Þeir sem geta gert það að skemmtilegum og fræðandi dagskrárlið með tjáningu sinni og fasi eiga hrós skilið.

mbl.is Siggi Stormur kominn á Kanann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband